Skoðun

Hlíðarendi – hverfið mitt
Í kvöldfréttum Stöðvar 2, þann 24. febrúar sl. stóðu tveir herramenn á horni Smyrilshlíðar og Haukahlíðar og ofbauð hvað Reykjavík væri orðin ljót.

Rétturinn til að hafa réttindi
Þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948, átti hún að tryggja öllum alþjóðleg grundvallarréttindi. Skömmu síðar skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt ritgerð þar sem hún benti á að þetta væri í raun blekking.

Chamberlain eða Churchill leiðin?
Nýjar sviptingar á pólitíska sviðinu sýna fram á að það er ekki einungis járntjald í Evrópu heldur eru að myndast járnveggir báðum megin við álfuna. Það lítur út fyrir að Bandaríkin séu mögulega í fyrsta skiptið að snúa bakinu við Evrópu, allavegana í orði, og rétta fram sáttarhönd til Rússlands þess í stað.

Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands
Aukin fjármögnun til vísindarannsókna á Íslandi er nauðsynleg. „Öflugt rannsóknastarf er nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs.“

Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir
Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi.

Flug er almenningsssamgöngur
Það má heita mikill misskilningur á 21. öld tækni og hraða að telja flugvélar til hverfandi samgöngutækja innanlands. Telja jafnvel að snjallt sé að tilvonandi farþegi á leið í flug milli landshluta aki allt að 100 km til og frá flugvelli til að fljúga sínar leiðir, væri innanlandsflug flutt á Miðnesheiði.

Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari
Blikur eru á lofti í alþjóðamálum og þá stöðu ber að taka alvarlega. Í fyrsta sinn í áttatíu ár er barist um landamæri á meginlandi Evrópu. Alþjóðalög eiga undir högg að sækja, bæði í Evrópu, Mið-Austurlöndum og víðar. Merki eru um að leiðtogar stórveldanna telji sig í krafti máttarins geta vélað um málefni annarra og smærri ríkja án þess að nægilegur gaumur sé gefinn að sjónarmiðum þeirra.

Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1)
Einhver stærsti meinvaldur í nútíma þjóðfélagi er hávaði ekki síst í skólum þar sem hann kemur í veg fyrir skilvirka kennslu – að nemendur geti heyrt og að rödd kennara geti borist.

Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri
Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun?

Reykurinn sást löngu fyrir brunann!
Það hefur ekki tíðkast hér á landi að fólk sé dregið til ábyrgðar hjá því opinbera þegar það hefur gert upp á bak. Það sama fólk stendur næst fjárveitingavaldinu og ákvarðar hvað sé gert og þetta fólk er með hæstu launin af þeirri ástæðu að ábyrgðin er svo mikil hjá því fólki.

Angist og krabbamein
Ég hef til langs tíma verið umhugað um þá djúpu angist tilfinningu sem margir upplifa við greiningu á krabbameins.

Jens er rétti maðurinn í brúna!
Við Sjálfstæðismenn og allir landsmenn þurfum á sterkri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda.

Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg
Eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun síðustu misseri um börn í vanda í skólakerfinu hefur verið að byggjast upp í mér löngun til að segja frá minni sögu, því ég þekki það á eigin skinni hvað það skiptir miklu máli fyrir börn að kerfið grípi þau þegar þarf á að halda.

Lukka Sjálfstæðisflokksins
„Mér fannst hann alltaf vera í röngum flokki. En það þarf að vera gott fólk í öllum flokkum. Líka í Sjálfstæðisflokknum. Og þá rann það upp fyrir mér að hann væri akkúrat í réttum flokki.“Þetta sagði borgarfulltrúi Pírata við mig í erfidrykkju Egils Þórs, eiginmanns míns heitins, fyrr á þessu ári. Mér þótti afar vænt um þessi orð og þau voru áhrifarík, þar sem oft hefur verið hvað lengst á milli þessara tveggja flokka hvað málefni varðar, og átök á milli þessara flokka hafa ætíð verið mikil.

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands.

Má skera börn?
Í gær birtist dómur héraðsdóms þar sem fram kemur að ,,umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna.” Læknisfræðilega óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eru því löglegar samkvæmt dómnum.

Aðför að menntakerfinu
Verðmæti hverrar þjóðar endurspeglast í gæðum menntakerfis og hvernig atlæti börn og síðar ungmenni fá í gegnum skólagönguna með stuðningi félags- og heilbrigðiskerfa.

Er íslenska þjóðin að eldast?
Lengi hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Þetta hefur svo legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir ýmsa samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu hjúkrunarheimila og fleira. Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023.

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Nú um helgina ganga Sjálfstæðismenn til landsfundar og velja sér formann. Frambjóðendurnir tveir eru sérlega frambærilegir og mannvalið sýnir svo ekki verður um villst að flokkurinn er ríkur af hæfileikafólki.

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Þann 18.-19. mars næstkomandi fara fram kosningar um næsta rektor Háskóla Íslands, Eins og gefur að skilja gegnir staðan veigamiklu og stefnumótandi hlutverki í málefnum háskólans og því skiptir miklu máli að vanda valið á nýjum rektor. Dr. Silja Bára R. Ómarsdóttir býður fram krafta sína og sýn á framtíð Háskóla Íslands.

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Nú stefnir í að eigendur bifreiða og mótorhjóla skuli borga kílómetragjald, þ.e greiða ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kilometer á Íslandi.

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Kæra Nanný Arna! Við, undirrituð, forsvarsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands á Vestfjörðum, skorum á þig sem fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá þinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Eyðileggjandi umræða
Hvernig á að tala við kennaranema um þessar mundir? Það er áleitin spurning í ljósi atburða síðustu mánaða. Undirritaðar eru á þeirri skoðun að fátt sé skemmtilegra eða verðugra en að vera kennari. En eins og sakir standa getur verið snúið að koma í veg fyrir að kennaranemar missi móðinn.

Lýðræðið sigrar
Um leið og fjölmiðlar og aðrir átta sig á heilindum mínum í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins og sýna þá virðingu að stilla mér upp við hlið annarra frambjóðenda þá mun lýðræðið sigra.

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Fjárhagskerfi eru hjartað í rekstri fyrirtækja og gegna lykilhlutverki í að halda utan um fjármál, sölu og innkaup ásamt því að veita stjórnendum mikilvæga innsýn í reksturinn. Kannanir sýna að í 70% tilfella ná innleiðingar nýrra fjárhagskerfa ekki tilætluðum árangri og allt of oft fer kostnaður og tímarammi fram úr áætlun.

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Seint á síðustu öld lagði Þorsteinn Pálsson fram frumvarp til laga um lögmenn. Frumvarpið átti að m.a. að afnema ævafornan misskilning stjórnvalda.

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda er ekki að þeir nenni ekki að læra málið, þjóðargersemina, stolt vort og arfleifð. NEI! Aðalvandamálið er samfélag sem EKKI býður fólk velkomið í (mál)samfélagið með þeim kröfum og hvata sem þar þurfa, verða og eiga að fylgja.

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Ég er nemandi á fyrsta ári í menntó og á mjög erfitt með lestur.

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu.

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ef utanríkisstefna flokksins er skoðuð kemur þar fram í öðrum punkti að Ísland skuli standa með öllum þjóðum sem ráðist er inn í. Þó að Úkraína sé kannski ekki skilgreind sem smáþjóð er hún sjálfstætt lýðræðisríki sem flokkurinn styður að sjálfsögðu til að verja sig fyrir ofbeldisinnrás Rússa.