Framkvæmdir gætu hafist 2007 14. maí 2005 00:01 Fulltrúar Norðuráls á Grundartanga, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í gærkvöldi samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík. Framkvæmdir gætu hafist árið 2007. Málið snýst um hvort nægilegri raforku sé hægt að koma í Helguvík en Hitaveita Suðurnesja mun í samstarfi við Orkuveituna og Landsvirkjun vinna að þeim málum. Júlíus Jónsson, forstjóri HItaveitu Reykjaness, segir stjórnendur Norðuráls þó ekki myndu hafa haft samband ef Helguvík væri ekki fýsilegur kostur. Hann hafi engar efasemdir um vilja Norðuráls til að byggja álver á þessum stað en málið snúist um það hvort það takist að útvega nægilega raforku til þess að álverið geti farið af stað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að um sé að ræða áhugavert sóknarfæri fyrir Reykjanesbæ og nágrannabyggðir. Þetta styrki undirstöðunar fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum gríðarlega mikið og skapi feiknarlega möguleika. Árni er bjartsýnn á að samningar náist. Hann telji að margar mjög góðar forsendur séu fyrir hendi. Menn hafi farið yfir hentugar staðsetningar fyrir álver á Suðvesturlandi og Helguvík komi þar mjög vel út. Árni segir að vel hafi verið gætt að umhverfissjónarmiðum. Rík áhersla sé lögð á að farið verði vel yfir þá þætti þannig að það sé tryggt að allt sem snúi að umhverfinu sé vel gert. Aðspurður hvort hann telji að fram undan sé barátta við önnur svæði um álver segir Árni að það þurfi ekki að vera. Hann telji að viðskiptasjónarmið ráði fyrst og fremst ferðinni, hvar góðar hafnir séu og mannskapur til að vinna í álveri og hvernig umhverfisskilyrðum sé fullnægt. Ef einhver annar staður reynist hentugri þá telji hann mjög skynsamlegt að velja þann stað. Helguvík sé hins vegar mjög góður staður. Það er að mörgu að huga og Ragnar Guðmundsson, famkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, segir að áður en framkvæmdir geti hafist þurfi að vinna umhverfismat fyrir álver og flutningsmannvirki á raforkunni og raforkuframleiðslunni. Þegar það liggi fyrir verði hægt að taka ákvörðun um hvort álver verði reist í Helguvík. Verkefnið er ekki ókeypis. Ragnar segir að kostnaður við mat á umhverfisáhrifum fyrir álver hlaupi á tugum milljóna króna en hann hafi ekki upplýsingar um það hvað það kosti fyrir virkjanir og flutningslínur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Sjá meira
Fulltrúar Norðuráls á Grundartanga, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í gærkvöldi samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík. Framkvæmdir gætu hafist árið 2007. Málið snýst um hvort nægilegri raforku sé hægt að koma í Helguvík en Hitaveita Suðurnesja mun í samstarfi við Orkuveituna og Landsvirkjun vinna að þeim málum. Júlíus Jónsson, forstjóri HItaveitu Reykjaness, segir stjórnendur Norðuráls þó ekki myndu hafa haft samband ef Helguvík væri ekki fýsilegur kostur. Hann hafi engar efasemdir um vilja Norðuráls til að byggja álver á þessum stað en málið snúist um það hvort það takist að útvega nægilega raforku til þess að álverið geti farið af stað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að um sé að ræða áhugavert sóknarfæri fyrir Reykjanesbæ og nágrannabyggðir. Þetta styrki undirstöðunar fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum gríðarlega mikið og skapi feiknarlega möguleika. Árni er bjartsýnn á að samningar náist. Hann telji að margar mjög góðar forsendur séu fyrir hendi. Menn hafi farið yfir hentugar staðsetningar fyrir álver á Suðvesturlandi og Helguvík komi þar mjög vel út. Árni segir að vel hafi verið gætt að umhverfissjónarmiðum. Rík áhersla sé lögð á að farið verði vel yfir þá þætti þannig að það sé tryggt að allt sem snúi að umhverfinu sé vel gert. Aðspurður hvort hann telji að fram undan sé barátta við önnur svæði um álver segir Árni að það þurfi ekki að vera. Hann telji að viðskiptasjónarmið ráði fyrst og fremst ferðinni, hvar góðar hafnir séu og mannskapur til að vinna í álveri og hvernig umhverfisskilyrðum sé fullnægt. Ef einhver annar staður reynist hentugri þá telji hann mjög skynsamlegt að velja þann stað. Helguvík sé hins vegar mjög góður staður. Það er að mörgu að huga og Ragnar Guðmundsson, famkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, segir að áður en framkvæmdir geti hafist þurfi að vinna umhverfismat fyrir álver og flutningsmannvirki á raforkunni og raforkuframleiðslunni. Þegar það liggi fyrir verði hægt að taka ákvörðun um hvort álver verði reist í Helguvík. Verkefnið er ekki ókeypis. Ragnar segir að kostnaður við mat á umhverfisáhrifum fyrir álver hlaupi á tugum milljóna króna en hann hafi ekki upplýsingar um það hvað það kosti fyrir virkjanir og flutningslínur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Sjá meira