Sameinast verði um samgöngubætur 12. júní 2005 00:01 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að landsmenn eigi að sameinast um samgöngubætur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Kjördæmapot komi í veg fyrir að ráðist sé í átak sem dragi verulega úr banaslysum. Kjartan segir að slysatíðnin á vegunum í kringum Reykjavík sé mjög há og að hans mati sé mjög mikilvægt að breikka þá, að hafa tvær akreinar í hvora átt og aðskilja þannig umferð úr gagnstæðum áttum. Kostnaður við tjón á Suðurlandsvegi vegna árekstra á árinu 2003 nam rúmum einum milljarði króna. Með hliðsjón af því telur Kjartan að vegabætur myndu borga sig á fáum árum og því eigi að ráðast beint í tvöföldun Suðurlandsvegar sem og Vesturlandsvegar að loknum úrbótum á Reykjanesbraut en það sé ekki á áætlun og þess vegna þyrftu höfuðborgarbúar að styðja það að áætluninni verði breytt og farið verði í verkefnin strax og lokið verði við framkvæmdir við Reykjanesbraut. Aðspurður hvaða verkefnum eigi að sleppa í staðinn segir Kjartan að til dæmis væri hægt að hverfa frá gangagerð úti á landi sem kosti marga milljarða. Með þeim útgjöldum sé ekki verið að fækka slysum heldur tengja saman fámenn byggðarlög. Kjartan er talsmaður þess að setja arðsemi og öryggi á oddinn. Mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu og 120 kílómetra kafli á þjóðvegum næst höfuðborginni séu brýnustu verkefnin. Hann sé fjölfarinn, þar mætist bílar á miklum hraða og árekstrar verði alvarlegir. Hann vitnar í tölur frá rannsóknarnefnd umferðarslysa og segir að fimmtungur banaslysa í umferðinni verði vegna áreksturs bíla sem mætast og að 70 prósent þeirra slysa verði á þjóðvegunum nálægt höfuðborgarsvæðinu. Kjartan óttast ekki að skoðanir sínar spilli samstöðu höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar og bendir á að Suðurlandsvegur og Vesturlandsvegur séu ekki á höfuðborgarsvæðinu sjálfu en hann telji að allir landsmenn geti sameinast um það að vegafé renni fyrst og fremst til verkefna sem fækki umferðarslys. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að landsmenn eigi að sameinast um samgöngubætur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Kjördæmapot komi í veg fyrir að ráðist sé í átak sem dragi verulega úr banaslysum. Kjartan segir að slysatíðnin á vegunum í kringum Reykjavík sé mjög há og að hans mati sé mjög mikilvægt að breikka þá, að hafa tvær akreinar í hvora átt og aðskilja þannig umferð úr gagnstæðum áttum. Kostnaður við tjón á Suðurlandsvegi vegna árekstra á árinu 2003 nam rúmum einum milljarði króna. Með hliðsjón af því telur Kjartan að vegabætur myndu borga sig á fáum árum og því eigi að ráðast beint í tvöföldun Suðurlandsvegar sem og Vesturlandsvegar að loknum úrbótum á Reykjanesbraut en það sé ekki á áætlun og þess vegna þyrftu höfuðborgarbúar að styðja það að áætluninni verði breytt og farið verði í verkefnin strax og lokið verði við framkvæmdir við Reykjanesbraut. Aðspurður hvaða verkefnum eigi að sleppa í staðinn segir Kjartan að til dæmis væri hægt að hverfa frá gangagerð úti á landi sem kosti marga milljarða. Með þeim útgjöldum sé ekki verið að fækka slysum heldur tengja saman fámenn byggðarlög. Kjartan er talsmaður þess að setja arðsemi og öryggi á oddinn. Mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu og 120 kílómetra kafli á þjóðvegum næst höfuðborginni séu brýnustu verkefnin. Hann sé fjölfarinn, þar mætist bílar á miklum hraða og árekstrar verði alvarlegir. Hann vitnar í tölur frá rannsóknarnefnd umferðarslysa og segir að fimmtungur banaslysa í umferðinni verði vegna áreksturs bíla sem mætast og að 70 prósent þeirra slysa verði á þjóðvegunum nálægt höfuðborgarsvæðinu. Kjartan óttast ekki að skoðanir sínar spilli samstöðu höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar og bendir á að Suðurlandsvegur og Vesturlandsvegur séu ekki á höfuðborgarsvæðinu sjálfu en hann telji að allir landsmenn geti sameinast um það að vegafé renni fyrst og fremst til verkefna sem fækki umferðarslys.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira