Öfgalaus stefna í málefnum Palestínu Árni Páll Árnason skrifar 25. júlí 2007 00:01 Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, kynnti á Alþingi í vor þá fyrirætlan sína að fara til Palestínu til að kynna sér stöðu mála þar frá fyrstu hendi kallaði Staksteinar Morgunblaðsins það barnaskap. Í heimsókninni var áhersla lögð á að íslenski utanríkisráðherrann væri kominn til að hlusta og til að kynnast aðstæðum og veruleika venjulegs fólks. Þess vegna ræddi hún við fjölda fólks beggja þjóða. Þegar þessari vel heppnuðu heimsókn er lokið vænir þingflokksformaður VG utanríkisráðherra um að ganga erinda Bandaríkjastjórnar. Þannig hittast þeir Staksteinar og Ögmundur í ástríku faðmlagi um svarthvíta heimsmynd fortíðarinnar. Fátt er fjær sanni en að heimsókn þessi hafi verið innan ramma utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar. Íslandi er einmitt tekið vel á svæðinu því Íslendingar hafa ekki stórveldishagmuni að verja. Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna. Innra stríð milli Palestínumanna á Gaza fyrir þremur vikum var harmleikur á harmleik ofan. Utanríkisráðherra taldi í vor eðlilegt að Íslendingar fylgdu í fótspor Norðmanna og þróuðu samskipti við þjóðstjórn Palestínu. Það er hryggileg staðreynd að einangrun þjóðstjórnarinnar á Vesturlöndum var líklega afdrifarík mistök. Síðan hafa Hamasliðar tekið stjórn á Gaza með vopnavaldi og gengið úr þjóðstjórninni. Við þessar aðstæður er óhugsandi að utanríkisráðherra viðurkenni í reynd vopnað valdarán með því að funda með Hamas. Það gera Norðmenn heldur ekki. Hamas verða að ákveða hvort samtökin eru stjórnmálasamtök sem vinna á friðsamlegum og lýðræðislegum forsendum eða öfgasamtök íslamista sem stefna að eilífum hernaði gegn Ísraelsríki. Eitt er þó ljóst. Utanríkisráðherra hefur sýnt frumkvæði að stefnumörkun á sviði utanríkismála sem er máluð í fleiri litum en svörtum og hvítum. Það er svo undir þeim fóstbræðrum Ögmundi og Staksteinari komið hvort þeir ætla að vera með í því verki eða ekki. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, kynnti á Alþingi í vor þá fyrirætlan sína að fara til Palestínu til að kynna sér stöðu mála þar frá fyrstu hendi kallaði Staksteinar Morgunblaðsins það barnaskap. Í heimsókninni var áhersla lögð á að íslenski utanríkisráðherrann væri kominn til að hlusta og til að kynnast aðstæðum og veruleika venjulegs fólks. Þess vegna ræddi hún við fjölda fólks beggja þjóða. Þegar þessari vel heppnuðu heimsókn er lokið vænir þingflokksformaður VG utanríkisráðherra um að ganga erinda Bandaríkjastjórnar. Þannig hittast þeir Staksteinar og Ögmundur í ástríku faðmlagi um svarthvíta heimsmynd fortíðarinnar. Fátt er fjær sanni en að heimsókn þessi hafi verið innan ramma utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar. Íslandi er einmitt tekið vel á svæðinu því Íslendingar hafa ekki stórveldishagmuni að verja. Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna. Innra stríð milli Palestínumanna á Gaza fyrir þremur vikum var harmleikur á harmleik ofan. Utanríkisráðherra taldi í vor eðlilegt að Íslendingar fylgdu í fótspor Norðmanna og þróuðu samskipti við þjóðstjórn Palestínu. Það er hryggileg staðreynd að einangrun þjóðstjórnarinnar á Vesturlöndum var líklega afdrifarík mistök. Síðan hafa Hamasliðar tekið stjórn á Gaza með vopnavaldi og gengið úr þjóðstjórninni. Við þessar aðstæður er óhugsandi að utanríkisráðherra viðurkenni í reynd vopnað valdarán með því að funda með Hamas. Það gera Norðmenn heldur ekki. Hamas verða að ákveða hvort samtökin eru stjórnmálasamtök sem vinna á friðsamlegum og lýðræðislegum forsendum eða öfgasamtök íslamista sem stefna að eilífum hernaði gegn Ísraelsríki. Eitt er þó ljóst. Utanríkisráðherra hefur sýnt frumkvæði að stefnumörkun á sviði utanríkismála sem er máluð í fleiri litum en svörtum og hvítum. Það er svo undir þeim fóstbræðrum Ögmundi og Staksteinari komið hvort þeir ætla að vera með í því verki eða ekki. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun