Tölvupóstur verður dulkóðaður 15. apríl 2005 00:01 Forsætisráðuneytið íhugar að dulkóða tölvupóst vegna hættu á að hann lendi í röngum höndum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að dæmi væru um að tölvupóstur sem innihéldi viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og ætlaður væri utanríkisráðuneytinu, bærist fyrir misskilning sendenda í hendur Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Fyrirtæki í eigu Láru átti lénið utn.is og það var stillt þannig að allur póstur sem sendur var á netföng sem enda á @utn.is barst í pósthólf Láru og gilti þá einu hver fyrri hluti netfangsins var. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is og Lára segir dæmi þess að hún hafi fengið send mjög viðkvæm mál, jafnvel erindi er varðað hafa öryggi landsins. Þrátt fyrir að Lára léti ráðuneytið vita af þessum netfangaruglingi strax árið 2001 var það ekki fyrr en í gær sem ráðuneytið gekk frá samkomulagi við Láru um kaup á léninu; eftir að Fréttablaðið bar fréttina undir Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann untanríkisráðherra. Alls heyra fjórtán ráðuneyti undir Stjórnarráð Íslands og í netföngum allra starfsmanna ráðuneytanna, nema umhverfisráðuneytisins og Hagstofunnar, kemur fyrir þriggja stafa skammstöfun sem sýnir í hvaða ráðuneyti viðkomandi starfar. Netföng starfsmanna forsætisráðuneytisins enda þannig á @for.stjr.is og netföng starfsmanna samgönguráðuneytisins enda á @sam.stjr.is. Sex ráðuneyti hafa keypt íslensku lénin þar sem þriggja stafa skammstöfun og kennileiti ráðuneytanna koma fyrir. Þannig á menntamálaráðuneytið mrn.is og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið á ivr.is. Í fjórum tilfellum eru lénin í eigu óskyldra aðila og tveimur lénanna er óráðstafað. Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upplýsingasamfélagsins sem heyrir undir forsætisráðuneytið, segir að út frá öryggissjónarmiði sé lausnin ekki að kaupa ný og ný lén til að koma í veg fyrir misskilning. "Við munum skoða þetta mál af þessu gefna tilefni en lausnin til lengri tíma litið er fólgin í að hægt verði að dulkóða tölvupóstinn. Það er auðvelt að koma því á innan ríkiskerfisins en kannski lengra í að það verði almennt í þjóðfélaginu. Öll umræða vekur menn til umhugsunar og ýtir á eftir verkefnum og því er vel hugsanlegt að þetta mál verði til að flýta því," segir Guðbjörg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Forsætisráðuneytið íhugar að dulkóða tölvupóst vegna hættu á að hann lendi í röngum höndum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að dæmi væru um að tölvupóstur sem innihéldi viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og ætlaður væri utanríkisráðuneytinu, bærist fyrir misskilning sendenda í hendur Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Fyrirtæki í eigu Láru átti lénið utn.is og það var stillt þannig að allur póstur sem sendur var á netföng sem enda á @utn.is barst í pósthólf Láru og gilti þá einu hver fyrri hluti netfangsins var. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is og Lára segir dæmi þess að hún hafi fengið send mjög viðkvæm mál, jafnvel erindi er varðað hafa öryggi landsins. Þrátt fyrir að Lára léti ráðuneytið vita af þessum netfangaruglingi strax árið 2001 var það ekki fyrr en í gær sem ráðuneytið gekk frá samkomulagi við Láru um kaup á léninu; eftir að Fréttablaðið bar fréttina undir Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann untanríkisráðherra. Alls heyra fjórtán ráðuneyti undir Stjórnarráð Íslands og í netföngum allra starfsmanna ráðuneytanna, nema umhverfisráðuneytisins og Hagstofunnar, kemur fyrir þriggja stafa skammstöfun sem sýnir í hvaða ráðuneyti viðkomandi starfar. Netföng starfsmanna forsætisráðuneytisins enda þannig á @for.stjr.is og netföng starfsmanna samgönguráðuneytisins enda á @sam.stjr.is. Sex ráðuneyti hafa keypt íslensku lénin þar sem þriggja stafa skammstöfun og kennileiti ráðuneytanna koma fyrir. Þannig á menntamálaráðuneytið mrn.is og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið á ivr.is. Í fjórum tilfellum eru lénin í eigu óskyldra aðila og tveimur lénanna er óráðstafað. Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upplýsingasamfélagsins sem heyrir undir forsætisráðuneytið, segir að út frá öryggissjónarmiði sé lausnin ekki að kaupa ný og ný lén til að koma í veg fyrir misskilning. "Við munum skoða þetta mál af þessu gefna tilefni en lausnin til lengri tíma litið er fólgin í að hægt verði að dulkóða tölvupóstinn. Það er auðvelt að koma því á innan ríkiskerfisins en kannski lengra í að það verði almennt í þjóðfélaginu. Öll umræða vekur menn til umhugsunar og ýtir á eftir verkefnum og því er vel hugsanlegt að þetta mál verði til að flýta því," segir Guðbjörg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira