Lífið Eurovision-vaktin: Nemo vann á dramatísku kvöldi í Malmö Söngkvárið Nemo frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari þegar úrslitakvöld Eurovision fór fram í Malmö í kvöld. Hán söng lagið The Code með miklum tilþrifum og naut hylli bæði meðal dómnefnda Evrópa og þeirra sem kusu í símakosningu. Lífið 11.5.2024 17:30 Norski stigakynnirinn hættir við Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa. Lífið 11.5.2024 16:43 Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. Lífið 11.5.2024 14:29 „Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn“ Tískuskvísan Fanney Ingvarsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Bioeffect og hefur gaman að tjáningarformi tískunnar. Á unglingsárunum var Stjörnugallinn einkennisbúningur Fanneyjar sem æfði handbolta og fótbolta af fullum krafti en eftirminnilegasta flíkin er líklega síðkjóll frá Ungfrú Ísland. Fanney er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 11.5.2024 11:30 „Ég hef aldrei lent í öðru eins“ Ester Harðardóttir, starfsmaður Bónus til þriggja áratuga var ein af þeim sem tilnefnd voru sem maður ársins 2023. Atburðarásin sem leiddi til þess var vægast sagt kostuleg og skapaðist í kjölfar þess að Bónus hafnaði sölu á bókinni Þriðja vaktin. Ester lenti óumbeðin í fjölmiðlastormi en hún tók fjaðrafokinu þó með stóískri ró. Lífið 11.5.2024 08:02 „Drull sama hvað einhver apaköttur segir“ „Mér er drull sama hvað ókunnugu fólki finnst en þú hlustar auðvitað á fólk sem er að tala við þig af því þeim þykir vænt um þig,“ segir rapparinn og listamaðurinn Erpur Eyvindarson. Hann hefur verið viðloðinn tónlistarsenuna síðastliðin 25 ár og fagnar þeim áfanga með stórtónleikum ásamt hljómsveit sinni Rottweiler í Laugardalshöll næstkomandi föstudagskvöld. Blaðamaður hitti Erp á heimili hans í Kópavogi þar sem hann fór yfir ferilinn og bauð upp á líbanskt kaffi. Tónlist 11.5.2024 07:01 Fréttatía vikunnar: Eldgos, knattspyrna og rapparar Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 11.5.2024 07:01 Fjögurra ára rússíbanareið að baki Ævintýri vinsælasta söngleiks sem settur hefur verið upp á Íslandi, Níu líf, sem byggir á ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens, lýkur í júní þegar 250. sýningin og sú síðasta fer fram í Borgarleikhúsinu. Leikarahjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey eru reiðubúin að kveðja Bubba þó því fylgi tilfinningaríkur rússíbani. Menning 11.5.2024 07:01 „Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni“ Ekkert verkefni er ómögulegt fyrir Bangsalækninn svokallaða. Að hennar mati eru bangsar partur af fjölskyldunni og fátt veitir henni meiri gleði en að gera þá eins og nýja. Lífið 10.5.2024 21:01 Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. Lífið 10.5.2024 21:01 Forsetakosningar á Eyrarbakka – munu sakna buffsins frá Guðna Jón Gnarr verður næsti forseti Íslands ef marka má forsetakosningar, sem fóru fram í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag. Einn nemandi gaf Baldri Þórhallssyni sitt atkvæði því hann á kött, sem heitir Baldur. Lífið 10.5.2024 20:05 Einstakar húðmeðferðir sem auka heilbrigði húðarinnar Nú getur þú loksins skellt þér í húðmeðferð eins og stórstjörnurnar fara í fyrir rauða dregilinn! Snyrtivöruverslunin Elira Beauty hefur opnað snyrtistofu meðfram versluninni og býður upp á andlitsmeðferðir á heimsmælikvarða með húðvörum sem hafa farið sigurför um heiminn. Lífið samstarf 10.5.2024 15:29 „Okkar sérsvið liggur í sætindum“ – mæðradagsbombur frá 17 sortum Mæðradagurinn er á sunnudag og sælkerarnir í 17 sortum bjóða nú upp á dásamlega mæðradagskassa og auðvitað mæðradagsköku í verslunum Hagkaup á höfuðborgarsvæðinu. Lífið samstarf 10.5.2024 12:29 Laufey tók lagið hjá Jimmy Fallon Laufey Lín mætti í gærkvöldi til bandaríska spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon í spjallþátt hans The Tonight Show. Þar tók hún lagið sitt Goddess og spilaði á píanó. Tónlist 10.5.2024 11:57 „Það gekk ekki hvað henni leið illa“ Í þáttunum Sveitarómantík fá áhorfendur að fylgjast með sex pörum á mismunandi aldri sem eiga það sameiginlegt að búa í sveit. Lífið 10.5.2024 10:31 Páfiðrildi við Krónuna í Skeifunni Í gær náðust myndir af fallegu rauðbrúnu fiðrildi við Krónuna í Skeifunni. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands er um að ræða páfriðlidi eða Aglais io. Lífið 10.5.2024 10:22 Glæsileg dagskrá á Þjónustudegi Toyota á laugardag Þjónustudagur Toyota er hátíðisdagur starfsfólks Toyota en dagurinn er haldinn á morgun, laugardaginn 11. maí. Lífið samstarf 10.5.2024 10:12 Bashar Murad endurgerir palestínskt lag föður síns Bashar Murad sendir í dag frá sér smáskífuna, Stone, af væntanlegri plötu sem hann er að vinna með Einari Stef. Lagið er endurgerð af lagi sem hljómsveit föður hans gaf út. Lífið 10.5.2024 08:45 Umfram allt að húsgögnin þoli íslenskt veðurfar Böðvar hjá Signature húsgögnum hefur selt útihúsgögn í yfir 20 ár. Alla tíð hefur áherslan verið á yfirburða gæði, fallega hönnun og umfram allt framúrskarandi og persónulega þjónustu. Lífið samstarf 10.5.2024 08:32 Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. Lífið 10.5.2024 00:08 Fékk morðhótanir og ætlar að leita réttar síns Konan sem er talin vera innblásturinn fyrir annað aðalhlutverka þáttaraðarinnar Baby reindeer hafnar þeirri atburðarás sem dregin er upp í þáttunum. Hún segist hafa fengið morðhótanir í kjölfar þáttanna, sem mála hana upp sem bíræfinn eltihrelli. Lífið 9.5.2024 23:58 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. Lífið 9.5.2024 21:14 Bieber-hjónin eiga von á barni Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber og eiginkona hans Hailey Bieber eiga von á barni. Lífið 9.5.2024 20:36 Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. Lífið 9.5.2024 16:30 Tónlistarframleiðandinn Steve Albini látinn Tónlistarmaðurinn og -framleiðandinn Steve Albini er látinn. Albini lést á þriðjudag, 7. maí, 61 árs gamall af völdum hjartaáfalls. Albini er þekktur fyrir að hafa leitt rokkhljómsveitirnar Shellac og Big Black en auk þess framleiddi hann margar klassískar rokkplötur. Lífið 9.5.2024 16:00 Backstreet-strákur kominn aftur til Íslands AJ McLean, einn meðlima hljómsveitarinnar Backstreet Boys, lenti á Íslandi í morgun. Rétt rúmt ár er síðan sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á landi en erindi AJ er annað að þessu sinni. Hann er hingað kominn til að gefa saman vinapar sitt. Lífið 9.5.2024 15:32 Byrjaði að hlaupa til að sýna fyrrverandi í tvo heimana Ofurhlaupakonan Mari Järsk tók þátt í sínu fyrsta langhlaupi eftir að fyrrverandi kærastinn hennar tjáði henni að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu. Hún skráði sig til leiks án þess að hafa nokkra reynslu og endaði í þriðja sæti. Lífið 9.5.2024 13:00 „Stútfull og við það að springa en hefur aldrei klikkað“ Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann er stöðugt að og er því mikilvægt fyrir hann að vera vel búinn þegar að það kemur að töskunni hans. Fartölvan er það allra mikilvægasta en hann er duglegur að skipta um tösku og hefur gaman að því að vera með nokkrar töskur í stíl. Magnús Jóhann er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun 9.5.2024 11:30 „Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. Lífið 9.5.2024 09:31 Hafa komist að samkomulagi vegna andláta á Astroworld Tónlistarmaðurinn Travis Scott og tónleikafyrirtækið Live Nation hafa komist að samkomulagi í máli níu þeirra tíu sem létust eftir troðning á tónleikahátíðinni Astroworld árið 2021. Lífið 9.5.2024 09:25 « ‹ 87 88 89 90 91 92 93 94 95 … 334 ›
Eurovision-vaktin: Nemo vann á dramatísku kvöldi í Malmö Söngkvárið Nemo frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari þegar úrslitakvöld Eurovision fór fram í Malmö í kvöld. Hán söng lagið The Code með miklum tilþrifum og naut hylli bæði meðal dómnefnda Evrópa og þeirra sem kusu í símakosningu. Lífið 11.5.2024 17:30
Norski stigakynnirinn hættir við Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa. Lífið 11.5.2024 16:43
Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. Lífið 11.5.2024 14:29
„Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn“ Tískuskvísan Fanney Ingvarsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Bioeffect og hefur gaman að tjáningarformi tískunnar. Á unglingsárunum var Stjörnugallinn einkennisbúningur Fanneyjar sem æfði handbolta og fótbolta af fullum krafti en eftirminnilegasta flíkin er líklega síðkjóll frá Ungfrú Ísland. Fanney er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 11.5.2024 11:30
„Ég hef aldrei lent í öðru eins“ Ester Harðardóttir, starfsmaður Bónus til þriggja áratuga var ein af þeim sem tilnefnd voru sem maður ársins 2023. Atburðarásin sem leiddi til þess var vægast sagt kostuleg og skapaðist í kjölfar þess að Bónus hafnaði sölu á bókinni Þriðja vaktin. Ester lenti óumbeðin í fjölmiðlastormi en hún tók fjaðrafokinu þó með stóískri ró. Lífið 11.5.2024 08:02
„Drull sama hvað einhver apaköttur segir“ „Mér er drull sama hvað ókunnugu fólki finnst en þú hlustar auðvitað á fólk sem er að tala við þig af því þeim þykir vænt um þig,“ segir rapparinn og listamaðurinn Erpur Eyvindarson. Hann hefur verið viðloðinn tónlistarsenuna síðastliðin 25 ár og fagnar þeim áfanga með stórtónleikum ásamt hljómsveit sinni Rottweiler í Laugardalshöll næstkomandi föstudagskvöld. Blaðamaður hitti Erp á heimili hans í Kópavogi þar sem hann fór yfir ferilinn og bauð upp á líbanskt kaffi. Tónlist 11.5.2024 07:01
Fréttatía vikunnar: Eldgos, knattspyrna og rapparar Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 11.5.2024 07:01
Fjögurra ára rússíbanareið að baki Ævintýri vinsælasta söngleiks sem settur hefur verið upp á Íslandi, Níu líf, sem byggir á ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens, lýkur í júní þegar 250. sýningin og sú síðasta fer fram í Borgarleikhúsinu. Leikarahjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey eru reiðubúin að kveðja Bubba þó því fylgi tilfinningaríkur rússíbani. Menning 11.5.2024 07:01
„Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni“ Ekkert verkefni er ómögulegt fyrir Bangsalækninn svokallaða. Að hennar mati eru bangsar partur af fjölskyldunni og fátt veitir henni meiri gleði en að gera þá eins og nýja. Lífið 10.5.2024 21:01
Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. Lífið 10.5.2024 21:01
Forsetakosningar á Eyrarbakka – munu sakna buffsins frá Guðna Jón Gnarr verður næsti forseti Íslands ef marka má forsetakosningar, sem fóru fram í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag. Einn nemandi gaf Baldri Þórhallssyni sitt atkvæði því hann á kött, sem heitir Baldur. Lífið 10.5.2024 20:05
Einstakar húðmeðferðir sem auka heilbrigði húðarinnar Nú getur þú loksins skellt þér í húðmeðferð eins og stórstjörnurnar fara í fyrir rauða dregilinn! Snyrtivöruverslunin Elira Beauty hefur opnað snyrtistofu meðfram versluninni og býður upp á andlitsmeðferðir á heimsmælikvarða með húðvörum sem hafa farið sigurför um heiminn. Lífið samstarf 10.5.2024 15:29
„Okkar sérsvið liggur í sætindum“ – mæðradagsbombur frá 17 sortum Mæðradagurinn er á sunnudag og sælkerarnir í 17 sortum bjóða nú upp á dásamlega mæðradagskassa og auðvitað mæðradagsköku í verslunum Hagkaup á höfuðborgarsvæðinu. Lífið samstarf 10.5.2024 12:29
