Tíu ár frá sigri Verkamannaflokksins 1. maí 2007 19:00 Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum. Það er fyrsti maí 1997. Verkamannaflokkurinn hefur unnið stórsigur í þingkosningunum í Bretlandi. John Major, leiðtogi Íhaldsmanna, hrökklast úr Downing-stræti tíu og átján ára eyðimerkurgöngu vinstrimanna er lokið. Tony Blair og Gordon Brown hafa blásið ferskum vindum um bresk stjórnmál og Blair flytur inn í Downing-stræti og verður forsætisráðherra og Brown fjármálaráðherra. Síðan eru liðin tíu ár og Blair á leiðinni út. Brown sækist eftir formannsembætti í flokknum og forsætisráðuneytinu fram að næstu kosningum. Blair hefur gránað nokkuð og Brown orðin settlegri. Á sama tíma hafa Íhaldsmenn valdið ungan og frambærilegan formann, David Cameron, sem virðist geta fært þá til valda. Það sem hann hefur fram yfir forvera sína að mati margra er hversu vel hærðu hann er. Blair boðaði brotthvarf sitt í september í fyrra en tímasetti það ekki. Breskir fjölmiðlar hafa gert að því skóna síðustu daga að Blair hætti eða í það minnsta tilkynni hvenær hann hætti skömmu fyrir eða eftir sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi nú í vikunni. Blair sagði hins vegar í viðtali í morgunþætti ITV sjónvarpsstöðvarinnar bresku í morgun að yfirlýsingu um framtíð hans væri að vænta í næstu viku. Breskir miðlar eru þegar byrjaðir að skrifa eftirmælin um Blair og blaðið Independent birti í morgun niðurstöðu könnunar sem sýnir að rúm 60% Breta telja hann hafa staðið sig vel í starfi. Langflestir aðspurðra, 69% þeirra, að Blair verði helst minnst fyrir aðild að Íraksstríðinu. Ljóst er að Blair fer ekki ofar en 9. sæti á lista yfir þaulsætnustu forsætisráðherrum Breta. Járnfrúin Margrét Thatcher sat við völd í 11 og 1/2. Hún og Blair hafa setið lengst síðustu hundrað árin. Metið á hins vegar Sir Robert Walpole, sem almennt er talinn fyrsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var við völd í 21 ár, frá 1721 til 1742. Erlent Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum. Það er fyrsti maí 1997. Verkamannaflokkurinn hefur unnið stórsigur í þingkosningunum í Bretlandi. John Major, leiðtogi Íhaldsmanna, hrökklast úr Downing-stræti tíu og átján ára eyðimerkurgöngu vinstrimanna er lokið. Tony Blair og Gordon Brown hafa blásið ferskum vindum um bresk stjórnmál og Blair flytur inn í Downing-stræti og verður forsætisráðherra og Brown fjármálaráðherra. Síðan eru liðin tíu ár og Blair á leiðinni út. Brown sækist eftir formannsembætti í flokknum og forsætisráðuneytinu fram að næstu kosningum. Blair hefur gránað nokkuð og Brown orðin settlegri. Á sama tíma hafa Íhaldsmenn valdið ungan og frambærilegan formann, David Cameron, sem virðist geta fært þá til valda. Það sem hann hefur fram yfir forvera sína að mati margra er hversu vel hærðu hann er. Blair boðaði brotthvarf sitt í september í fyrra en tímasetti það ekki. Breskir fjölmiðlar hafa gert að því skóna síðustu daga að Blair hætti eða í það minnsta tilkynni hvenær hann hætti skömmu fyrir eða eftir sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi nú í vikunni. Blair sagði hins vegar í viðtali í morgunþætti ITV sjónvarpsstöðvarinnar bresku í morgun að yfirlýsingu um framtíð hans væri að vænta í næstu viku. Breskir miðlar eru þegar byrjaðir að skrifa eftirmælin um Blair og blaðið Independent birti í morgun niðurstöðu könnunar sem sýnir að rúm 60% Breta telja hann hafa staðið sig vel í starfi. Langflestir aðspurðra, 69% þeirra, að Blair verði helst minnst fyrir aðild að Íraksstríðinu. Ljóst er að Blair fer ekki ofar en 9. sæti á lista yfir þaulsætnustu forsætisráðherrum Breta. Járnfrúin Margrét Thatcher sat við völd í 11 og 1/2. Hún og Blair hafa setið lengst síðustu hundrað árin. Metið á hins vegar Sir Robert Walpole, sem almennt er talinn fyrsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var við völd í 21 ár, frá 1721 til 1742.
Erlent Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira