Erlent

Hélt fyrst að bíllinn væri flug­vél

Sprenging varð á landamærum Bandaríkjanna og Kanada við Niagarafossa í gærkvöldi. Það gerðist þegar bíll sem ekið var á miklum hraða að landamærunum, Bandaríkjamegin, tókst á loft og sprakk. Hjón létu lífið og einn landamæravörður slasaðist en enn liggur ekki fyrir af hverju bílnum var ekið á svo miklum hraða.

Erlent

Útgönguspár: Geert Wilders sigur­vegari í Hollandi

Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins.

Erlent

Dæmdur fyrir að af­höfða mann með flug­vél

Franskur flugmaður hefur verið sakfelldur fyrir að afhöfða fallhlífarstökkvara með flugvélarvæng árið 2018. Flugmaðurinn flaug á fallhlífarstökkvarann, sem hafði skömmu áður stokkið úr þessari sömu flugvél, í um fjögur þúsund metra hæð.

Erlent

Fá fyrsta nýja for­sætis­ráð­herrann í þrettán ár

Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins.

Erlent

Þeim fjölgar sem finnast löngu eftir and­lát

Þeim fjölgar ört sem látast á Englandi og í Wales en finnast ekki fyrr en löngu seinna, þannig að líkin eru farin að brotna niður. Vísindamenn segja þáttum á borð við aukna félagslega einangrun um að kenna.

Erlent

Þingkona sakar kollega um byrlun

Sandrine Josso, þingkona á franska þinginu hefur sakað öldungardeildarþingmanninn Joël Guerriau um að hafa byrlað sér þar sem hún var gestur á heimili hans í síðustu viku.

Erlent

Stríðinu muni ekki ljúka þótt gíslarnir komi heim

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir stríðið milli Ísraelsmanna og Hamas munu halda áfram, þrátt fyrir að gíslunum sem teknir voru í síðasta mánuði verði sleppt. Ísrael muni halda áfram að berjast þar til „öllum markmiðum hefur verið náð“.

Erlent

Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár.

Erlent

Sam­komu­lag um vopna­hlé í sjón­máli

Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn.

Erlent

Pistorius fær annan séns vegna mis­taka

Oscar Pistorius fær annað tækifæri til að sleppa snemma úr fangelsi á föstudaginn þegar fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku taka fyrir aðra umsókn fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafans. Honum var hafnað um reynslulausn í mars en önnur umsókn er til íhugunar í þessari viku.

Erlent

For­seta­tíð Geor­ge Weah senn á enda

Joseph Boakai vann nauman sigur á forsetanum og knattspyrnumanninum fyrrverandi, George Weah, í síðari umferð forsetakosninganna í Líberíu sem fram fóru þarsíðustu helgi. Samkvæmt tölum frá landskjörstjórn hlaut Boakai 20.567 fleiri atkvæði en Weah.

Erlent

Hitametin falla í Brasilíu

Hitamet var slegið í Brasilíu á sunnudaginn var þegar hitamælar í bænum Araçuaí í suð-austurhluta landsins sýndu 44.8 gráður á selsíuskvarðanum.

Erlent

Shakira semur um skattalagabrotin

Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast.

Erlent