Erlent

Evrópu­sam­bandið setur lög um gervi­greind

Evrópuþingi hefur náð samkomulagi við öll aðildarríki sambandsins um að sett verði lög um notkun gervigreindar og þróun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem ákveðið er að setja lög um gervigreind.

Erlent

Musk býður Alex Jones vel­kominn á X

Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. 

Erlent

Segir nánast ó­mögu­legt að koma hjálpar­gögnun inn á Gasa

Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum.

Erlent

Svíar banna síma í grunn­skólum

Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er.

Erlent

Reyndi að kveikja í æsku­heimili Martin Luther King

Kona var í dag handtekin eftir að hún reyndi að kveikja í æskuheimili jafnréttisleiðtogans Martin Luther King Jr. Gangandi vegfarendur náðu að stöðva konuna áður en hún náði að bera eld að eldsneyti sem hún hafði helt niður við húsið. 

Erlent

Ó­reiða í Washington og til­hlökkun í Moskvu

Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent

„Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var“

Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segir nemendur við skólann í sjokki eftir skotárás á skólalóðinni í gær. Margir hafi ekki snúið aftur í skólann.

Erlent

Börn og full­orðnir halda á­fram að falla á Gaza

Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað og þeim allar bjargir bannaðar eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir og landhernað á suðurhluta Gazastrandarinnar. Fjölmörg börn og fullorðnir hafa fallið og særst í árásum í suðurhlutanum síðasta sólarhringinn.

Erlent

Stór sprenging á Seychelleseyjum

Neyðarástandi var lýst yfir á Seychelleseyjum í dag vegna stórrar sprengingar sem varð á iðnaðarsvæði á eyjunni Mahé. Ekki er vitað hvort einhver sé látinn eftir sprenginguna. 

Erlent

Danir banna kóranbrennur

Danska þingið samþykkti í dag lög sem banna „óviðeigandi meðferð“ á trúarritum. Fjöldi hægri öfgamanna hefur brennt trúarrit múslima, Kóraninn, á götum úti síðustu misseri. 

Erlent

Fujimori laus úr fangelsi

Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, hefur verið sleppt eftir að hafa afplánað rúmlega fimmtán ár í fangelsi.

Erlent