Margir sækjast eftir efsta sætinu 8. júní 2005 00:01 Allt eins getur farið að þrír eða fleiri muni keppa um fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í haust. Enginn hefur þó lýst því opinberlega yfir að hann gefi kost á sér til forystu fyrir flokkinn í Reykjavík að undanskildum Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita borgarstjórnarflokksins. "Ég leiði hópinn í dag og tel mig hafa ágæta þekkingu, reynslu og áhuga til að sinna því starfi vel og gef því kost á mér áfram," segir Vilhjálmur. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, er einn þeirra sem eru að íhuga framboð. "Ég hef notað undanfarna daga til að ræða við menn og konur og þær samræður hafa verið mjög ánægjulegar. Ég tek á næstunni endanlega ákvörðun," segir hann. Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi ætlar að taka þátt í prófkjörinu en segir óvíst hvort hann stefni á efsta sætið. "Það er ekki kominn sá tímapunktur fyrir mig að tilkynna að ég stefni á tiltekið sæti en ég stefni á eitthvert gott sæti og vona að ég fái stuðning í það," segir Gísli Marteinn. Fastlega er búist við því að Gísli Marteinn muni gefa kost á sér í efsta sætið og sama má segja um Júlíus Vífil ef hann tekur á annað borð þátt. Nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar borgarfulltrúa hefur einnig verið nefnt. Aðrir borgafulltrúar flokksins staðfestu í samtali við Fréttablaðið að þeir myndu taka þátt í prófkjörinu að Birni Bjarnasyni undanskildum en ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur. Enginn þeirra er þó talinn ætla að blanda sér í slaginn um efsta sætið eftir því sem næst verður komist enda ljóst að fyrir eru sterkir frambjóðendur sem munu ætla sér að leiða lista sjálfstæðismanna. Allur undirbúningur er þó á byrjunarstigi enda prófkjörið haldið í haust. Nokkur nöfn hafa einnig verið nefnd meðal nýrra frambjóðenda, þar á meðal nafn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur varaborgarfulltrúa sem sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri að íhuga alvarlega að gefa kost á sér. "Ég er að skoða málin þessa dagana," sagði Þorbjörg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Allt eins getur farið að þrír eða fleiri muni keppa um fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í haust. Enginn hefur þó lýst því opinberlega yfir að hann gefi kost á sér til forystu fyrir flokkinn í Reykjavík að undanskildum Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita borgarstjórnarflokksins. "Ég leiði hópinn í dag og tel mig hafa ágæta þekkingu, reynslu og áhuga til að sinna því starfi vel og gef því kost á mér áfram," segir Vilhjálmur. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, er einn þeirra sem eru að íhuga framboð. "Ég hef notað undanfarna daga til að ræða við menn og konur og þær samræður hafa verið mjög ánægjulegar. Ég tek á næstunni endanlega ákvörðun," segir hann. Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi ætlar að taka þátt í prófkjörinu en segir óvíst hvort hann stefni á efsta sætið. "Það er ekki kominn sá tímapunktur fyrir mig að tilkynna að ég stefni á tiltekið sæti en ég stefni á eitthvert gott sæti og vona að ég fái stuðning í það," segir Gísli Marteinn. Fastlega er búist við því að Gísli Marteinn muni gefa kost á sér í efsta sætið og sama má segja um Júlíus Vífil ef hann tekur á annað borð þátt. Nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar borgarfulltrúa hefur einnig verið nefnt. Aðrir borgafulltrúar flokksins staðfestu í samtali við Fréttablaðið að þeir myndu taka þátt í prófkjörinu að Birni Bjarnasyni undanskildum en ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur. Enginn þeirra er þó talinn ætla að blanda sér í slaginn um efsta sætið eftir því sem næst verður komist enda ljóst að fyrir eru sterkir frambjóðendur sem munu ætla sér að leiða lista sjálfstæðismanna. Allur undirbúningur er þó á byrjunarstigi enda prófkjörið haldið í haust. Nokkur nöfn hafa einnig verið nefnd meðal nýrra frambjóðenda, þar á meðal nafn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur varaborgarfulltrúa sem sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri að íhuga alvarlega að gefa kost á sér. "Ég er að skoða málin þessa dagana," sagði Þorbjörg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent