Slíta öllu samstarfi við ráðherra 15. júní 2005 00:01 Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Formaður Kennarasambandsins segir að með þessu sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra sem hvorki ræði við kennara né svari ósk þeirra um viðræður vegna áformanna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að árangurslaust hafi verið leitað eftir viðræðum og viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við sjónarmiðum sambandsins vegna áforma um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Eiríkur segir að Þorgerður Katrín hafi ekki séð ástæðu til að svara nokkru og á meðan það ástand vari hafi henni verið sent bréf í gær þar sem tilkynnt er að Kennarasambandið og aðildarfélög þess dragi sig út úr öllu samstarfi vegna breytinga á stúdentsprófinu. „Við höfum ítrekað reynt að fá fund með ráðherra til að ræða okkar sjónarmið og koma þeim á framfæri. Ráðherra hefur ekki séð sér fært að hitta okkur. Við höfum fengið að hitta embættismenn á fundi sem lofuðu okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við ráðherra og lofuðu því jafnframt að við myndum fá viðbrögð. Þau viðbrögð höfum við ekki fengið þannig að þetta virðist vera einhliða frá henni og við sjáum ekki ástæðu til þess að setja okkar fólk í vinnu hjá ráðherra sem vill ekki hlusta á okkur,“ segir Eiríkur. Hann segir þessi vinnubrögð einsdæmi. „Ég er búinn að vera í forystusveit kennara í um 20 ár. Við höfum alltaf getað fengið fund með ráðherra til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri en þarna er ráðherra sem hvorki vill hlusta á okkur eða taka mark á okkur og þá sjáum við ekki ástæðu til þess að eiga samstarf við slíkan ráðherra.“ Formaður Kennarasambands Íslands bendir meðal annars á að eitt af aðildarfélögum sambandsins hafi óskað eftir fundi með ráðherra í febrúar í fyrra en ráðherra hafi ekki enn séð ástæðu til að svara því erindi. Hann segir í raun og veru sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra en ekki sé verið að segja að Kennarasambandið eigi að stjórna ráðherranum. Eiríkur nefnir Björn Bjarnason sem dæmi. Hægt hafi verið að hringja í hann eða skrifstofu hans og fundað hafi verið samdægurs eða daginn eftir. Erindi sambandsins hafi ekki alltaf náð í gegn en hlustað hafi verið á forsvarsmenn þess og rökrætt hafi verið um hlutina. Núverandi menntamálaráðherra hafi greinilega aðra skoðun og vilji hvorki hlusta á sambandið né taka á því mark. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu sem er stödd á fundi í Kaupmannahöfn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Formaður Kennarasambandsins segir að með þessu sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra sem hvorki ræði við kennara né svari ósk þeirra um viðræður vegna áformanna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að árangurslaust hafi verið leitað eftir viðræðum og viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við sjónarmiðum sambandsins vegna áforma um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Eiríkur segir að Þorgerður Katrín hafi ekki séð ástæðu til að svara nokkru og á meðan það ástand vari hafi henni verið sent bréf í gær þar sem tilkynnt er að Kennarasambandið og aðildarfélög þess dragi sig út úr öllu samstarfi vegna breytinga á stúdentsprófinu. „Við höfum ítrekað reynt að fá fund með ráðherra til að ræða okkar sjónarmið og koma þeim á framfæri. Ráðherra hefur ekki séð sér fært að hitta okkur. Við höfum fengið að hitta embættismenn á fundi sem lofuðu okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við ráðherra og lofuðu því jafnframt að við myndum fá viðbrögð. Þau viðbrögð höfum við ekki fengið þannig að þetta virðist vera einhliða frá henni og við sjáum ekki ástæðu til þess að setja okkar fólk í vinnu hjá ráðherra sem vill ekki hlusta á okkur,“ segir Eiríkur. Hann segir þessi vinnubrögð einsdæmi. „Ég er búinn að vera í forystusveit kennara í um 20 ár. Við höfum alltaf getað fengið fund með ráðherra til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri en þarna er ráðherra sem hvorki vill hlusta á okkur eða taka mark á okkur og þá sjáum við ekki ástæðu til þess að eiga samstarf við slíkan ráðherra.“ Formaður Kennarasambands Íslands bendir meðal annars á að eitt af aðildarfélögum sambandsins hafi óskað eftir fundi með ráðherra í febrúar í fyrra en ráðherra hafi ekki enn séð ástæðu til að svara því erindi. Hann segir í raun og veru sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra en ekki sé verið að segja að Kennarasambandið eigi að stjórna ráðherranum. Eiríkur nefnir Björn Bjarnason sem dæmi. Hægt hafi verið að hringja í hann eða skrifstofu hans og fundað hafi verið samdægurs eða daginn eftir. Erindi sambandsins hafi ekki alltaf náð í gegn en hlustað hafi verið á forsvarsmenn þess og rökrætt hafi verið um hlutina. Núverandi menntamálaráðherra hafi greinilega aðra skoðun og vilji hvorki hlusta á sambandið né taka á því mark. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu sem er stödd á fundi í Kaupmannahöfn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent