Endurgreiða gjöld og veita afslátt vegna stöðugleika í rekstri 13. apríl 2006 19:00 Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hyggst greiða til baka hluta af gjöldum bæjarbúa til sveitarfélagsins á þessu ári og veita afslátt af dagvistargjöldum út árið. Bæjarstjóri segir þetta gert vegna stöðugleika sem náðst hafi í rekstri sveitarfélagsins. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær að endurgreiða íbúum fimmtán prósent af fasteignagjöldum þessa árs. Þá var einnig ákveðið að veita 20 prósenta afslátt af dagvistargjöldum frá 1. maí ásamt því að hækka um sömu prósentu niðurgreiðslur til foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum. Þetta er gert vegna þess hve miklum rekstrarafgangi bæjarsjóður skilaði í fyrra. Hann nam um 151 milljón en það er 88 milljónum króna meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir ákvörðunin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en nú sé að nást ákveðið jafnvægi í rekstri bæjarins. Bæjarstjórnin hafi velt þessu fyrir sér eftir ársreikninginn 2004 en þá hafi verið ákveðið að bíða og sjá hvort stöðugleiki næðist áfram. Hann sé væntanlega kominn til að vera og því sé eðlilegt að bæjarbúar njóti þess árangurs sem náðst hafi í rekstrarniðurstöðu bæjarfélagsins. Lítum á dæmi af fjögurra manna fjölskyldu með tvö ung börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla, sem greiðir um hundrað þúsund krónur í fasteignagjöld. Breytingarnar þýða að hún greiðir um 67 þúsund krónum minna til bæjarfélagsins en upphaflega var áætlað á árinu. Ragnheiður segir endurgreiðsluna á fasteignagjöldum og dagvistunarafsláttinn kosta bæinn um 63 milljónir króna fram til áramóta. Aðspurð hvort ekki sé um að ræða kosningabragð hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem stutt sé í kosningar segir Ragnheiður að ársreikningurinn sé afgreiddur á þessum tíma árs og það vilji svo til að það séu kosningar í vor. Fólk verði bara að velta því fyrir sér. Hún vilji skoða þetta í ljósi ársreikningsins sem liggi fyrir og hún vilji óska Mosfellingum til hamingju með þann glaðning sem þeir eigi í vændum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hyggst greiða til baka hluta af gjöldum bæjarbúa til sveitarfélagsins á þessu ári og veita afslátt af dagvistargjöldum út árið. Bæjarstjóri segir þetta gert vegna stöðugleika sem náðst hafi í rekstri sveitarfélagsins. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær að endurgreiða íbúum fimmtán prósent af fasteignagjöldum þessa árs. Þá var einnig ákveðið að veita 20 prósenta afslátt af dagvistargjöldum frá 1. maí ásamt því að hækka um sömu prósentu niðurgreiðslur til foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum. Þetta er gert vegna þess hve miklum rekstrarafgangi bæjarsjóður skilaði í fyrra. Hann nam um 151 milljón en það er 88 milljónum króna meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir ákvörðunin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en nú sé að nást ákveðið jafnvægi í rekstri bæjarins. Bæjarstjórnin hafi velt þessu fyrir sér eftir ársreikninginn 2004 en þá hafi verið ákveðið að bíða og sjá hvort stöðugleiki næðist áfram. Hann sé væntanlega kominn til að vera og því sé eðlilegt að bæjarbúar njóti þess árangurs sem náðst hafi í rekstrarniðurstöðu bæjarfélagsins. Lítum á dæmi af fjögurra manna fjölskyldu með tvö ung börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla, sem greiðir um hundrað þúsund krónur í fasteignagjöld. Breytingarnar þýða að hún greiðir um 67 þúsund krónum minna til bæjarfélagsins en upphaflega var áætlað á árinu. Ragnheiður segir endurgreiðsluna á fasteignagjöldum og dagvistunarafsláttinn kosta bæinn um 63 milljónir króna fram til áramóta. Aðspurð hvort ekki sé um að ræða kosningabragð hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem stutt sé í kosningar segir Ragnheiður að ársreikningurinn sé afgreiddur á þessum tíma árs og það vilji svo til að það séu kosningar í vor. Fólk verði bara að velta því fyrir sér. Hún vilji skoða þetta í ljósi ársreikningsins sem liggi fyrir og hún vilji óska Mosfellingum til hamingju með þann glaðning sem þeir eigi í vændum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent