Lengst í fríi á Norðurlöndum 15. maí 2005 00:01 Íslenskir þingmenn fá lengst sumarfrí allra þingmanna Norðurlandanna. Finnar fá styst frí, rúmar sex vikur, en Íslendingar rúmar tuttugu. Það er hefð á Alþingi Íslendinga að fresta þingi í maí. Þetta var víst upphaflega talið nauðsynlegt svo bændur í þingsölum kæmust heim í sauðburð og að sama skapi kemur þing ekki saman fyrr en í október á haustin svo allir séu nú búnir að heimta fé sitt af fjalli. Þetta fimm mánaða sumarfrí þýðir að það er oft handagangur í öskjunni á vorin eins og raunin varð nú. Halldór Blöndal þingforseti setti met í hraðafgreiðslu mála. En hvernig er þetta í löndunum sem við berum okkur sífellt saman við? Bæði norska Stórþinginu og danska Fólkaþinginu verður frestað á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, og stendur sumarfríið í fimmtán til sextán vikur, fram til 5. október hjá dönskum þingmönnum og 11. október hjá Norðmönnunum. Sænskir þingmenn fá heldur styttra frí, frá 18. júní til 13. september, það eru rúmar tólf vikur. Finnskir þingmenn fá þó styst sumarfrí allra, en síðasti þingfundur er boðaður 22. júní og þing kemur aftur saman 6. ágúst. Það eru ekki nema rúmar sex vikur. Íslenskir þingmenn fá því lengsta sumarfríið. Þingi var frestað 11. maí og að öllu óbreyttu kemur það aftur saman 1. október. Það gerir rúmar tuttugu vikur. Það skal tekið fram að færeyska þinginu var frestað í gær en ekki fengust skýr svör um hvenær það kemur saman á ný. Einn bóndi er á þingi. Það er Drífa Hjartardóttir frá Keldum, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Íslenskir þingmenn fá lengst sumarfrí allra þingmanna Norðurlandanna. Finnar fá styst frí, rúmar sex vikur, en Íslendingar rúmar tuttugu. Það er hefð á Alþingi Íslendinga að fresta þingi í maí. Þetta var víst upphaflega talið nauðsynlegt svo bændur í þingsölum kæmust heim í sauðburð og að sama skapi kemur þing ekki saman fyrr en í október á haustin svo allir séu nú búnir að heimta fé sitt af fjalli. Þetta fimm mánaða sumarfrí þýðir að það er oft handagangur í öskjunni á vorin eins og raunin varð nú. Halldór Blöndal þingforseti setti met í hraðafgreiðslu mála. En hvernig er þetta í löndunum sem við berum okkur sífellt saman við? Bæði norska Stórþinginu og danska Fólkaþinginu verður frestað á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, og stendur sumarfríið í fimmtán til sextán vikur, fram til 5. október hjá dönskum þingmönnum og 11. október hjá Norðmönnunum. Sænskir þingmenn fá heldur styttra frí, frá 18. júní til 13. september, það eru rúmar tólf vikur. Finnskir þingmenn fá þó styst sumarfrí allra, en síðasti þingfundur er boðaður 22. júní og þing kemur aftur saman 6. ágúst. Það eru ekki nema rúmar sex vikur. Íslenskir þingmenn fá því lengsta sumarfríið. Þingi var frestað 11. maí og að öllu óbreyttu kemur það aftur saman 1. október. Það gerir rúmar tuttugu vikur. Það skal tekið fram að færeyska þinginu var frestað í gær en ekki fengust skýr svör um hvenær það kemur saman á ný. Einn bóndi er á þingi. Það er Drífa Hjartardóttir frá Keldum, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira