
Sport

Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí
Það má að venju finna fjöruga dagskrá á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2. Tveir fótboltaleikir, tveir ruðningsleikir, íshokkíleikur og tvenn golfmót verða í beinni útsendingu.

Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum
Devin Booker var ekki valinn til að taka þátt í stjörnuleik NBA deildarinnar. Hann telur tímabært að stækka stjörnuleikinn þannig að bæði stjörnuliðin megi hafa fimmtán leikmenn, líkt og liðum í deildinni hefur verið leyft undanfarin fjögur tímabil.

„Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“
Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var hvorki sáttur við spilamennsku leikmanna né störf dómaranna þegar liðið laut í lægra haldi fyrir KR í Bónus-deild karla í körfubolta í Vesturbænum í kvöld.

Elías skoraði og Stefán lagði upp
Elías Már Ómarsson skoraði mark NAC Breda í 1-1 jafntefli gegn Heracles. Stefán Teitur Þórðarsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp mark Preston í 2-1 tapi á útivelli gegn Blackburn Rovers.

Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn
Breiðablik er Þungavigtarbikarmeistari eftir 4-2 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik, öll sex mörkin voru skoruð í seinni hálfleik.

Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi
Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz.

Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð
Ríkjandi heimsmeistararnir í handbolta frá Danmörku eru á leið í úrslitaleik fjórða mótið í röð. Þar munu þeir mæta lærisveinum Dags Sigurðssonar frá Króatíu.

Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk
Topplið Vals heimsótti Stjörnuna í Garðabæ og vann öruggan 24-40 sigur í fjórtándu umferð Olís deildar kvenna.

Búbbluhausinn verður í banni
Isaiah Stewart hefur verið dæmdur í eins leiks bann, án launa, í NBA deildinni eftir að hafa safnað upp sex óíþróttamannslegum villum á sig á tímabilinu. Hann mun taka bannið út í kvöld, á sama tíma og Detroit Pistons mun gefa búbbluhaus í hans mynd.

Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu
Unai Emery, þjálfari Aston Villa, er sannfærður um að framherjinn Ollie Watkins muni ekki fara frá félaginu líkt og John Durán, sem var að ganga frá félagaskiptum til Al Nassr í Sádi-Arabíu.

Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark fyrir Bayer Leverkusen og lagði upp annað í 3-2 tapi á útivelli gegn Eintracht Frankfurt í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar.

Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga
KR vann dýrmætan fjögurra stigur, 97-93, þegar liðið tók á móti Keflavík í 16. umferð Bónus deildar karla. Keflvíkingar lentu mest sautján stigum undir en tókst að jafna í fjórða leikhluta, KR bar þó af þegar allt kom til alls. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik en KR hefur nú safnað sextán stigum.

Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað
Leik Hauka og Þórs Þorlákshafnar sem átti að fara fram í 16. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld hefur verið frestað. Leikurinn er kominn á dagskrá sunnudaginn 2. febrúar kl. 17:00.

Sara Björk lagði upp í stórsigri
Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn á miðjunni og lagði upp mark í 9-0 sigri Al Qadsiah gegn Al Amal í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Bully Boy með gigt
Michael Smith, sem varð heimsmeistari í pílukasti fyrir tveimur árum, þjáist af liðagigt.

Mundi loforðið til kennarans
Dominik Kuzmanovic er einn af stærstu hetjunum í leikmannahópi Dags Sigurðssonar og þessi ungi markvörður á sinn þátt í því að Króatía skuli spila til úrslita á HM í handbolta á sunnudaginn. Hann fann stund milli stríða í vikunni til að senda gömlu kennslukonunni sinni kærkomna gjöf.

Vigdís Lilja seld til Anderlecht
Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa selt Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur til Anderlecht í Belgíu.

Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez
Óscar García, þjálfari Guadalajara, hefur fengið þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez, leikmann León, í leik í mexíkósku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum
Mathias Gidsel er núverandi besti handboltamaður heims og á góðri leið með að bæta við fleiri viðurkenningum eftir frábæra framgöngu á heimsmeistaramótinu í handbolta.

KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð
Óskar Hrafn Þorvaldsson er búinn að skila fyrsta titlinum í hús sem þjálfari KR. KR varð Reykjavíkurmeistari eftir 3-0 sigur á Valsmönnum í úrslitaleiknum í gær.

Keflvíkingar bæta við sig
Körfuboltamaðurinn Nigel Pruitt, sem lék með Þór Þ. í fyrra, er genginn í raðir Keflavíkur og mun klára tímabilið með liðinu.

Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara
Stjórnarformaður NHL liðsins Nashville Predators og eiginkona hans vinna nú að því að fá WNBA til Kantrýborgarinnar.

UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur
Bryce Mitchell, sem berst í UFC, kom sér í mikið klandur með ummælum í hlaðvarpi sínu. Þar sagði hann að Adolf Hitler hefði verið fínn gaur og afneitaði Helförinni.

Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði
Íslendingaliðin Real Sociedad og Midtjylland mætast í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Dregið var í dag.

Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam
Landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson fær vonandi að sjást meira á fótboltavellinum á næstu mánuðum eftir að hafa verið lánaður frá Ajax til Sparta Rotterdam út leiktíðina. Hann hittir þar fyrir annan Íslending.

City mætir Real Madrid í umspilinu
Manchester City mætir Real Madrid í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í umspilið í dag.

Einn nýliði í landsliðinu
Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið tólf leikmanna hóp fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM 2025.

Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans
Tindastóll hefur tryggt sér krafta gríska landsliðsmannsins Dimitris Agravanis. Óhætt er að segja að um gríðarlegan liðsstyrk sé að ræða og afar áhugaverða viðbót við leikmannaflóruna í Bónus-deildinni í körfubolta.

Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni
Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi.

Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“
Hákon Arnar Haraldsson hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með franska liðinu Lille í bestu deild Evrópu. Hákon er orðaður við mörg stórlið í álfunni en lætur sjálfur sögusagnirnar ekki hafa áhrif á sig og einblínir fremur á það að gera betur, stefna hærra.