Fagna hugmyndum um að draga úr þenslu 27. júní 2006 18:00 Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. Ríkisstjórninn samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar tillögur sem miða að því að draga úr þenslu. Ætlunin er að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs tímabundið í 80 prósent og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 og verður útboðum og upphafi nýrra framkvæmda á vegum ríkisins frestað. Þá hyggjast stjórnvöld ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga og stærstu sveitarfélög um að draga úr fjárfestingum þeirra á þessu ári. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að tryggt sé að Íbúðalánasjóður verði hluti af hagstjórnartækjum yfirvalda. Hann segir að á hinn bóginn lítist honum ágætlega á það að framkvæmdum sé frestað eins og hægt sé. Stóru tölurnar liggi hins vegar í íbúðaframkvæmdum og það muni vega mjög þungt í baráttunni við verðbólgu að verð á fasteignum hætti að hækka. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ segir aðgerðir yfirvalda mjög mikilvægar í verðbólgubaráttunni og mildilega sé gengið að Íbúðalánasjóði. Ef gengið hefði verið mjög hart fram þá hefði það getað haft örlagaríkar afleiðingar fyrir það fólk sem hafi verið að kaupa sér íbúðir á síðustu tveimur árum þar sem íbúðaverð hafi rokið upp. Slík ákvörðun hefði vætanlega haft í för með sér verulega lækkun á húsnæðisverði. Vilhjálmur og Grétar telja báðir að verðbólgan verði ekki komin niður að markmiði Seðlabankans fyrr en seint á næsta ári og segja aðgerðirnar gott skref í framhaldi af samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Aðspurður hvort aðgerðirnar séu nægar segir Vilhjálmur að þetta sé mjög gott fyrsta skref og svo skuli menn sjá til. Grétar segir að væntanlega muni ríkisstjórnin endurskoða hugmyndirnar þegar líði á sumarið eða í haust en þær hafi veroið mikilvægar og mikilvægt að þær hafi komið fram nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. Ríkisstjórninn samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar tillögur sem miða að því að draga úr þenslu. Ætlunin er að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs tímabundið í 80 prósent og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 og verður útboðum og upphafi nýrra framkvæmda á vegum ríkisins frestað. Þá hyggjast stjórnvöld ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga og stærstu sveitarfélög um að draga úr fjárfestingum þeirra á þessu ári. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að tryggt sé að Íbúðalánasjóður verði hluti af hagstjórnartækjum yfirvalda. Hann segir að á hinn bóginn lítist honum ágætlega á það að framkvæmdum sé frestað eins og hægt sé. Stóru tölurnar liggi hins vegar í íbúðaframkvæmdum og það muni vega mjög þungt í baráttunni við verðbólgu að verð á fasteignum hætti að hækka. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ segir aðgerðir yfirvalda mjög mikilvægar í verðbólgubaráttunni og mildilega sé gengið að Íbúðalánasjóði. Ef gengið hefði verið mjög hart fram þá hefði það getað haft örlagaríkar afleiðingar fyrir það fólk sem hafi verið að kaupa sér íbúðir á síðustu tveimur árum þar sem íbúðaverð hafi rokið upp. Slík ákvörðun hefði vætanlega haft í för með sér verulega lækkun á húsnæðisverði. Vilhjálmur og Grétar telja báðir að verðbólgan verði ekki komin niður að markmiði Seðlabankans fyrr en seint á næsta ári og segja aðgerðirnar gott skref í framhaldi af samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Aðspurður hvort aðgerðirnar séu nægar segir Vilhjálmur að þetta sé mjög gott fyrsta skref og svo skuli menn sjá til. Grétar segir að væntanlega muni ríkisstjórnin endurskoða hugmyndirnar þegar líði á sumarið eða í haust en þær hafi veroið mikilvægar og mikilvægt að þær hafi komið fram nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent