Lífið

Léttist um sjö kíló og fegin að hafa tekist það án megrunarlyfja

Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir líðan sína aldrei hafa verið betri síðan hún vatt kvæði sínu í kross í janúar og breytti algerlega um lífsstíl. Úr því að vera viðskiptavinur ársins í bakaríum landsins þá hætti hún að borða allan sykur og kolvetni og segir líkamlega og andlega heilsu sína aldrei hafa verið betri.

Lífið

Hjólin hvert öðru glæsi­legra

Bifhjólasamtökin Sniglarnir fagna fjörutíu ára afmæli í dag. Sérstök sýning var því meðal annars í Reykjavík í dag á hundrað og fjörutíu mótorhjólum. 

Lífið

„Ég hef aldrei lent í svona hvirfil­byl“

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segist aldrei hafa lent í viðlíka hvirfilbyl og fyrir síðustu jól í aðdraganda útgáfu bókar hans um þriðju vaktina. Þorsteinn segist viss um að hörð umræða um málið stafi af því að hann sé sá sem hann er þó hann viðurkenni að hann hafi átt gagnrýnina skilið.

Lífið

Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum

Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum.

Lífið

Hámhorfið: Hvað eru prestar landsins að horfa á?

Sunnudagar eru sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og má gera ráð fyrir því að margir nýti páskafríið í gott hámhorf. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks varðandi hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag, á páskadegi, fáum við að heyra frá nokkrum prestum landsins.

Bíó og sjónvarp

Ekki sjálf­sagt að Aldrei fór ég suður hafi lifað tvo ára­tugi

Veðrið setti örlítið strik í reikninginn hjá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður þegar útlit var fyrir að flugvél full af tónlistarmönnum gærkvöldsins kæmist ekki vestur. Rokkstjóri hátíðarinnar segir þetta einmitt í anda hátíðarinnar og bætir við að ekki sé sjálfsagt að frumkvöðlaverkefni sem þetta lifi í tuttugu ár.

Lífið

Grjótkrabbi sló í gegn á Akra­nesi

Grjótkrabbabollur, andaregg, hvítlaukssalt, túlipanar, sápur, broddur, pylsur, hakk og skyr eru vörur sem slá alltaf í gegn á matarmörkuðum þar sem bændur og búalið kynna sína framleiðslu sína fyrir neytendum.

Lífið

Lizzo komin með nóg og hættir

Tónlistarkonan Lizzo segist hætt og að sé komin með nóg af því að vera skotmark fyrir útlit sitt og karakter á netinu. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir poppstjarnan að henni líði eins og heimurinn vilji ekkert með hana hafa.

Lífið

„Mar­tröð“ að spila í of síðu goth pilsi

Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun

Louis Gossett Jr. látinn

Louis Gossett Jr., fyrsti svarti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki er látinn 87 ára að aldri.

Lífið

Vekur at­hygli vegna fátíðra baðferða

Enski þáttastjórnandinn Jonathan Ross vakti athygli í vikunni þegar hann sagði að það liði oft meira en vika milli baðferða hjá honum og eiginkonu hans. Þegar hann fari í frí baði hann sig enn sjaldnar.

Lífið

„Tíu ár en enginn hringur“

Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir um tíu árum. Síðan þá hafa þau búið í Englandi, verið í fjarbúð og eignast saman eina dóttur, Emblu Líf þriggja ára.

Makamál

Æðis­leg til­finning að þurfa ekki að geðjast fólki

Kristinn Óla Haraldsson þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann er með þekktari tónlistarmönnum landsins og hvað þekktastur undir nafninu Króli í tvíeykinu JóiPé og Króli. Króli skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 en ákvað fyrir nokkrum árum að draga sig í hlé frá tónlistinni til þess að sinna bæði leiklistinni og andlegri heilsu. Í síðustu viku sendi hann svo frá sér plötuna SCANDIPAIN ásamt Jóa og danska rapparanum Ussel. Blaðamaður ræddi við hann um listina, ástina og lífið.

Tónlist