Vilja breyta eftirlaunalögum en deila um aðferðarfræði 12. apríl 2006 16:24 MYND/GVA Samstaða er um það meðal allra flokka á Alþingi að breyta löguum um eftirlaun stjórnmálamanna, en ágreiningur er um hversu langt á að ganga í málinu og hvort það þurfi að ná um það pólitískri samstöðu á þingi. Forsætisráðherra lýsti því yfir á þingi í gær að samið hefði verið frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum þannig að menn gætu ekki þegið eftirlaun samhliða fullu starfi á vegum ríkisins. Í drögum að frumvarpinu segir að ef enn hafi öðlast rétt til eftirlauna og taki við starfi á vegum hins opinbera komi launagreiðslur fyrir það starf til frádráttar þeim eftirlaunum sem menn eigi rétt á. Frumvarpið var kynnt fyrir forseta þingsins og formönnum flokkanna skömmu fyrir jól en þá náðist ekki þverpólitísk sátt um það. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, var stjórnarandstaðan mótfallin því að frumvarpið yrði keyrt í gegnum þingið skömmu fyrir jól. Ýmsar spurningar hafi vaknað, þar á meðal hvort hægt væri að taka réttinn af þeim sem þegar hefðu öðlast hann. Síðan þá hefur ekkert gerst í málinu en fulltrúar allra flokka á þingi sem fréttastofa ræddi við segjast vilja breyta lögunum. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd hafi árið 2003 flutt frumvarpið um breytingar á eftirlaum stjórnmálamanna sem samþykkt var og því telji hún eðlilegt að nefndin flytji líka breytingafrumvarpið svo fremi sem það náist þverpólitísk sátt í málinu. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur ekki þörf á þverpólitískri sátt og segir að þingmenn verði að þora að ræða lífeyrismál sín þrátt fyrir að skiptar skoðanir séu um málið. Í svipaðan streng tekur Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hún segir að stjórnarandstaðan hafi gert athugasemdir við frumvarpsdrögin en það sé nú gert við mörg mál sem stjórnarliðar flytji. Það hafi hingað til ekki orðið til þess aða stoppa stjórnarliða. Hún segir enn fremur að stjórnarandstaðan í málinu sé kannski innan stjórnarinnar frekar en í minnihlutanum á þingi, eins og tilfellið sé með Byggðastofnunarmál iðnaðarráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samstaða er um það meðal allra flokka á Alþingi að breyta löguum um eftirlaun stjórnmálamanna, en ágreiningur er um hversu langt á að ganga í málinu og hvort það þurfi að ná um það pólitískri samstöðu á þingi. Forsætisráðherra lýsti því yfir á þingi í gær að samið hefði verið frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum þannig að menn gætu ekki þegið eftirlaun samhliða fullu starfi á vegum ríkisins. Í drögum að frumvarpinu segir að ef enn hafi öðlast rétt til eftirlauna og taki við starfi á vegum hins opinbera komi launagreiðslur fyrir það starf til frádráttar þeim eftirlaunum sem menn eigi rétt á. Frumvarpið var kynnt fyrir forseta þingsins og formönnum flokkanna skömmu fyrir jól en þá náðist ekki þverpólitísk sátt um það. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, var stjórnarandstaðan mótfallin því að frumvarpið yrði keyrt í gegnum þingið skömmu fyrir jól. Ýmsar spurningar hafi vaknað, þar á meðal hvort hægt væri að taka réttinn af þeim sem þegar hefðu öðlast hann. Síðan þá hefur ekkert gerst í málinu en fulltrúar allra flokka á þingi sem fréttastofa ræddi við segjast vilja breyta lögunum. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd hafi árið 2003 flutt frumvarpið um breytingar á eftirlaum stjórnmálamanna sem samþykkt var og því telji hún eðlilegt að nefndin flytji líka breytingafrumvarpið svo fremi sem það náist þverpólitísk sátt í málinu. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur ekki þörf á þverpólitískri sátt og segir að þingmenn verði að þora að ræða lífeyrismál sín þrátt fyrir að skiptar skoðanir séu um málið. Í svipaðan streng tekur Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hún segir að stjórnarandstaðan hafi gert athugasemdir við frumvarpsdrögin en það sé nú gert við mörg mál sem stjórnarliðar flytji. Það hafi hingað til ekki orðið til þess aða stoppa stjórnarliða. Hún segir enn fremur að stjórnarandstaðan í málinu sé kannski innan stjórnarinnar frekar en í minnihlutanum á þingi, eins og tilfellið sé með Byggðastofnunarmál iðnaðarráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent