Vilja einn rétt og ekkert svindl 1. maí 2005 00:01 Einn réttur - ekkert svindl er yfirskrift 1. maí í Reykjavík. Þar er vísað til ólöglegs innflutts vinnuafls og réttinda sem tryggð eiga vera í samningum. Um allt land fara fram hátíðahöld í tilefni dagsins en í Reykjavík stendur fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í borginni, BSRB, BHM, Kennarasambandið og Iðnnemasambandið fyrir dagskrá. Í yfirlýsingu frá þeim segir að stéttarfélög hafi sjaldan haft mikilvægara hlutverki að gegna en í dag og að verkefni þeirra hafi sjaldan verið umfangsmeiri. Þar er vísað til hnattvæðingarinnar, aukinnar markaðsvæðingar og stórfellds styrks fjármagnseigenda þar sem valdið hlaðist sífellt á færri hendur og teygi sig út fyrir mörk og íhlutunarrétt þjóðríkja. Undanfarin misseri hafi verið mikil brögð að því að atvinnurekendur notist við ólölegt erlent vinnuafl. Því sé brýnt að lög um útlendinga og réttindi þeirra verði samræmd um leið og sett verði lög um starfsmannaleigur. Þar verði kveðið á um að starfsfólk sem vinni hér taki laun eftir íslenskum kjarasamningum og njóti þeirra réttinda sem hér ríkja. Þá segir að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hafi sótt að kjörum, réttindum og aðbúnaði verkafólks við Kárahnjúka. Áhrifin þaðan hafi síðan breiðst út og fyrsta bylgjan þegar skollið á höfuðborgarsvæðinu í lægra kakupi og kjörum í byggingariðnaði og víðar. Frammi fyrir þessu standi ráðvilltir stjórnmálamenn og vekburða embættismannakerfi. Baráttan við Impregilo sýni gildi öflugra stéttarfélaga og þar megi ekki láta deigan síga. Í Reykjavík verður safnast saman á Skólavörðuholti klukkan eitt og gengið undir lúðrablæstri tveggja lúðrasveita að Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Þar verður tónlist í boði og fyrsti varaformaður Eflingar, formaður BSRB og formaður Iðnnemasambandsins flytja ávörp. Þá ætla femínistar að vera áberandi í göngunni með sinn bleika lit. Iðnnemar, Bandalag íslenskra námsmanna og Samband íslenskra námsmanna erlendis verða með hátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem aðgangur er ókeypis og ýmislegt til skemmtunar. Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, verða með hópkeyrslu frá Kaffivagninum á Granda klukkan 14.20. Og er þá aðeins fátt nefnt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Einn réttur - ekkert svindl er yfirskrift 1. maí í Reykjavík. Þar er vísað til ólöglegs innflutts vinnuafls og réttinda sem tryggð eiga vera í samningum. Um allt land fara fram hátíðahöld í tilefni dagsins en í Reykjavík stendur fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í borginni, BSRB, BHM, Kennarasambandið og Iðnnemasambandið fyrir dagskrá. Í yfirlýsingu frá þeim segir að stéttarfélög hafi sjaldan haft mikilvægara hlutverki að gegna en í dag og að verkefni þeirra hafi sjaldan verið umfangsmeiri. Þar er vísað til hnattvæðingarinnar, aukinnar markaðsvæðingar og stórfellds styrks fjármagnseigenda þar sem valdið hlaðist sífellt á færri hendur og teygi sig út fyrir mörk og íhlutunarrétt þjóðríkja. Undanfarin misseri hafi verið mikil brögð að því að atvinnurekendur notist við ólölegt erlent vinnuafl. Því sé brýnt að lög um útlendinga og réttindi þeirra verði samræmd um leið og sett verði lög um starfsmannaleigur. Þar verði kveðið á um að starfsfólk sem vinni hér taki laun eftir íslenskum kjarasamningum og njóti þeirra réttinda sem hér ríkja. Þá segir að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hafi sótt að kjörum, réttindum og aðbúnaði verkafólks við Kárahnjúka. Áhrifin þaðan hafi síðan breiðst út og fyrsta bylgjan þegar skollið á höfuðborgarsvæðinu í lægra kakupi og kjörum í byggingariðnaði og víðar. Frammi fyrir þessu standi ráðvilltir stjórnmálamenn og vekburða embættismannakerfi. Baráttan við Impregilo sýni gildi öflugra stéttarfélaga og þar megi ekki láta deigan síga. Í Reykjavík verður safnast saman á Skólavörðuholti klukkan eitt og gengið undir lúðrablæstri tveggja lúðrasveita að Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Þar verður tónlist í boði og fyrsti varaformaður Eflingar, formaður BSRB og formaður Iðnnemasambandsins flytja ávörp. Þá ætla femínistar að vera áberandi í göngunni með sinn bleika lit. Iðnnemar, Bandalag íslenskra námsmanna og Samband íslenskra námsmanna erlendis verða með hátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem aðgangur er ókeypis og ýmislegt til skemmtunar. Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, verða með hópkeyrslu frá Kaffivagninum á Granda klukkan 14.20. Og er þá aðeins fátt nefnt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira