Hinn huldi frambjóðandi 26. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Undir eðlilegum kringumstæðum stæði val okkar kjósenda í forsetakosningunum um hvern við vildum fá sem forseta næstu fjögur árin. Atkvæði greidd hverjum frambjóðenda væru skýr. Þeir sem vilja að Ólafur Ragnar Grímsson verði áfram forseti kjósa hann, þeir sem vilja heldur Baldur Ágústsson kjósa hann og þeir sem vilja Ástþór Magnússon á Bessastaða greiða honum atkvæði. Þeir sem skila auðu væru með því að lýsa yfir óánægju með alla frambjóðendur -- að enginn þeirra sé góður kostur. Og þeir sem sitja heima láta kosningarnar sig litlu skipta; annað hvort hafa þeir lítið álit á forsetaembættinu eða telja litlu varða hver gegnir þessu embætti -- í það minnsta svo litlu að þeir telja það of mikið umstang að fara á kjörstað til að taka þátt í valinu.Svona væri þetta undir eðlilegum kringumstæðum -- eða rólyndislegum kringumstæðum. Val kjosenda væri tiltölulega einfalt og auðvelt væri að lesa úr niðurstöðum kosninganna. En kringumstæður okkar eru aðrar og aðdragandi þessara kosninga um margt sérstæður. Þær hafa þó ekki ýkja mikil áhrif á þá sem kjósa einhvern frambjóðendanna. Eftir sem áður er atkvæði greitt Ástþóri yfirlýsing um vilja til þess að hann verði forseti. Og það sama á við um þá Baldur og Ólaf Ragnar. Vegna þess þunga sem forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt í gagnrýni sína á Ólaf Ragnar má þó telja víst að einhverjir þeirra sem kjósa Ólaf Ragnar séu fremur að verja atkvæði sínu í andstöðu við forystu Sjálfstæðisflokksins en með Ólafi Ragnari.Morgunblaðið og forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa kvatt fólk til að mæta á kjörstað en skila auðu til að lýsa fyrir andstöðu við Ólaf Ragnar og ekki hvað síst ákvörðun hans um að skjóta fjölmiðlalögunum í þjóðaratvæðagreiðslu. Þetta setur þá sem hefðu skilað auðu af öðrum ástæðum í nokkurn vanda. Um 5 prósent þeirra sem komu á kjörstað í forsetakosningunum 1988 -- um 7 prósent atkvæðabærra manna -- skiluðu auðu fremur en að greiða Vigdísi Finnbogadóttur eða Sigrúnu Magnúsdóttur atkvæði sitt. Þetta fólk var ekki að lýsa yfir stuðningi við neinn stjórnmálaflokk eða einhverja túlkun á valdsviði forsetans heldur vildi annað hvort fá einhvern annan sem forseta en frambjóðendurna tvo eða skilaði auðu til að lýsa yfir óánægju með Vigdísi. Sú óánægja gat stafað af mismunandi ástæðum. Það er hins vegar ljóst að Morgunblaðið og forysta Sjálfstæðisflokksins munu túlka öll auð atkvæði í dag sem stuðning við sig. Og ef þau verða ekki nægjanlega mörg til að verja framgöngu flokks og blaðs í aðdraganda kosninganna þá mun stór hluti þeirra sem sátu heima verða taldir til andstæðinga Ólafs Ragnars -- og fylgjendur þeirra sem harðast hafa gagnrýnt hann. Það er hins vegar æði hæpið.Til að meta niðurstöður kosninganna í dag er eðlilegt að taka mið af útkomu Vigdísar Finnbogadóttur 1988. Taka þarf tillit til almennt minnkandi kjörsóknar og að Ólafur Ragnar hefur nú tvo mótframbjóðendur á móti einum hjá Vigdísi. Vigdís fékk um 90 prósent greiddra atkvæða í kosningum með rúmlega 70 prósent kjörsókn og þar af leiðandi stuðningsyfirlýsingu frá 65 prósent landsmanna. Vigdís þurfti ekki að glíma við neina teljandi andstöðu eða þola nokkra gagnrýni. Þar sem helmningur þjóðarinnar les Morgunblaðið á hverjum degi og rúmur þriðjungur kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum verður það að teljast tap fyrir þessa öflugu andstæðinga Ólafs Ragnar ef þeim tekst ekki að fá 20 prósent kjósenda til að skila auðu. Markmið þeirra hlýtur að vera að berja stuðninginn við hann undir 50 prósent af öllum atkvæðabærum mönnum; það er til dæmis 71,5 prósent atvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn. Ef Ólafi Ragnari tekst að verjast þessu getur hann túlkað það sem varnarsigur. Ef hann nær atkvæðum fleiri en 55 til 58 prósent atkvæðabærra manna -- í kringum 80 prósent atkvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn -- getur hann túlkað niðurstöðuna sem mikinn sigur.Hinn huldi frambjóðandi -- forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins -- á því ekki síður mikið undir kosningunum í dag en frambjóðendurnir þrír. Niðurstöður kosninganna er styrkleikamæling á stuðning við stefnu og baráttuaðferðir flokks og blaðs að undanförnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Undir eðlilegum kringumstæðum stæði val okkar kjósenda í forsetakosningunum um hvern við vildum fá sem forseta næstu fjögur árin. Atkvæði greidd hverjum frambjóðenda væru skýr. Þeir sem vilja að Ólafur Ragnar Grímsson verði áfram forseti kjósa hann, þeir sem vilja heldur Baldur Ágústsson kjósa hann og þeir sem vilja Ástþór Magnússon á Bessastaða greiða honum atkvæði. Þeir sem skila auðu væru með því að lýsa yfir óánægju með alla frambjóðendur -- að enginn þeirra sé góður kostur. Og þeir sem sitja heima láta kosningarnar sig litlu skipta; annað hvort hafa þeir lítið álit á forsetaembættinu eða telja litlu varða hver gegnir þessu embætti -- í það minnsta svo litlu að þeir telja það of mikið umstang að fara á kjörstað til að taka þátt í valinu.Svona væri þetta undir eðlilegum kringumstæðum -- eða rólyndislegum kringumstæðum. Val kjosenda væri tiltölulega einfalt og auðvelt væri að lesa úr niðurstöðum kosninganna. En kringumstæður okkar eru aðrar og aðdragandi þessara kosninga um margt sérstæður. Þær hafa þó ekki ýkja mikil áhrif á þá sem kjósa einhvern frambjóðendanna. Eftir sem áður er atkvæði greitt Ástþóri yfirlýsing um vilja til þess að hann verði forseti. Og það sama á við um þá Baldur og Ólaf Ragnar. Vegna þess þunga sem forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt í gagnrýni sína á Ólaf Ragnar má þó telja víst að einhverjir þeirra sem kjósa Ólaf Ragnar séu fremur að verja atkvæði sínu í andstöðu við forystu Sjálfstæðisflokksins en með Ólafi Ragnari.Morgunblaðið og forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa kvatt fólk til að mæta á kjörstað en skila auðu til að lýsa fyrir andstöðu við Ólaf Ragnar og ekki hvað síst ákvörðun hans um að skjóta fjölmiðlalögunum í þjóðaratvæðagreiðslu. Þetta setur þá sem hefðu skilað auðu af öðrum ástæðum í nokkurn vanda. Um 5 prósent þeirra sem komu á kjörstað í forsetakosningunum 1988 -- um 7 prósent atkvæðabærra manna -- skiluðu auðu fremur en að greiða Vigdísi Finnbogadóttur eða Sigrúnu Magnúsdóttur atkvæði sitt. Þetta fólk var ekki að lýsa yfir stuðningi við neinn stjórnmálaflokk eða einhverja túlkun á valdsviði forsetans heldur vildi annað hvort fá einhvern annan sem forseta en frambjóðendurna tvo eða skilaði auðu til að lýsa yfir óánægju með Vigdísi. Sú óánægja gat stafað af mismunandi ástæðum. Það er hins vegar ljóst að Morgunblaðið og forysta Sjálfstæðisflokksins munu túlka öll auð atkvæði í dag sem stuðning við sig. Og ef þau verða ekki nægjanlega mörg til að verja framgöngu flokks og blaðs í aðdraganda kosninganna þá mun stór hluti þeirra sem sátu heima verða taldir til andstæðinga Ólafs Ragnars -- og fylgjendur þeirra sem harðast hafa gagnrýnt hann. Það er hins vegar æði hæpið.Til að meta niðurstöður kosninganna í dag er eðlilegt að taka mið af útkomu Vigdísar Finnbogadóttur 1988. Taka þarf tillit til almennt minnkandi kjörsóknar og að Ólafur Ragnar hefur nú tvo mótframbjóðendur á móti einum hjá Vigdísi. Vigdís fékk um 90 prósent greiddra atkvæða í kosningum með rúmlega 70 prósent kjörsókn og þar af leiðandi stuðningsyfirlýsingu frá 65 prósent landsmanna. Vigdís þurfti ekki að glíma við neina teljandi andstöðu eða þola nokkra gagnrýni. Þar sem helmningur þjóðarinnar les Morgunblaðið á hverjum degi og rúmur þriðjungur kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum verður það að teljast tap fyrir þessa öflugu andstæðinga Ólafs Ragnar ef þeim tekst ekki að fá 20 prósent kjósenda til að skila auðu. Markmið þeirra hlýtur að vera að berja stuðninginn við hann undir 50 prósent af öllum atkvæðabærum mönnum; það er til dæmis 71,5 prósent atvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn. Ef Ólafi Ragnari tekst að verjast þessu getur hann túlkað það sem varnarsigur. Ef hann nær atkvæðum fleiri en 55 til 58 prósent atkvæðabærra manna -- í kringum 80 prósent atkvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn -- getur hann túlkað niðurstöðuna sem mikinn sigur.Hinn huldi frambjóðandi -- forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins -- á því ekki síður mikið undir kosningunum í dag en frambjóðendurnir þrír. Niðurstöður kosninganna er styrkleikamæling á stuðning við stefnu og baráttuaðferðir flokks og blaðs að undanförnu.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun