Opinber þjónusta Dagur B. Eggertsson skrifar 26. júní 2004 00:01 Opinber þjónusta - Dagur B. Eggertsson skrifar um þjónustu borgarinnar Borgarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir sumarfrí gagngerar endurbætur á þjónustu Reykjavíkurborgar. Undirbúningur málsins hefur staðið í hálft annað ár og byggist stefnumörkunin á niðurstöðum alþjóðlegra kannana, innlendum og erlendum rannsóknum auk ítarlegrar umræðu og samráðs starfsfólks, nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.Endurskipulagning þjónustunnar tengist einu stærsta verkefni sem öll stjórnvöld standa frammi fyrir: að bæta þjónustu við íbúa og atvinnulíf án þess að auka kostnað. Sinna vaxandi kröfum um málshraða, stuðning og þjónustu án þess að hækka skatta. Lykillinn að því er að nýta kosti nýrrar tækni við upplýsingamiðlun og málsmeðferð, læra af umbótaverkefnum í opinberri þjónustu, hvar sem fyrirmyndarverkefni er að finna, og síðast en ekki síst að forðast kreddur og hjólför gamla tímans.Umbæturnar í borginni sem sýnilegar verða íbúum á næsta ári byggja á þremur stoðum: stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum, símavers með öflugri upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu og rafvæðingu umsóknarferla á vefnum. Í þjónustukönnun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg síðast liðið haust kemur fram að níu af hverjum tíu Reykvíkingum styðja hvert þessara þriggja stefnumiða.Með stofnun fimm þjónustumiðstöðva á að opna Reykvíkingum aðgang að þjónustu borgarinnar eins nærri þeirra heimavelli og kostur er. Ekki á lengur að þurfa að rekast á milli staða og stofnana heldur á að vera hægt að nálgast allt á einum stað. Og helst í einni heimsókn. Á þjónustumiðstöð ættu íbúar þannig að geta leitað með öll erindi, fengið upplýsingar og leiðbeiningar auk þess að sækja þjónustu og ráðgjöf sem lítur að daglegu lífi.Með þessari endurskipulagningu vilja borgaryfirvöld einnig verða betri samstarfsaðili lögreglu og ýmissa þjónustustofnana ríkisins sem ættu raunar einnig að geta veitt þjónustu sína í gegnum hverfamiðstöðvar borgarinnar. Reynslan af tilraunaverkefnum í þeim efnum, einsog Miðgarður í Grafarvogi er dæmi um, hafa ótvírætt sannað gildi sitt. Hvergi er viðbragðstími styttri. Hvergi finnst íbúum þeir öruggari.Síðast en ekki síst getur endurskipulagning þjónustu í hverfum eflt samstarf við fjölskyldur og frjáls félagasamtök. Þetta er gríðarlega mikilvægt því sá félagsauður sem í samtökum íbúa felst hefur sýnt sig að hafa meiri áhrif á árangur velferðarþjónustu en flest annað. Skipulag þjónustunnar verður því að styðja við hverfin. Í því er framtíðin falin. Nýja Reykjavík á að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum og íbúalýðræði, netlausnum og nærþjónstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Opinber þjónusta - Dagur B. Eggertsson skrifar um þjónustu borgarinnar Borgarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir sumarfrí gagngerar endurbætur á þjónustu Reykjavíkurborgar. Undirbúningur málsins hefur staðið í hálft annað ár og byggist stefnumörkunin á niðurstöðum alþjóðlegra kannana, innlendum og erlendum rannsóknum auk ítarlegrar umræðu og samráðs starfsfólks, nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.Endurskipulagning þjónustunnar tengist einu stærsta verkefni sem öll stjórnvöld standa frammi fyrir: að bæta þjónustu við íbúa og atvinnulíf án þess að auka kostnað. Sinna vaxandi kröfum um málshraða, stuðning og þjónustu án þess að hækka skatta. Lykillinn að því er að nýta kosti nýrrar tækni við upplýsingamiðlun og málsmeðferð, læra af umbótaverkefnum í opinberri þjónustu, hvar sem fyrirmyndarverkefni er að finna, og síðast en ekki síst að forðast kreddur og hjólför gamla tímans.Umbæturnar í borginni sem sýnilegar verða íbúum á næsta ári byggja á þremur stoðum: stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum, símavers með öflugri upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu og rafvæðingu umsóknarferla á vefnum. Í þjónustukönnun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg síðast liðið haust kemur fram að níu af hverjum tíu Reykvíkingum styðja hvert þessara þriggja stefnumiða.Með stofnun fimm þjónustumiðstöðva á að opna Reykvíkingum aðgang að þjónustu borgarinnar eins nærri þeirra heimavelli og kostur er. Ekki á lengur að þurfa að rekast á milli staða og stofnana heldur á að vera hægt að nálgast allt á einum stað. Og helst í einni heimsókn. Á þjónustumiðstöð ættu íbúar þannig að geta leitað með öll erindi, fengið upplýsingar og leiðbeiningar auk þess að sækja þjónustu og ráðgjöf sem lítur að daglegu lífi.Með þessari endurskipulagningu vilja borgaryfirvöld einnig verða betri samstarfsaðili lögreglu og ýmissa þjónustustofnana ríkisins sem ættu raunar einnig að geta veitt þjónustu sína í gegnum hverfamiðstöðvar borgarinnar. Reynslan af tilraunaverkefnum í þeim efnum, einsog Miðgarður í Grafarvogi er dæmi um, hafa ótvírætt sannað gildi sitt. Hvergi er viðbragðstími styttri. Hvergi finnst íbúum þeir öruggari.Síðast en ekki síst getur endurskipulagning þjónustu í hverfum eflt samstarf við fjölskyldur og frjáls félagasamtök. Þetta er gríðarlega mikilvægt því sá félagsauður sem í samtökum íbúa felst hefur sýnt sig að hafa meiri áhrif á árangur velferðarþjónustu en flest annað. Skipulag þjónustunnar verður því að styðja við hverfin. Í því er framtíðin falin. Nýja Reykjavík á að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum og íbúalýðræði, netlausnum og nærþjónstu.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun