Þögli félaginn Ögmundur Jónasson skrifar 14. janúar 2008 11:29 Öllum er nú að verða ljóst hvert stefnir á sviði heilbrigðismála. Sjálfstæðisflokkurinn er að komast á fullan skrið með að hrinda heilbrigðisþjónustunni út í einkarekstur. Skoðanakannanir hafa sýnt að þessi stefna nýtur ekki stuðnings þjóðarinnar. Þess vegna er beitt gamalkunnri aðferð: Við erum að gera tilraun með útvistun á starfi læknaritara, segja fulltrúar heilbrigðisráðherra á Landspítala, og að tilrauninni lokinni verður allt ferlið vegið og metið faglega og saglega. Allir vita að eftir að einkafyrirtæki verða búin að koma sér upp starfsemi með aðstöðu og mannahaldi verður illmögulegt að snúa til baka. Þetta eru sömu óheiðarlegu vinnubrögðin og endranær. Þannig er framlag til Landspítala - háskólasjúkrahúss skorið niður að raungildi og spítalinn sveltur til að þröngva honum til að setja einstaka starfsþætti í einkarekstur. Þeir sem annast þessi verk fyrir ríkisstjórnina innan sjúkrahússins skirrast ekki við að segja berum orðum að starfsfólk komi til með að missa vinnuna en geti eflaust fengið störf hjá hinum nýju verktakafyrirtækjum. Ýmsir hópar lækna eru þessari þróun hliðhollir en ekki er ég viss um að þeir hafi hugsað þá þróun til enda, þ.e. þegar svo verður komið að þeir verða orðnir starfsmenn fjárfestingarfyrirtækja sem ætla að hafa tuttugu prósenta arðsemi af starfi þeirra. Og fyrir skattborgarann er ég hræddur um að kostnaðurinn komi til með að rísa en ekki lækka þegar til langs tíma er litið. Þeir sem hagnast verða fjárfestar, hvorki launafólk né skattgreiðendur. Þessi þróun þarf engum að koma á óvart eftir að Samfylkingin afhenti Sjálfstæðisflokknum heilbrigðisráðuneytið. Finnst Samfylkingunni sæmandi hlutskipti að eiga aðild að ríkisstjórn en vera þar þögull áhorfandi að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins? Hvað skyldi kjósendum flokksins finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga í ríkisstjórninni?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Öllum er nú að verða ljóst hvert stefnir á sviði heilbrigðismála. Sjálfstæðisflokkurinn er að komast á fullan skrið með að hrinda heilbrigðisþjónustunni út í einkarekstur. Skoðanakannanir hafa sýnt að þessi stefna nýtur ekki stuðnings þjóðarinnar. Þess vegna er beitt gamalkunnri aðferð: Við erum að gera tilraun með útvistun á starfi læknaritara, segja fulltrúar heilbrigðisráðherra á Landspítala, og að tilrauninni lokinni verður allt ferlið vegið og metið faglega og saglega. Allir vita að eftir að einkafyrirtæki verða búin að koma sér upp starfsemi með aðstöðu og mannahaldi verður illmögulegt að snúa til baka. Þetta eru sömu óheiðarlegu vinnubrögðin og endranær. Þannig er framlag til Landspítala - háskólasjúkrahúss skorið niður að raungildi og spítalinn sveltur til að þröngva honum til að setja einstaka starfsþætti í einkarekstur. Þeir sem annast þessi verk fyrir ríkisstjórnina innan sjúkrahússins skirrast ekki við að segja berum orðum að starfsfólk komi til með að missa vinnuna en geti eflaust fengið störf hjá hinum nýju verktakafyrirtækjum. Ýmsir hópar lækna eru þessari þróun hliðhollir en ekki er ég viss um að þeir hafi hugsað þá þróun til enda, þ.e. þegar svo verður komið að þeir verða orðnir starfsmenn fjárfestingarfyrirtækja sem ætla að hafa tuttugu prósenta arðsemi af starfi þeirra. Og fyrir skattborgarann er ég hræddur um að kostnaðurinn komi til með að rísa en ekki lækka þegar til langs tíma er litið. Þeir sem hagnast verða fjárfestar, hvorki launafólk né skattgreiðendur. Þessi þróun þarf engum að koma á óvart eftir að Samfylkingin afhenti Sjálfstæðisflokknum heilbrigðisráðuneytið. Finnst Samfylkingunni sæmandi hlutskipti að eiga aðild að ríkisstjórn en vera þar þögull áhorfandi að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins? Hvað skyldi kjósendum flokksins finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga í ríkisstjórninni?Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar