Tröllin sem stálu kosningunum Össur Skarphéðinsson skrifar 8. júlí 2004 00:01 Stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir um að synji forseti lýðveldisins um staðfestingu laga skuli þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram eins fljótt og auðið er. Í stjórnarskránni er engin heimild til að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að eiga sér stað. Þetta var Davíð Oddssyni fullkomlega ljóst þegar forseti Íslands synjaði um staðfestingu fjölmiðlalaganna. Hann gaf við mörg tækifæri skýlausar yfirlýsingar um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Þannig var vart liðinn sólarhringur frá synjun forsetans þegar Davíð Oddsson lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu í Kastljósi sjónvarpsins að kvöldi þriðja júní. Davíð tók sérstaklega fram að Halldór Ásgrímsson væri honum sammála. Við forystumenn stjórnarandstöðunnar áttum fund með þeim báðum í Stjórnarráðinu um miðjan júní. Þar var samkomulag um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði fyrri part ágúst.Tíunda júní óskaði Davíð eftir því við forseta Íslands að hann gæfi út forsetabréf um að þing yrði kvatt saman fimmta júlí. Hann tjáði forsetanum að tilefni sumarþingsins væri að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fleiri ráðherrar en Davíð Oddsson lýstu yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf slíka yfirlýsingu í byrjun júlí. Varaformaður hans, Guðni Ágústsson, sem þjóðin öll sá hvernig engdist yfir málinu í Kastljósi sl. mánudagsvöld, hafði þá lýst hinu sama yfir degi fyrr. Geir H. Haarde, varaformaður Sjalfstæðisflokksins lýsti margsinnis yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði að fara fram. Hann túlkaði stjórnarskrána svo að það yrði að gerast innan tveggja mánaða frá yfirlýsingu forsetans. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í frægum pistli á vefsíðu sinni 3. júní, sem hann hefur að vísu margbreytt síðan, að það væri skylda ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, og eins fljótt og auðið væri. Allir þessir ráðherrar, fimm að tölu, hafa nú gengið á bak orða sinna um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um fjölmiðlalögin. Ástæðan er allri þjóðinni ljós. Þjóðaratkvæðagreiðslan var koltöpuð fyrir stjórninni. Þessvegna ákváð ríkisstjórnin að eyðileggja rétt þjóðarinnar til að segja álit sitt milliliðalaust á fjölmiðlalögunum einsog stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir. Aðferðin felst í því að draga fjölmiðlalögin frá í vor til baka og samþykkja jafnharðan ný lög, sem eru nánast einsog lögin frá í vor. Fjórum dögum áður en tillagan kom fram á þingi hafði Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, lýst fyrir Fréttablaðinu að fjarstæðukennt væri að ætla að þessi leið yrði farin, þar sem hún fæli að öllum líkindum í sér brot á stjórnarskránni. Björn Bjarnason kallaði þessa leið á vefsíðu sinni óbrúklega "brellu". Í alkunnri barnasögu stálu tröllin jólunum. En ríkisstjórnin getur ekki stolið frá þjóðinni réttinum til að segja álit sitt á fjölmiðlalögunum. Hafi hún ekki þrek til að axla úrskurð þjóðaratkvæðagreiðslu á hún að axla sín skinn. Ríkisstjórnin er hvort sem er orðin sálræn byrði á þjóðinni sem bíður eftir að geta hrist hana af sér við fyrsta tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir um að synji forseti lýðveldisins um staðfestingu laga skuli þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram eins fljótt og auðið er. Í stjórnarskránni er engin heimild til að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að eiga sér stað. Þetta var Davíð Oddssyni fullkomlega ljóst þegar forseti Íslands synjaði um staðfestingu fjölmiðlalaganna. Hann gaf við mörg tækifæri skýlausar yfirlýsingar um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Þannig var vart liðinn sólarhringur frá synjun forsetans þegar Davíð Oddsson lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu í Kastljósi sjónvarpsins að kvöldi þriðja júní. Davíð tók sérstaklega fram að Halldór Ásgrímsson væri honum sammála. Við forystumenn stjórnarandstöðunnar áttum fund með þeim báðum í Stjórnarráðinu um miðjan júní. Þar var samkomulag um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði fyrri part ágúst.Tíunda júní óskaði Davíð eftir því við forseta Íslands að hann gæfi út forsetabréf um að þing yrði kvatt saman fimmta júlí. Hann tjáði forsetanum að tilefni sumarþingsins væri að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fleiri ráðherrar en Davíð Oddsson lýstu yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf slíka yfirlýsingu í byrjun júlí. Varaformaður hans, Guðni Ágústsson, sem þjóðin öll sá hvernig engdist yfir málinu í Kastljósi sl. mánudagsvöld, hafði þá lýst hinu sama yfir degi fyrr. Geir H. Haarde, varaformaður Sjalfstæðisflokksins lýsti margsinnis yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði að fara fram. Hann túlkaði stjórnarskrána svo að það yrði að gerast innan tveggja mánaða frá yfirlýsingu forsetans. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í frægum pistli á vefsíðu sinni 3. júní, sem hann hefur að vísu margbreytt síðan, að það væri skylda ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, og eins fljótt og auðið væri. Allir þessir ráðherrar, fimm að tölu, hafa nú gengið á bak orða sinna um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um fjölmiðlalögin. Ástæðan er allri þjóðinni ljós. Þjóðaratkvæðagreiðslan var koltöpuð fyrir stjórninni. Þessvegna ákváð ríkisstjórnin að eyðileggja rétt þjóðarinnar til að segja álit sitt milliliðalaust á fjölmiðlalögunum einsog stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir. Aðferðin felst í því að draga fjölmiðlalögin frá í vor til baka og samþykkja jafnharðan ný lög, sem eru nánast einsog lögin frá í vor. Fjórum dögum áður en tillagan kom fram á þingi hafði Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, lýst fyrir Fréttablaðinu að fjarstæðukennt væri að ætla að þessi leið yrði farin, þar sem hún fæli að öllum líkindum í sér brot á stjórnarskránni. Björn Bjarnason kallaði þessa leið á vefsíðu sinni óbrúklega "brellu". Í alkunnri barnasögu stálu tröllin jólunum. En ríkisstjórnin getur ekki stolið frá þjóðinni réttinum til að segja álit sitt á fjölmiðlalögunum. Hafi hún ekki þrek til að axla úrskurð þjóðaratkvæðagreiðslu á hún að axla sín skinn. Ríkisstjórnin er hvort sem er orðin sálræn byrði á þjóðinni sem bíður eftir að geta hrist hana af sér við fyrsta tækifæri.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun