Alfreð vill flugvöllinn burt 2. júní 2005 00:01 Alfreð Þorsteinsson, Framsóknarflokki og borgarfulltrúi R-listans, telur tímabært að höggva á hnútinn um Reykjavíkurflugvöll og Vatnsmýrina. Hann vill reisa nýjan flugvöll á uppfyllingu við svonefnd Löngusker í Skerjafirði og segir það ekki kostnaðarsamara en að reisa orkuver á Hellisheiði. Alfreð telur ástæðu til að skoða nánar tillögur Sjálfstæðisflokksins um byggð á eyjunum við sundin norðan Reykjavíkur. "Hins vegar er alveg ljóst að þessi mál eru ekki næsta stóra viðfangsefnið á sviði skipulagsmála í Reykjavík. Þar hlýtur Vatnsmýrin að koma á undan. Hvorki Sjálfstæðiflokkurinn né R-listinn geta skotið sér undan því að taka afstöðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar." Alfreð segir ljóst að aldrei muni nást sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni til frambúðar, hvorki í núverandi mynd né smækkaðri. "Jafnljóst er að það er skylda Reykjavíkur sem höfuðborgar að greiðar flugsamgöngur séu í næsta nágrenni borgarinnar og þá er ég ekki að tala um Keflavíkurflugvöll heldur flugvöll sem staðsettur yrði nær höfuðborginni. Kostnaður við nýjan flugvöll ásamt landfyllingu og vegagerð gæti numið 10-20 milljörðum króna, en á móti koma tekjur af sölu lóða í Vatnsmýrinni langt umfram þennan kostnað," segir Alfreð. Hugmyndin um flugvöll á Lönguskerjum er ekki ný af nálinni, segir Alfreð og bendir á að framsóknarmenn hafi meðal annarra lagt fram hugmynd í þá veru í borgarstjórn fyrir um 30 árum. Einnig hafi Hrafn Gunnlaugsson gert henni skil í sjónvarpsmynd um framtíðarsýn sína um skipulag höfuðborgarinnar. "Þetta er einfaldlega skynsamlegt og arðsamt verkefni fyrir borgina og ríkið." Alfreð Þorsteinsson fjallar nánar um skipulagshugmyndir sínar, Sjálfstæðisflokkinn og fleira í viðtali við Fréttablaðið á morgun, laugardag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson, Framsóknarflokki og borgarfulltrúi R-listans, telur tímabært að höggva á hnútinn um Reykjavíkurflugvöll og Vatnsmýrina. Hann vill reisa nýjan flugvöll á uppfyllingu við svonefnd Löngusker í Skerjafirði og segir það ekki kostnaðarsamara en að reisa orkuver á Hellisheiði. Alfreð telur ástæðu til að skoða nánar tillögur Sjálfstæðisflokksins um byggð á eyjunum við sundin norðan Reykjavíkur. "Hins vegar er alveg ljóst að þessi mál eru ekki næsta stóra viðfangsefnið á sviði skipulagsmála í Reykjavík. Þar hlýtur Vatnsmýrin að koma á undan. Hvorki Sjálfstæðiflokkurinn né R-listinn geta skotið sér undan því að taka afstöðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar." Alfreð segir ljóst að aldrei muni nást sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni til frambúðar, hvorki í núverandi mynd né smækkaðri. "Jafnljóst er að það er skylda Reykjavíkur sem höfuðborgar að greiðar flugsamgöngur séu í næsta nágrenni borgarinnar og þá er ég ekki að tala um Keflavíkurflugvöll heldur flugvöll sem staðsettur yrði nær höfuðborginni. Kostnaður við nýjan flugvöll ásamt landfyllingu og vegagerð gæti numið 10-20 milljörðum króna, en á móti koma tekjur af sölu lóða í Vatnsmýrinni langt umfram þennan kostnað," segir Alfreð. Hugmyndin um flugvöll á Lönguskerjum er ekki ný af nálinni, segir Alfreð og bendir á að framsóknarmenn hafi meðal annarra lagt fram hugmynd í þá veru í borgarstjórn fyrir um 30 árum. Einnig hafi Hrafn Gunnlaugsson gert henni skil í sjónvarpsmynd um framtíðarsýn sína um skipulag höfuðborgarinnar. "Þetta er einfaldlega skynsamlegt og arðsamt verkefni fyrir borgina og ríkið." Alfreð Þorsteinsson fjallar nánar um skipulagshugmyndir sínar, Sjálfstæðisflokkinn og fleira í viðtali við Fréttablaðið á morgun, laugardag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Sjá meira