Laufey tók lagið hjá Jimmy Fallon Laufey Lín mætti í gærkvöldi til bandaríska spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon í spjallþátt hans The Tonight Show. Þar tók hún lagið sitt Goddess og spilaði á píanó. Tónlist 10.5.2024 11:57
„Það gekk ekki hvað henni leið illa“ Í þáttunum Sveitarómantík fá áhorfendur að fylgjast með sex pörum á mismunandi aldri sem eiga það sameiginlegt að búa í sveit. Lífið 10.5.2024 10:31
Páfiðrildi við Krónuna í Skeifunni Í gær náðust myndir af fallegu rauðbrúnu fiðrildi við Krónuna í Skeifunni. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands er um að ræða páfriðlidi eða Aglais io. Lífið 10.5.2024 10:22
Glæsileg dagskrá á Þjónustudegi Toyota á laugardag Þjónustudagur Toyota er hátíðisdagur starfsfólks Toyota en dagurinn er haldinn á morgun, laugardaginn 11. maí. Lífið samstarf 10.5.2024 10:12
Bashar Murad endurgerir palestínskt lag föður síns Bashar Murad sendir í dag frá sér smáskífuna, Stone, af væntanlegri plötu sem hann er að vinna með Einari Stef. Lagið er endurgerð af lagi sem hljómsveit föður hans gaf út. Lífið 10.5.2024 08:45
Umfram allt að húsgögnin þoli íslenskt veðurfar Böðvar hjá Signature húsgögnum hefur selt útihúsgögn í yfir 20 ár. Alla tíð hefur áherslan verið á yfirburða gæði, fallega hönnun og umfram allt framúrskarandi og persónulega þjónustu. Lífið samstarf 10.5.2024 08:32
Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. Lífið 10.5.2024 00:08
Fékk morðhótanir og ætlar að leita réttar síns Konan sem er talin vera innblásturinn fyrir annað aðalhlutverka þáttaraðarinnar Baby reindeer hafnar þeirri atburðarás sem dregin er upp í þáttunum. Hún segist hafa fengið morðhótanir í kjölfar þáttanna, sem mála hana upp sem bíræfinn eltihrelli. Lífið 9.5.2024 23:58
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. Lífið 9.5.2024 21:14
Bieber-hjónin eiga von á barni Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber og eiginkona hans Hailey Bieber eiga von á barni. Lífið 9.5.2024 20:36
Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. Lífið 9.5.2024 16:30
Tónlistarframleiðandinn Steve Albini látinn Tónlistarmaðurinn og -framleiðandinn Steve Albini er látinn. Albini lést á þriðjudag, 7. maí, 61 árs gamall af völdum hjartaáfalls. Albini er þekktur fyrir að hafa leitt rokkhljómsveitirnar Shellac og Big Black en auk þess framleiddi hann margar klassískar rokkplötur. Lífið 9.5.2024 16:00
Backstreet-strákur kominn aftur til Íslands AJ McLean, einn meðlima hljómsveitarinnar Backstreet Boys, lenti á Íslandi í morgun. Rétt rúmt ár er síðan sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á landi en erindi AJ er annað að þessu sinni. Hann er hingað kominn til að gefa saman vinapar sitt. Lífið 9.5.2024 15:32
Byrjaði að hlaupa til að sýna fyrrverandi í tvo heimana Ofurhlaupakonan Mari Järsk tók þátt í sínu fyrsta langhlaupi eftir að fyrrverandi kærastinn hennar tjáði henni að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu. Hún skráði sig til leiks án þess að hafa nokkra reynslu og endaði í þriðja sæti. Lífið 9.5.2024 13:00
„Stútfull og við það að springa en hefur aldrei klikkað“ Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann er stöðugt að og er því mikilvægt fyrir hann að vera vel búinn þegar að það kemur að töskunni hans. Fartölvan er það allra mikilvægasta en hann er duglegur að skipta um tösku og hefur gaman að því að vera með nokkrar töskur í stíl. Magnús Jóhann er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun 9.5.2024 11:30
„Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. Lífið 9.5.2024 09:31
Hafa komist að samkomulagi vegna andláta á Astroworld Tónlistarmaðurinn Travis Scott og tónleikafyrirtækið Live Nation hafa komist að samkomulagi í máli níu þeirra tíu sem létust eftir troðning á tónleikahátíðinni Astroworld árið 2021. Lífið 9.5.2024 09:25