Kanna hvort frumvarpið sé þinglegt 5. júlí 2004 00:01 Hart var deilt á ríkisstjórnina á Alþingi í gær þegar þing kom saman til sumarfundar eftir rúmlega mánaðarhlé. Á fundinum var nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum lagt fram en snarpar umræður urðu um störf þingsins. Halldór Blöndal, forseti þingsins, sleit þingfundi um hálfri klukkustund eftir að hann hófst þrátt fyrir að fjölmargir þingmenn hefðu beðið um orðið og biðu eftir að komast að. "Ég hafði fullgilt tilefni til að kveða mér hljóðs. Ég hafði lagt fram spurningu í umræðunum um störf þingsins þar sem ég spurði hvort stjórnarfrumvarpið væri þinglegt, hvort ekki fælist í því augljós ásetningur eða fyrirætlan að fara á svig við stjórnarskrána og hafa af mönnum þjóðaratkvæðagreiðslu með brellum," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um uppþotið sem varð í alþingishúsinu að loknum þingfundi í gær. Lagt hafði verið fram breytt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum og voru þingmenn að ræða um störf þingsins. Samkvæmt þingsköpum þarf að dreifa frumvarpi á Alþingi tveimur sólarhringum áður en umræða um það hefst og því mun umræða um nýtt fjölmiðlafrumvarp ekki hefjast fyrr en á morgun. "Samkvæmt þingsköpum hafa fundarmenn þennan rétt og veit ég engin fordæmi þess að þingmönnum hafi verið neitað um hann. Þetta eru einfaldlega mistök í þingsköpum og hlýtur forseti þingsins að átta sig á þeim og sjá eftir þeim," segir Steingrímur. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Halldór hafa slitið fundi þar sem hann hefði talið málið útrætt. Að loknum þingfundi átti forseti Alþingis fund með formönnum þingflokka stjórnarandstöðunnar og sagði Halldór þann funda hafa verið afar gagnlegan. "Að loknum þeim fundi ákvað ég að verða við beiðni um að láta kanna hvort frumvarp ríkisstjórnarinnar væri þinglegt," sagði Halldór Stjórnarandstaðan lýsti eindreginni mótstöðu við frumvarpið á Alþingi í gær og jafnframt fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að ræða ekki lög um þjóðaratkvæðagreiðslu á sumarþingi eins og boðað hefði verið. Frumvarp formanna stjórnarandstöðuflokkanna um þjóðaratkvæðagreiðslu var sent fjölmiðlum í gær Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hart var deilt á ríkisstjórnina á Alþingi í gær þegar þing kom saman til sumarfundar eftir rúmlega mánaðarhlé. Á fundinum var nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum lagt fram en snarpar umræður urðu um störf þingsins. Halldór Blöndal, forseti þingsins, sleit þingfundi um hálfri klukkustund eftir að hann hófst þrátt fyrir að fjölmargir þingmenn hefðu beðið um orðið og biðu eftir að komast að. "Ég hafði fullgilt tilefni til að kveða mér hljóðs. Ég hafði lagt fram spurningu í umræðunum um störf þingsins þar sem ég spurði hvort stjórnarfrumvarpið væri þinglegt, hvort ekki fælist í því augljós ásetningur eða fyrirætlan að fara á svig við stjórnarskrána og hafa af mönnum þjóðaratkvæðagreiðslu með brellum," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um uppþotið sem varð í alþingishúsinu að loknum þingfundi í gær. Lagt hafði verið fram breytt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum og voru þingmenn að ræða um störf þingsins. Samkvæmt þingsköpum þarf að dreifa frumvarpi á Alþingi tveimur sólarhringum áður en umræða um það hefst og því mun umræða um nýtt fjölmiðlafrumvarp ekki hefjast fyrr en á morgun. "Samkvæmt þingsköpum hafa fundarmenn þennan rétt og veit ég engin fordæmi þess að þingmönnum hafi verið neitað um hann. Þetta eru einfaldlega mistök í þingsköpum og hlýtur forseti þingsins að átta sig á þeim og sjá eftir þeim," segir Steingrímur. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Halldór hafa slitið fundi þar sem hann hefði talið málið útrætt. Að loknum þingfundi átti forseti Alþingis fund með formönnum þingflokka stjórnarandstöðunnar og sagði Halldór þann funda hafa verið afar gagnlegan. "Að loknum þeim fundi ákvað ég að verða við beiðni um að láta kanna hvort frumvarp ríkisstjórnarinnar væri þinglegt," sagði Halldór Stjórnarandstaðan lýsti eindreginni mótstöðu við frumvarpið á Alþingi í gær og jafnframt fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að ræða ekki lög um þjóðaratkvæðagreiðslu á sumarþingi eins og boðað hefði verið. Frumvarp formanna stjórnarandstöðuflokkanna um þjóðaratkvæðagreiðslu var sent fjölmiðlum í gær
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent