Fótbolti

Portúgal heldur áfram að leika á als oddi

Portúgal fer afar vel af stað í J-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í knattspyrnu karla. Portúgal vann sannfærandi 3-0 sigur á móti Bosníu Hersegóveníu í þriðju umferð undankeppninnar á Estadio da Luz í Lissabon í kvöld. 

Fótbolti

Noregur fer afleitlega af stað í undankeppninni

Skotland er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í A-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í fótbolta karla en skoska liðið lagði Noreg, sem fer illa af stað í undankeppninni, að velli með tveömur mörkum gegn einu á Ullevaal í Osló í dag. 

Fótbolti

PSG beinir sjónum sínum að Arteta

Franski fjölmiðillinn RMC greinir frá því að forráðamenn Paris Saint-Germain hafi sett sig í samband við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, og kannað hug hans til þess að færa sig um set til Parísar og taka við stjórnartaumunum hjá liðinu.

Fótbolti

Beckham skiptir yfir í Brentford frá Inter Miami

Romeo Beckham skrifaði í dag undir samning við B-lið Brentford en hann hafði verið hjá liðinu á láni frá Inter Miami síðan í janúar. Samingurinn er til eins árs með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Fótbolti

Sigdís Eva: Korteri frá því að gráta

Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, var að vonum ánægð eftir sigur liðsins á Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Sigdís Eva skoraði bæði mörk Víkings og var allt í öllu í sóknarleik liðsins.

Fótbolti

Dreymir um að spila fyrir Real Madríd

Brasilíski framherjinn Richarlison fer ekkert í grafgötur með það að honum dreymi um að spila fyrir spænska stórveldið Real Madríd. Carlo Ancelotti, þjálfari framherjans þegar hann var hjá Everton, stýrir Real í dag.

Enski boltinn

„Mjög leiðinlegt að heyra þetta“

„Þetta kom mér alveg á óvart eftir að stjórnin var búin að gefa það út að hún hefði trú á honum,“ segir Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska stórliðsins Rosenborg en þjálfari liðsins Kjetil Rekdal var í morgun rekinn frá félaginu.

Fótbolti