Skuggaleg skuldaauking borgarinnar 17. maí 2005 00:01 "Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar en önnur umræða um ársreikning borgarinnar fyrir síðasta ár fór fram í gær. Við umræðuna sakaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Vilhjálm um að hafa farið með dylgjur við fyrri umræðu málsins og sagði Vilhjálm ekki hafa fært nein dæmi um þá óreiðu sem hann telur vera í þeim ársreikningi sem lagður var fram. Sagði hún að í orðum Vilhjálms fælust harðar ásakanir á alla þá óháðu endurskoðendur sem hann yfirfóru og aðra þá sem að honum komu. Vilhjálmur svaraði því til að tekið hefði verið fram í gagnrýni sinni að hún ætti við um yfirstjórn borgarmála, R-listann, en ekki aðra enda væri ábyrgð þar og hana þyrftu menn að axla. Sjálfstæðismenn benti á að á rúmum tíu árum hafi skuldir samstæðu borgarinnar í heild vaxið úr fjórum milljörðum króna í 56 milljarða á síðasta ári sem eitt og sér væri nógu slæmt en með tilliti til þess að tekjur borgarinnar á sama tíma hafi margfaldast sé þessi niðurstaða skuggaleg. Samkvæmt útreikningum á rekstrarniðurstöðu fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld á hvern íbúa á síðasta ári hafi Reykjavík, eitt sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sýnt neikvæða stöðu. Dæmin sýni þannig og sanni að stjórnsýsla R-listans sé í uppnámi Sjálfstæðismenn notuðu tækifærið áður en umræðan hófst og opnuðu svokallaða Skuldaklukku á vefsíðunni betriborg.is en sú klukka mælir skuldaaukningu borgarinnar í ýmsum tímaeiningum. Samkvæmt henni aukast skuldir heildarsamstæðu borgarinnar um rúmar 26 milljónir króna á hverjum degi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
"Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar en önnur umræða um ársreikning borgarinnar fyrir síðasta ár fór fram í gær. Við umræðuna sakaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Vilhjálm um að hafa farið með dylgjur við fyrri umræðu málsins og sagði Vilhjálm ekki hafa fært nein dæmi um þá óreiðu sem hann telur vera í þeim ársreikningi sem lagður var fram. Sagði hún að í orðum Vilhjálms fælust harðar ásakanir á alla þá óháðu endurskoðendur sem hann yfirfóru og aðra þá sem að honum komu. Vilhjálmur svaraði því til að tekið hefði verið fram í gagnrýni sinni að hún ætti við um yfirstjórn borgarmála, R-listann, en ekki aðra enda væri ábyrgð þar og hana þyrftu menn að axla. Sjálfstæðismenn benti á að á rúmum tíu árum hafi skuldir samstæðu borgarinnar í heild vaxið úr fjórum milljörðum króna í 56 milljarða á síðasta ári sem eitt og sér væri nógu slæmt en með tilliti til þess að tekjur borgarinnar á sama tíma hafi margfaldast sé þessi niðurstaða skuggaleg. Samkvæmt útreikningum á rekstrarniðurstöðu fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld á hvern íbúa á síðasta ári hafi Reykjavík, eitt sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sýnt neikvæða stöðu. Dæmin sýni þannig og sanni að stjórnsýsla R-listans sé í uppnámi Sjálfstæðismenn notuðu tækifærið áður en umræðan hófst og opnuðu svokallaða Skuldaklukku á vefsíðunni betriborg.is en sú klukka mælir skuldaaukningu borgarinnar í ýmsum tímaeiningum. Samkvæmt henni aukast skuldir heildarsamstæðu borgarinnar um rúmar 26 milljónir króna á hverjum degi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent