Rafíþróttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Frá­bær enda­sprettur hjá Veca gerði út af við Hött

Þriðja um­­­ferð Ljós­­leiðara­­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke hófst í gær­kvöld með tveimur leikjum þar sem Veca sigraði Hött 2-1 og Ár­mann lagði lið RAF­ÍK 2-0. Með sigrinum í gær komst Veca í annað sæti deildarinnar en þegar þrír leikir eru eftir í um­ferðinni er Ár­mann í fyrsta sæti og Du­sty í því þriðja.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Ó­venju mörg ný and­lit í Rocket Leagu­e

Móta­stjórinn Stefán Máni Unnars­son segir spennuna í Rocket Leagu­e-sam­fé­laginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en ó­venju miklar inn­byrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftir­væntinguna.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu

„Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Stærðin og á­horfið eru leyni­vopn Counter Strike

„Ég þyrfti nú að opna sögubækurnar til að sjá hversu löng keppnissagan er en mig grunar að hún nái að minnsta kosti til ársins 1999 þegar leikurinn kom í Betu,“ segir Halldór Már Kristmundsson, mótastjóri Counter Strike 2, en keppni í leiknum hefst aftur í Ljósleiðaradeildinni 3. september.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Fólk á öllum aldri keppir í Fortnite

Heildarupphæð verðlaunafjár í ELKO-Deildinni í Fortnite nemur 600.000 krónum en upphæðin barst í tal í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar semRósa Björk Ein­ars­dótt­ir, sem mun lýsa keppninni í beinni, benti á að þar verði vissulega hægt að næla sér í drjúgan verðlaunapening.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Háhraðahressleiki og hugsjónaorka hjá Next Level Gaming

„Við erum gríðarlega stolt af Next Level Gaming enda er þetta búið að vera algjör rússíbani og bæði skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni sem er bara rétt að byrja,“ segir Harpa Ægisdóttir, hjá Next Level Gaming, um glæsilegan leikjasal sem opnaði í Egilshöll í byrjun vikunnar.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Kia styður rafíþróttir á Ís­landi

Kia og Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) skrifuðu í dag undir samstarfssamning á sviði rafíþrótta á Íslandi. Kia mun styðja Rafíþróttasamband Íslands með áherslu á mótamál og þá sérstaklega ungmennamót en aðilarnir héldu nýverið í samstarfi við Arena Gaming í Kópavogi, Kia - Íslandsmeistaramót Grunnskólanema í Rafíþróttum en þar tóku þátt 130 börn af öllu landinu.

Rafíþróttir
Fréttamynd

DreamHack Summer 2024

Um helgina á eitt stærsta rafíþróttamót Evrópu, Dreamhack Summer sér stað. Mótið er haldið árlega Í Jönköping í Svíþjóð en búist er við 52.000 gestum yfir helgina.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Elvar Árni sigraði Gagnaglímuna í ár

Elvar Árni Bjarnason sigraði Gagnaglímuna í gær. Gagnaglíman er Netöryggiskeppni Íslands og fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Keppnin fer fram árlega og hefur það markmið að efla áhuga íslenskra ungmenna á netöryggi og auka þekkingu og færni þeirra sem sýna því áhuga.

Rafíþróttir