Friðargæsluliðar aldrei í fríi 29. apríl 2005 00:01 Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra. Utanríkisráðherra sagði mikilvægt að hafa í huga að friðargæsluliðar væru tryggðir í starfi sínu. Hins vegar vonast hann til að við áfrýjun úrskurðar Trygggingastofnunar verði af meiri sanngirni. Til stendur að íslenskir friðargæsluliðar fari til starfa í Norður- og Vestur-Afganistan seinni hluta ársins og hefur verið auglýst eftir mönnum hjá lögreglunni og slökkviliðinu. Birgir Finnsson, yfirmaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir starfsmenn sjálfa taka ákvörðun um hvort þeir vilji fara til þeirra starfa. Friðargæslan fái hins vegar hjálp yfirmanna slökkviliðsins við að velja þá hæfustu úr hópi umsækjenda. Þeir sem svo verða fyrir valinu fái launalaust leyfi frá slökkviliðinu. Vernharð Guðnason, formaður Félags slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er ekki sáttur við að hans menn séu ekki í félaginu á meðan þeir sinna friðargæslustörfum. Hann segir að ljóst sé að afstaða friðagæslunnar sé sú að félagsmenn séu ekki í sínu fag- og stéttarfélagi. Það kalli á viðræður um það hvort það geti talist eðlilegt. Vernharð segir ekki þörf á sérkjarasamningum fyrir þá sem ákveði að ganga til liðs við friðargælsuna en hafa beri í huga störf hjá friðargælsunni séu ólík þeim störfum sem slökkviliðs- og lögreglumenn eru vanir. Réttindi félagsmanna í Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé alveg klár með samningum en störf í friðagæslu séu allt öðruvísi en dagleg störf þessara manna og friðargæslan sækist eftir sérþekkingu þeirra. Aðspurður um tryggingamál félagsmanna segir Verharð að þau séu nokkuð ljós eftir því sem hann best viti en ganga þurfi frá því að menn séu ekki í neinum vafa um hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Skoðun hans sé sú að það teljist ákaflega vafasamt að ætla mönnum að meta hver og einn í hvert skipti og ganga úr skugga um það við sína yfirboðara hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Hann telji það ófært. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra. Utanríkisráðherra sagði mikilvægt að hafa í huga að friðargæsluliðar væru tryggðir í starfi sínu. Hins vegar vonast hann til að við áfrýjun úrskurðar Trygggingastofnunar verði af meiri sanngirni. Til stendur að íslenskir friðargæsluliðar fari til starfa í Norður- og Vestur-Afganistan seinni hluta ársins og hefur verið auglýst eftir mönnum hjá lögreglunni og slökkviliðinu. Birgir Finnsson, yfirmaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir starfsmenn sjálfa taka ákvörðun um hvort þeir vilji fara til þeirra starfa. Friðargæslan fái hins vegar hjálp yfirmanna slökkviliðsins við að velja þá hæfustu úr hópi umsækjenda. Þeir sem svo verða fyrir valinu fái launalaust leyfi frá slökkviliðinu. Vernharð Guðnason, formaður Félags slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er ekki sáttur við að hans menn séu ekki í félaginu á meðan þeir sinna friðargæslustörfum. Hann segir að ljóst sé að afstaða friðagæslunnar sé sú að félagsmenn séu ekki í sínu fag- og stéttarfélagi. Það kalli á viðræður um það hvort það geti talist eðlilegt. Vernharð segir ekki þörf á sérkjarasamningum fyrir þá sem ákveði að ganga til liðs við friðargælsuna en hafa beri í huga störf hjá friðargælsunni séu ólík þeim störfum sem slökkviliðs- og lögreglumenn eru vanir. Réttindi félagsmanna í Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé alveg klár með samningum en störf í friðagæslu séu allt öðruvísi en dagleg störf þessara manna og friðargæslan sækist eftir sérþekkingu þeirra. Aðspurður um tryggingamál félagsmanna segir Verharð að þau séu nokkuð ljós eftir því sem hann best viti en ganga þurfi frá því að menn séu ekki í neinum vafa um hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Skoðun hans sé sú að það teljist ákaflega vafasamt að ætla mönnum að meta hver og einn í hvert skipti og ganga úr skugga um það við sína yfirboðara hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Hann telji það ófært.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira