Aðgerða er þörf á Íslandi Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 13. júní 2007 05:00 Sterkar vísbendingar eru um að breytingar séu að verða í íslenkri náttúru vegna hlýnunar andrúmslofts og sjávar. Frá Vestmannaeyjum berast þau tíðindi að allt stefni í að lundavarp bregðist í ár vegna þess hve lítið er af æti í sjónum. Sumir telja að krían verpi lítið og seint af sömu ástæðum. Erfitt er að staðhæfa að þessi þróun sé að verða vegna hlýnunar loftslags en engu að síður láta sérfróðir vísindamenn hafa eftir sér að sú sé líklegasta skýringin. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) vakti nýlega athygli á því að sterkar vísbendingar væru um að breytingar væru að verða á vistkerfum í hafi vegna hlýnunar, m.a. hefðu orðið breytingar á útbreiðslu þörunga, svifs og fisktegunda. Aðrar afleiðingar sem lítið hefur verið fjallað um kunna að fylgja. Meðal þeirra eru breytingar á sýrustigi sjávar en upptaka sjávar á koltvísýringi eykst með styrki hans í lofti. Áhrif súrnunar á lífríki hafsins er dæmi um afleiðingar loftslagsbreytinga sem enn eru tiltölulega lítt þekktar, en ljóst er að súrnun er neikvæð fyrir skeldýr og tegundir sem eru háðar þeim. Vegna óvissu á þessum sviðum er ljóst að betri þekkingar er þörf. Brátt tekur til starfa á vegum umhverfisráðuneytisins vísindanefnd sem verður falið að skoða afleiðingar loftslagsbreytinga hér á landi og er stefnt að því að hún skili niðurstöðum sínum næsta vor. Sérfræðinganefnd um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi hefur þegar verið skipuð. Þekking krefst viðbragðaÞrátt fyrir óvissu um nákvæm áhrif loftslagsbreytinga hér á landi þá ríkir engin óvissa um það að loftslagshlýnun er að eiga sér stað. Þess vegna verður að bregðast við breytingunum af krafti. Íslendingar þurfa að vera leiðandi í umræðunni á heimsvísu. Nýverið leiddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra umræður um loftslagsmál á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar var samhljóma álit manna að Norðurlöndin ættu að gegna lykilhlutverki í að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009. Íslendingar geta einnig gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavísu með útflutningi á íslensku hugviti á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsvænnar tækni. Við höfum verið leiðandi á sviði jarðhitanýtingar og höfum t.d. rekið Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna um árabil. Einnig hafa íslensk fyrirtæki starfað að margvíslegum verkefnum á erlendri grund. Mikilvægt er að Íslendingar verði áfram í fararbroddi á þessu sviði og efli enn frekar þróunarsamvinnu og útrás íslenskra fyrirtækja á þessu sviði. Hagrænir hvatarHeima fyrir þurfum við að gæta þess að fylgja þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur með undirritun Kyoto-bókunarinnar. Við þurfum einnig að stuðla að því að olíunotkun í sjávarútvegi minnki og að einstaklingar og fyrirtæki velji sér umhverfisvænni fararmáta. Notkun olíu hefur aukist stöðugt hér á landi undanfarin ár og er nú um 900 þúsund tonn en var 700 þúsund tonn fyrir sautján árum. Af þessari olíu notar bílaflotinn mest. Sé miðað við mannfjölda þá nota Íslendingar svipað magn jarðefnaeldsneytis og aðrar þjóðir OECD-ríkjanna. Koltvísýringslosun hér á landi er því mikil þrátt fyrir hátt hlutfall endurnýjanlegrar orkugjafa. Við getum hvatt almenning til að nota umhverfisvænni ferðamáta með því að efla almenningssamgöngur. Þá er einnig mikilvægt að hygla umhverfisvænum bílum með hagrænum hvötum á kostnað þeirra sem menga meira. Það kerfi sem nú er við lýði í álögum á eldsneyti og bíla er úrelt. Því þurfum við að endurskoða álögur á eldsneyti og gjöld á bifreiðar með það fyrir augum að gera sparneytnar bifreiðar og loftslagsvænt eldsneyti ódýrara. Eins má grípa til aðgerða eins og að efla rannsóknir á sviði vistvænna farartækja og skipa, framlengja afslætti og niðurfellingu af vörugjöldum vistvænni bifreiða og halda gjöldum á vistvænu eldsneyti í lágmarki. Mikilvægt er að stjórnvöld og almenningur sameinist um að leggja lóð á vogarskálarnar til að hægja á loftslagsbreytingum. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að breytingar séu að verða í íslenkri náttúru vegna hlýnunar andrúmslofts og sjávar. Frá Vestmannaeyjum berast þau tíðindi að allt stefni í að lundavarp bregðist í ár vegna þess hve lítið er af æti í sjónum. Sumir telja að krían verpi lítið og seint af sömu ástæðum. Erfitt er að staðhæfa að þessi þróun sé að verða vegna hlýnunar loftslags en engu að síður láta sérfróðir vísindamenn hafa eftir sér að sú sé líklegasta skýringin. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) vakti nýlega athygli á því að sterkar vísbendingar væru um að breytingar væru að verða á vistkerfum í hafi vegna hlýnunar, m.a. hefðu orðið breytingar á útbreiðslu þörunga, svifs og fisktegunda. Aðrar afleiðingar sem lítið hefur verið fjallað um kunna að fylgja. Meðal þeirra eru breytingar á sýrustigi sjávar en upptaka sjávar á koltvísýringi eykst með styrki hans í lofti. Áhrif súrnunar á lífríki hafsins er dæmi um afleiðingar loftslagsbreytinga sem enn eru tiltölulega lítt þekktar, en ljóst er að súrnun er neikvæð fyrir skeldýr og tegundir sem eru háðar þeim. Vegna óvissu á þessum sviðum er ljóst að betri þekkingar er þörf. Brátt tekur til starfa á vegum umhverfisráðuneytisins vísindanefnd sem verður falið að skoða afleiðingar loftslagsbreytinga hér á landi og er stefnt að því að hún skili niðurstöðum sínum næsta vor. Sérfræðinganefnd um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi hefur þegar verið skipuð. Þekking krefst viðbragðaÞrátt fyrir óvissu um nákvæm áhrif loftslagsbreytinga hér á landi þá ríkir engin óvissa um það að loftslagshlýnun er að eiga sér stað. Þess vegna verður að bregðast við breytingunum af krafti. Íslendingar þurfa að vera leiðandi í umræðunni á heimsvísu. Nýverið leiddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra umræður um loftslagsmál á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar var samhljóma álit manna að Norðurlöndin ættu að gegna lykilhlutverki í að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009. Íslendingar geta einnig gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavísu með útflutningi á íslensku hugviti á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsvænnar tækni. Við höfum verið leiðandi á sviði jarðhitanýtingar og höfum t.d. rekið Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna um árabil. Einnig hafa íslensk fyrirtæki starfað að margvíslegum verkefnum á erlendri grund. Mikilvægt er að Íslendingar verði áfram í fararbroddi á þessu sviði og efli enn frekar þróunarsamvinnu og útrás íslenskra fyrirtækja á þessu sviði. Hagrænir hvatarHeima fyrir þurfum við að gæta þess að fylgja þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur með undirritun Kyoto-bókunarinnar. Við þurfum einnig að stuðla að því að olíunotkun í sjávarútvegi minnki og að einstaklingar og fyrirtæki velji sér umhverfisvænni fararmáta. Notkun olíu hefur aukist stöðugt hér á landi undanfarin ár og er nú um 900 þúsund tonn en var 700 þúsund tonn fyrir sautján árum. Af þessari olíu notar bílaflotinn mest. Sé miðað við mannfjölda þá nota Íslendingar svipað magn jarðefnaeldsneytis og aðrar þjóðir OECD-ríkjanna. Koltvísýringslosun hér á landi er því mikil þrátt fyrir hátt hlutfall endurnýjanlegrar orkugjafa. Við getum hvatt almenning til að nota umhverfisvænni ferðamáta með því að efla almenningssamgöngur. Þá er einnig mikilvægt að hygla umhverfisvænum bílum með hagrænum hvötum á kostnað þeirra sem menga meira. Það kerfi sem nú er við lýði í álögum á eldsneyti og bíla er úrelt. Því þurfum við að endurskoða álögur á eldsneyti og gjöld á bifreiðar með það fyrir augum að gera sparneytnar bifreiðar og loftslagsvænt eldsneyti ódýrara. Eins má grípa til aðgerða eins og að efla rannsóknir á sviði vistvænna farartækja og skipa, framlengja afslætti og niðurfellingu af vörugjöldum vistvænni bifreiða og halda gjöldum á vistvænu eldsneyti í lágmarki. Mikilvægt er að stjórnvöld og almenningur sameinist um að leggja lóð á vogarskálarnar til að hægja á loftslagsbreytingum. Höfundur er umhverfisráðherra.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun