Fagra Ísland - dagur fimm Ögmundur Jónasson skrifar 29. júní 2007 06:00 Samkvæmt umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, er ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosningabaráttunni var hamrað á því að næstu fimm árin yrði stóriðjustopp ef Samfylkingin kæmist til valda. Nú bregður svo við að eftir að Samfylkingin tekur við iðnaðar- og umhverfisráðuneytum í nýrri ríkisstjórn hefur atgangurinn í stóriðjumálum aukist fremur en hitt. Hver stóriðjudagurinn hefur komið á fætur öðrum. Strax á degi tvö kom í ljós að allt var ófrágengið varðandi friðun Þjórsárvera, á þriðja stóriðjudeginum var undirritaður orkusamningur til álvers í Helguvík, á fjórða degi kom í ljós að Samfylkingin var tilbúin að virða niðurstöðu íbúakosninga í Hafnarfirði að vettugi en nú á stóriðjudegi fimm er það Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sem á senuna. Skýringuna er að finna í viðtali á Stöð tvö 25. júní sl. Þar segir umhverfisráðherrann enga ástæðu til þess að ríkisstjórnin skipti sér að því hvernig Landsvirkjun svari ósk Alcans um framlengingu á raforkusamningi sem gerður var vegna stækkunar í Straumsvík! Í innagangi að fréttinni vekur fréttastofan athygli á því að svar Landsvirkjunar „gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir á landinu á næstu árum“. Í viðtalinu segist umhverfisráðherrann ekkert hafa kynnt sér málið enda sé þetta „bara samningar á milli Landsvirkjunar og fyrirtækisins...“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður: En finnst þér ekki að ríkisstjórnin eigi að koma að þessu? Þórunn Sveinbjarnardóttir: Hvers vegna ætti hún að gera það? Kristján:Þetta snertir virkjanir og hugsanlega álver á nýjum stað? Þórunn Sveinbjarnardóttir: Landsvirkjun og Alcan eru bara fyrirtæki á markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum samningum eins og aðrir. Svona talar umhverfisráðherra Samfylkingarinnar, sem kosinn var á þing með fyrirheitum um stóriðjustopp í fimm ár. Að sjálfsögðu veit ráðherrann að Landsvirkjun er ekki „bara fyrirtæki á markaði“. Landsvirkjun er í reynd hluti af ríkisvaldinu. Hún er í eigu þjóðarinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar, þar á meðal umhverfisráðherra og annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar á Alþingi; þeirra sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, er ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosningabaráttunni var hamrað á því að næstu fimm árin yrði stóriðjustopp ef Samfylkingin kæmist til valda. Nú bregður svo við að eftir að Samfylkingin tekur við iðnaðar- og umhverfisráðuneytum í nýrri ríkisstjórn hefur atgangurinn í stóriðjumálum aukist fremur en hitt. Hver stóriðjudagurinn hefur komið á fætur öðrum. Strax á degi tvö kom í ljós að allt var ófrágengið varðandi friðun Þjórsárvera, á þriðja stóriðjudeginum var undirritaður orkusamningur til álvers í Helguvík, á fjórða degi kom í ljós að Samfylkingin var tilbúin að virða niðurstöðu íbúakosninga í Hafnarfirði að vettugi en nú á stóriðjudegi fimm er það Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sem á senuna. Skýringuna er að finna í viðtali á Stöð tvö 25. júní sl. Þar segir umhverfisráðherrann enga ástæðu til þess að ríkisstjórnin skipti sér að því hvernig Landsvirkjun svari ósk Alcans um framlengingu á raforkusamningi sem gerður var vegna stækkunar í Straumsvík! Í innagangi að fréttinni vekur fréttastofan athygli á því að svar Landsvirkjunar „gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir á landinu á næstu árum“. Í viðtalinu segist umhverfisráðherrann ekkert hafa kynnt sér málið enda sé þetta „bara samningar á milli Landsvirkjunar og fyrirtækisins...“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður: En finnst þér ekki að ríkisstjórnin eigi að koma að þessu? Þórunn Sveinbjarnardóttir: Hvers vegna ætti hún að gera það? Kristján:Þetta snertir virkjanir og hugsanlega álver á nýjum stað? Þórunn Sveinbjarnardóttir: Landsvirkjun og Alcan eru bara fyrirtæki á markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum samningum eins og aðrir. Svona talar umhverfisráðherra Samfylkingarinnar, sem kosinn var á þing með fyrirheitum um stóriðjustopp í fimm ár. Að sjálfsögðu veit ráðherrann að Landsvirkjun er ekki „bara fyrirtæki á markaði“. Landsvirkjun er í reynd hluti af ríkisvaldinu. Hún er í eigu þjóðarinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar, þar á meðal umhverfisráðherra og annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar á Alþingi; þeirra sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun