Réttlæting á mistökum Sigurjón Þórðarson skrifar 13. júlí 2007 06:00 Ekki er um það deilt að núverandi stjórn fiskveiða hefur alls ekki gengið eins og til var ætlast. Þegar kvótakerfinu var hleypt af stokkunum var ætlunin að byggja upp þorskstofninn á örfáum árum til þess að fá 400 til 500 þúsund tonna jafnstöðuafla en á næsta fiskveiðiári er boðað að aflinn verði 130 þúsund tonn eins og kunnugt er. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um það hvers vegna ekki hefur gengið sem skyldi þrátt fyrir að þjóðin hafi fært miklar fórnir í formi minni afla, minni verðmæta og mikillar byggðaröskunar. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins og þeir sérfræðingar sem ráða för halda því fram að ástæðan fyrir árangursleysinu sé að fyrirrennarar Einars Kristins Guðfinnssonar og samflokksmenn hafi ekki farið að ráðgjöf Hafró. Þessar fullyrðingar eru endurteknar í sífellu þótt enginn hafi mótmælt þeirri staðreynd að stjórnvöld hafa á síðustu 10 árum farið 94,5% að ráðgjöfinni, sem er innan skekkjumarka. Það sem er átakanlegt við stöðu mála er að veigamikil líffræðileg rök styðja að grundvöllur núverandi stýringar sé veikur og standist ekki gagnrýna skoðun. Helsta haldreipi og rökstuðningur stjórnmálamanna, s.s. líffræðingsins Össurar Skarphéðinssonar, fyrir því að fylgja eigi ráðgjöf Hafró er ný skýrsla Hagfræðistofnunar um aflareglu fyrir þorskinn. Hvað yrði sagt ef helstu líffræðileg rök fyrir nýtingu annarra villtra dýrastofna, s.s. rjúpunnar og gæsarinnar, væru skýrslur Hagfræðistofnunar? Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt eina krónu í að ganga úr skugga um hvort gagnrýnin á núverandi stjórnun sé rétt og hvort þær kenningar og aðferðir sem unnið hefur verið með í tvo áratugi án árangurs séu ekki vænlegar til árangurs. Ef allt væri með felldu myndu bæði sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson og ráðherra byggðamála Össur Skarphéðinsson reyna eftir öllum leiðum að komast hjá því að ganga svo hart gegn sjómönnum og sjávarbyggðum landsins. Þau rök sem heyrst hafa að þjóðin sé núna í færum til að standa af sér erfiðleikatímabil eru haldlaus gagnvart þeim einstaklingum sem hafa lagt mikið undir til að hafa lífsviðurværi sitt af sjósókn. Það er engu líkara en að kerfið og stjórnvöld séu í ákveðinni sjálfheldu og vilji alls ekki leitast við að komast út úr þeim ógöngum sem stjórn fiskveiða er komin í en með því væru sérfræðingar og stjórnmálamenn að einhverju marki að viðurkenna að fórnir liðinna ára hefðu verið færðar til einskis. Sérfræðingar og stjórnmálamenn þyrftu að kyngja því að hafa haft rangt fyrir sér en gætu þá vonandi huggað sig við að hafa unnið eftir bestu samvisku. Ég geri þá siðferðilegu kröfu til sjávarútvegs- og byggðamálaráðherra að ganga úr skugga um að mögulegt sé að fara vægari leiðir en að beita þeim harkalega niðurskurði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafa boðað gegn sjávarbyggðum landsins. Hingað til hefur veigamiklum rökum verið svarað með þögn og þumbarahætti, og ekki einni krónu hefur verið varið til rannsókna sem gætu leitt í ljós að þær kenningar sem unnið hefur verið með væru byggðar á sandi. Höfundur er líffræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ekki er um það deilt að núverandi stjórn fiskveiða hefur alls ekki gengið eins og til var ætlast. Þegar kvótakerfinu var hleypt af stokkunum var ætlunin að byggja upp þorskstofninn á örfáum árum til þess að fá 400 til 500 þúsund tonna jafnstöðuafla en á næsta fiskveiðiári er boðað að aflinn verði 130 þúsund tonn eins og kunnugt er. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um það hvers vegna ekki hefur gengið sem skyldi þrátt fyrir að þjóðin hafi fært miklar fórnir í formi minni afla, minni verðmæta og mikillar byggðaröskunar. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins og þeir sérfræðingar sem ráða för halda því fram að ástæðan fyrir árangursleysinu sé að fyrirrennarar Einars Kristins Guðfinnssonar og samflokksmenn hafi ekki farið að ráðgjöf Hafró. Þessar fullyrðingar eru endurteknar í sífellu þótt enginn hafi mótmælt þeirri staðreynd að stjórnvöld hafa á síðustu 10 árum farið 94,5% að ráðgjöfinni, sem er innan skekkjumarka. Það sem er átakanlegt við stöðu mála er að veigamikil líffræðileg rök styðja að grundvöllur núverandi stýringar sé veikur og standist ekki gagnrýna skoðun. Helsta haldreipi og rökstuðningur stjórnmálamanna, s.s. líffræðingsins Össurar Skarphéðinssonar, fyrir því að fylgja eigi ráðgjöf Hafró er ný skýrsla Hagfræðistofnunar um aflareglu fyrir þorskinn. Hvað yrði sagt ef helstu líffræðileg rök fyrir nýtingu annarra villtra dýrastofna, s.s. rjúpunnar og gæsarinnar, væru skýrslur Hagfræðistofnunar? Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt eina krónu í að ganga úr skugga um hvort gagnrýnin á núverandi stjórnun sé rétt og hvort þær kenningar og aðferðir sem unnið hefur verið með í tvo áratugi án árangurs séu ekki vænlegar til árangurs. Ef allt væri með felldu myndu bæði sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson og ráðherra byggðamála Össur Skarphéðinsson reyna eftir öllum leiðum að komast hjá því að ganga svo hart gegn sjómönnum og sjávarbyggðum landsins. Þau rök sem heyrst hafa að þjóðin sé núna í færum til að standa af sér erfiðleikatímabil eru haldlaus gagnvart þeim einstaklingum sem hafa lagt mikið undir til að hafa lífsviðurværi sitt af sjósókn. Það er engu líkara en að kerfið og stjórnvöld séu í ákveðinni sjálfheldu og vilji alls ekki leitast við að komast út úr þeim ógöngum sem stjórn fiskveiða er komin í en með því væru sérfræðingar og stjórnmálamenn að einhverju marki að viðurkenna að fórnir liðinna ára hefðu verið færðar til einskis. Sérfræðingar og stjórnmálamenn þyrftu að kyngja því að hafa haft rangt fyrir sér en gætu þá vonandi huggað sig við að hafa unnið eftir bestu samvisku. Ég geri þá siðferðilegu kröfu til sjávarútvegs- og byggðamálaráðherra að ganga úr skugga um að mögulegt sé að fara vægari leiðir en að beita þeim harkalega niðurskurði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafa boðað gegn sjávarbyggðum landsins. Hingað til hefur veigamiklum rökum verið svarað með þögn og þumbarahætti, og ekki einni krónu hefur verið varið til rannsókna sem gætu leitt í ljós að þær kenningar sem unnið hefur verið með væru byggðar á sandi. Höfundur er líffræðingur og fyrrverandi alþingismaður.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun