Miami 1 - New Jersey 0 25. apríl 2005 00:01 Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap. Shaquille O´Neal, sem þótti tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla, stimplaði sig rækilega inn í leikinn og eftir tæplega tveggja mínútna leik var hann búinn að troða tvisvar sinnum yfir leikmenn Nets, sem virtust slegnir út af laginu frá fyrstu mínútu. Hetjuleg barátta Vince Carter og Jason Kidd hjá Nets mátti sín lítils gegn jafnri og fjölbreyttri sókn heimamanna og þeir höfðu þægilega forystu allan leikinn sem þeir létu aldrei af hendi. Damon Jones og Dwayne Wade áttu stórleik í liði Heat og svöruðu öllum áhlaupum Nets, sem virkuði einhæfir og hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Damon Jones hitti úr 10 af 12 skotum sínum utan af velli í leiknum, þar af 7 af 9 þriggja stiga skotum og skoraði 30 stig í leiknum. Það var persónulegt met hjá kappanum, sem þreifst á herbragði Nets, sem gekk út á að reyna að halda aftur af Shaquille O´Neal. Dwayne Wade setti einnig persónulegt met í leiknum með 32 stigum, en hann virtist geta skorað af vild og setti körfur í öllum regnbogans litum. Vince Carter átti ágætan leik fyrir Heat, skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst, en mátti sín lítils gegn jöfnu liði Heat. Jason Kidd hafði sig einnig mikið í frammi í sókn Nets, en hitti ill og endaði með 18 stig. "Við vissum að við þyrftum að passa þriggja stiga skotin hjá þeim, en það gekk ekki upp í dag. Við vitum að O´Neal krefst mikillar athygli í teignum, en við verðum að laga vörnina fyrir utan," sagði Vince Carter eftir leikinn. "Þetta er ekki Dwayne Wade sýniningin. Þetta er ekki Shaquille O´Neal sýningin. Þetta er tími Miami Heat," sagði Dwayne Wade hátíðlega eftir sigurinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 32 stig (8 stoðsendingar, 5 fráköst), Damon Jones 30 stig (hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum), Shaquille O´Neal 17 stig (11 fráköst), Udonis Haslem 11 stig (11 fráköst), Eddie Jones 10 stig, Christian Laettner 8 stig.Atkvæðamestir hjá New Jersey:Vince Carter 27 stig (10 fráköst, 8 stoðsendingar), Jason Kidd 18 stig (9 fráköst), Nenad Krstic 11 stig (8 fráköst), Travis Best 11 stig, Clifford Robinson 11 stig, Richard Jefferson 9 stig. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap. Shaquille O´Neal, sem þótti tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla, stimplaði sig rækilega inn í leikinn og eftir tæplega tveggja mínútna leik var hann búinn að troða tvisvar sinnum yfir leikmenn Nets, sem virtust slegnir út af laginu frá fyrstu mínútu. Hetjuleg barátta Vince Carter og Jason Kidd hjá Nets mátti sín lítils gegn jafnri og fjölbreyttri sókn heimamanna og þeir höfðu þægilega forystu allan leikinn sem þeir létu aldrei af hendi. Damon Jones og Dwayne Wade áttu stórleik í liði Heat og svöruðu öllum áhlaupum Nets, sem virkuði einhæfir og hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Damon Jones hitti úr 10 af 12 skotum sínum utan af velli í leiknum, þar af 7 af 9 þriggja stiga skotum og skoraði 30 stig í leiknum. Það var persónulegt met hjá kappanum, sem þreifst á herbragði Nets, sem gekk út á að reyna að halda aftur af Shaquille O´Neal. Dwayne Wade setti einnig persónulegt met í leiknum með 32 stigum, en hann virtist geta skorað af vild og setti körfur í öllum regnbogans litum. Vince Carter átti ágætan leik fyrir Heat, skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst, en mátti sín lítils gegn jöfnu liði Heat. Jason Kidd hafði sig einnig mikið í frammi í sókn Nets, en hitti ill og endaði með 18 stig. "Við vissum að við þyrftum að passa þriggja stiga skotin hjá þeim, en það gekk ekki upp í dag. Við vitum að O´Neal krefst mikillar athygli í teignum, en við verðum að laga vörnina fyrir utan," sagði Vince Carter eftir leikinn. "Þetta er ekki Dwayne Wade sýniningin. Þetta er ekki Shaquille O´Neal sýningin. Þetta er tími Miami Heat," sagði Dwayne Wade hátíðlega eftir sigurinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 32 stig (8 stoðsendingar, 5 fráköst), Damon Jones 30 stig (hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum), Shaquille O´Neal 17 stig (11 fráköst), Udonis Haslem 11 stig (11 fráköst), Eddie Jones 10 stig, Christian Laettner 8 stig.Atkvæðamestir hjá New Jersey:Vince Carter 27 stig (10 fráköst, 8 stoðsendingar), Jason Kidd 18 stig (9 fráköst), Nenad Krstic 11 stig (8 fráköst), Travis Best 11 stig, Clifford Robinson 11 stig, Richard Jefferson 9 stig.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira