
Lífið

Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár
Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi.

Glæsihöll með steyptum potti og stórbrotnu útsýni
Við Vatnsendablett í Kópavogi má finna sannkallaða glæsihöll. Um er að ræða 340 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með útsýni yfir Elliðavatn. Ásett verð fyrir eignina er 257 milljónir.

Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí
Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður.

Ljósin kveikt á jólakettinum
Jólakötturinn á Lækjartorgi verður tendraður á morgun klukkan 17. Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kveikir ljósin undir á meðan lúðrasveitin Svanur flytur nokkur vel valin jólalög.

Myndir af Friðriki með Genovevu á Spáni vekja athygli
Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti.

„Svo heppin að hafa átt tvo pabba“
Ein vinsælasta sjónvarpskona landsins undanfarin ár Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hvarf af skjánum í fyrra.

Upplifði martröð fegurðardrottningarinnar
Fegurðarsamkeppnin, Miss Universe er haldin í 72 sinn og fer keppnin fram í El Salvador. Lilja Sif Pétursdóttir keppnir fyrir Íslands hönd en á lokaæfingunni upplifði hún martröð allra fegurðardrottninga.

Arna Ýr og Vignir eiga von á stúlku
Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning og hjúkrunarfræðinemi á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum, Vigni Þór Bollasyni, kírópraktor. Parið tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að von sé á stúlku.

Fullur salur af lögmönnum á hárbeittum einleik
„Ég trúi því að sýningin efli samkennd sem er að mínu mati aðalhlutverk og tilgangur leikhússins – að tengja okkur við það manneskjulega í okkur sjálfum frekar en að lúffa mennskunni í hörku heimsins. Það er svo ógeðslegt ofbeldi í gangi í heiminum núna og því allra nauðsynlegasta sem við getum gert er að hlúa að náungakærleiknum,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og leikkona.

Snoop Dogg hættur að reykja
Rapparinn Snoop Dogg hefur ákveðið að leggja jónuna á hilluna. Hann tilkynnti á Instagram-síðu sinni fyrr í dag að hann hefði ákveðið að hætta grasreykingum en hann er þekktur sem einn duglegasti grasreykingamaður jarðar.

Áslaug Agnarsdóttir hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Áslaug Agnarsdóttir þýðandi hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu.

Gullfallegar mæður fögnuðu nýrri barnavöruverslun
Fríður hópur mætti í opnun barnavöruverslunarinnar Mía við Ármúla í vikunni og skálaði fyrir fallegum vörum sem eru tileinkaðir okkar mikilvægasta fólki.

Jóhann er 83 ára og sjóðandi heitur á Tinder
Þeir Jóhann Scheihter og Einar Baldvin Brimar bjuggu saman í íbúð í þrjá daga síðasta sumar. Jóhann er fæddur árið 1940 og starfar sem leiðsögumaður. Einar Baldvin er 25 ára heimsspeki- og laganemi, og þjálfar einnig ungt fólk í fótbolta.

Arkitektahönnuð íbúð með stórbrotnu útsýni í Vesturbænum
Við Fálkagötu í Vesturbænum er falleg arkitektahönnuð 86,6 fermetra íbúð til sölu. Eignin er í eigu Helga Steinars Helgasonar arkitekts sem hefur búið sér einstaklega fallegt heimili. Ásett verð fyrir eignina er 84,9 milljónir.

Emmsjé Gauti á leið í uppistand
Uppistandssýningin Púðursykur hefur notið mikilla vinsælda en hún er sýnd í Sykursalnnum í Vatnsmýri. Óvæntur gestur mun stíga á svið en hann er þekktur fyrir allt annað en uppistand.

Ætla taka öll gömlu Frostrósarlögin
Fyrir þrettán árum komu þær Margrét Eir Hönnudóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir saman til að halda jólatónleika sem slógu í gegn en um er að ræða Frostrósartónleikana vinsælu á sínum tíma.

Mjúk lending í karlaríkinu á Keflavíkurflugvelli
Í áratugi var það þannig að karlar réðu lögum og lofum hér við viðhald flugvéla hjá Icelandair. Það er nú svosem þannig enn þá í dag en nú eru þeir að minnsta kosti ekki aleinir um hituna. Konur eru í auknum mæli að sækja inn á svið flugvirkjunar og nú er svo komið að aldrei hafa fleiri kvenkyns flugvirkjar verið starfandi hjá félaginu.

Ein glæsilegasta útvarpskona landsins á lausu
Kristín Ruth Jónsdóttir útvarpskona hefur bæst í hóp glæsilegra einhleypra kvenna. Nýlega slitnaði upp úr sambandi hennar við pítsubakarann Vilhelm Einarsson, þekktur sem Villi Wilson.

Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn
Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári.

Bílskúrsrækt og sólstofa í Skerjafjarðarhöll
Rúmlega fjögur hundruð fermetra einbýlishús er til sölu við Skeljanes í Skerjafirði. Eigendur þess eru Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður Héraðsdómara Vesturlands og Linda Kristjánsdóttir læknir.

„Hvíldu í friði litli bróðir, þú lést mér alltaf líða betur“
Leikkonan Jennifer Aniston segist aldrei hafa upplifað annað eins flóð tilfinninga og að þurfa að kveðja vin sinn og samleikara Matthew Perry. Courtney Cox segir frá augnabliki með Perry í þáttunum sem höfðu meiriháttar áhrif á framvinduna. David Schwimmer deilir uppáhaldsmynd af þeim félögum.

Eurovision-keppnin komin með varanlegt slagorð
Eurovision söngvakeppnin er komin með varanlegt slagorð í fyrsta sinn. Slagorðið er „Sameinuð af tónlist“ (e. United By Music). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU).

Tommy Lee var sjúkur í Ragnhildi Steinunni
Magni Ásgeirsson spilar í tíu hljómsveitum samhliða kennslustörfum en hefur minnkað álagið eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús í sumar. Hann á langan feril að baki og má segja að hann hafi orðið heimsfrægur á einni nóttu með þátttöku sinni í raunveruleikaþáttunum Rock star: Supernova fyrir hart nær tveimur áratugum.

„Saman erum við náttúruafl“
Norrænu tækniverðlaunin Nordic Women in Tech Awards 2023 voru afhent í Hörpu fyrr í mánuðinum. Verðlaunin eru tileinkuð kvenleiðtogum og nýjum leiðtogum í tækni á þvert á Norðurlöndin.

„Við rifumst og áttum okkar moment“
Söngkonan Klara Elías segir að samkeppni hafi verið mikil innan hljómsveitarinnar Nylon á árum áður. Stelpurnar hafi rifist og átt sín móment. Þeim hafi þó tekist að vinna hratt úr ágreiningi.

Idol-stjarnan Guðjón Smári ástfanginn
Guðjón Smári Smárason, Idol-stjarna og útvarpsmaður, hefur fundið ástina í faðmi Guðfinnu Margrétar Örnólfsdóttur, sálfræðinema.

Sunnlensk ungmenni unnu Skjálftann
Grunnskólinn í Hveragerði vann Skjálftann 2023, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag með pompi og prakt.

Benni Boga og Úlla selja einbýlið við Freyjugötu
Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og eiginkona hans, Úlla Káradóttir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Freyjugötu 37 á sölu. Húsið var teiknað af Guðmundi H. Þorlákssyni byggingarmeistara árið 1933.

Biggi lögga og Sísi gengin í hnapphelduna
Birgir Örn Guðjónsson, þekktur sem Biggi lögga, og Sísí Ingólfsdóttir listakona gengu í hnapphelduna liðna helgi í Fríkirkjunni í Reykjavík. Bjarni Sæmundsson, leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt, gaf parið saman í návist þeirra nánustu fjölskyldu og vina.

Sonur Birgis Steins og Rakelar kominn með nafn
Sonur Birgis Steins Stefánssonar, tónlistarmanns og flugþjóns, og unnustu hans Rakelar Sigurðardóttur var skírður um helgina. Drengurinn fékk nafnið Emanúel Dagur.