Hvað kostar að meiða fólk? Ögmundur Jónasson skrifar 13. mars 2008 05:30 Ómar R. Valdimarsson hefur fengið staðfest fyrir dómi að staðhæfingar Gauks Úlfarssonar um að hann sé rasisti séu ósannar og beri því að líta á þær sem ærumeiðingar. Meira hékk á spýtunni því Gaukur mun hafa sagt að Ómar ynni fyrir alþjóðlegt glæpagengi. Þar er vísað til þess að Ómar hafi verið fréttafulltrúi fjölþjóðarisans Impregilo. Ómari þótti þessi áburður svo ærumeiðandi að hann lét ekki við það eitt sitja að krefjast þess að ummælin væru dæmd ómerk heldur vildi láta dæma sér tvær milljónir í skaðabætur. Í dómsniðurstöðu segir hins vegar að Impregilo sé ekki aðili að málaferlunum og því ekki ástæða til að fella dóm um þau ummæli. Ég skal játa að mér hefði þótt fróðlegt að fylgjast með Impregilo hvítþvo sig af áburði um glæpsamlegt athæfi í Suður-Ameríku, Afríku og víðar. Í málaferlum um ærumeiðingar gagnvart Impregilo væri Gaukur ekki einn á báti. Þar væri undirritaður líka, höfundar rannsóknarskýrslu breska þingsins, fréttamenn, þingmenn í Brasilíu og Paragvæ að ógleymdum Carlos Menem, fyrrverandi forseta Argentínu, sem sagði að Impregilo hefði reist minnisvarða um spillingu með sviksemi og prettum við framkvæmdir í Suður-Ameríku. Ekki ætla ég að fara í saumana á hvað bjó að baki ásökunum Gauks Úlfarssonar varðandi meinta fordóma Ómars R. Valdimarssonar. Þar komst dómur að niðurstöðu sem ég ætla ekki að vefengja þótt ýmsar yfirlýsingar Ómars, þar sem erlendir menn koma við sögu, þyki mér umdeilanlegar jafnvel þótt ekki sé um kynþáttafordóma að ræða. Það er hins vegar sitthvað annað sem orkar tvímælis í þessu máli. Í niðurstöðu dómara segir m.a.: „þótt stefndi hafi tekið þátt í stjórnmálaumræðu á vefsíðu sinni … verður ekki fallist á að stefnandi sé opinber persóna í þeim skilningi að hann verði að þola meiri og sterkari gagnrýni en gengur og gerist." En ber prívatpersónan Ómar ekki einhverja ábyrgð gagnvart þeim sem hann fjallar um? Af málskjölum að dæma virðist vefsíða Ómars hafa verið nokkuð glæfraleg á köflum, óspart dylgjað um pólitíska andstæðinga og stundum gróflega snúið út úr orðum þeirra. Því fer fjarri að Ó.R.V. sé saklaus af pólitískum leðjuslag. Þrátt fyrir þetta samhengi hlutanna lætur dómarinn sér ekki nægja að dæma áburðinn um rasisma ómerkan heldur á Gaukur Úlfarsson að punga út með 300 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund krónur fyrir málskostnaði Ómars. Með dráttarvöxtum kemur kostnaðurinn til með að teygja sig í átt að milljóninni. En lítum nú á annað mál. Maður er dæmdur fyrir að hafa barið konu til óbóta með „ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og andlit og þá sparkað í líkama hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut opið sár og mar á augnlok og augnsvæði hægra megin, marga yfirborðsáverka á höfði, mar yfir hryggjartindi, mar á aftanverðum hægri upphandlegg, yfirborðsáverka á öxl og mar á vinstra læri." Og hver skyldi niðurstaða dómara hafa verið í þessu máli? Í dómsorði segir: „Ákærði …sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum. Ákærði greiði … 90.000 krónur í málsvarnarlaun, þar með talinn virðisaukaskattur." Hvað er íslenska dómskerfið að segja? Ef einstaklingur er borinn röngum sökum opinberlega er ekki látið sitja við það eitt að dæma viðkomandi ummæli ómerk heldur er beitt þungum viðurlögum. Ef einstaklingur hins vegar misþyrmir annarri manneskju þannig að hún stórskaddast eru engar miskabætur dæmdar. Þetta þýðir að menn skuli gæta orða sinna á hinum pólitíska vígvelli, annars skuli þeir hafa verra af. Ef þú hins vegar ert kona og þér er misþyrmt þannig að þú bíður verulegan skaða er til einskis að leita til dómstóla um miskabætur. Í hugum kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi er reyndar svo komið að dómstólaleiðin er slík þrautaganga að aðeins lítill hluti þeirra kærir ofbeldið. 15% kvenna sem sóttu Kvennaathvarfið árið 2007 kærðu ofbeldið. Af þeim konum sem sóttu Stígamót árið 2007 kærðu 13%. Það er hægt að meiða fólk með margvíslegum hætti. Það er hægt að meiða fólk með orðum. Það er líka hægt að meiða fólk með hnefanum. Íslenskir dómstólar hafa verið að prísleggja meiðslin. En það er líka hægt að meiða fólk með dómum. Svo mikið er hægt að misbjóða fólki með ranglátum dómum að réttarvitundin og þar með sjálft réttarkerfið bíði skaða af.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson hefur fengið staðfest fyrir dómi að staðhæfingar Gauks Úlfarssonar um að hann sé rasisti séu ósannar og beri því að líta á þær sem ærumeiðingar. Meira hékk á spýtunni því Gaukur mun hafa sagt að Ómar ynni fyrir alþjóðlegt glæpagengi. Þar er vísað til þess að Ómar hafi verið fréttafulltrúi fjölþjóðarisans Impregilo. Ómari þótti þessi áburður svo ærumeiðandi að hann lét ekki við það eitt sitja að krefjast þess að ummælin væru dæmd ómerk heldur vildi láta dæma sér tvær milljónir í skaðabætur. Í dómsniðurstöðu segir hins vegar að Impregilo sé ekki aðili að málaferlunum og því ekki ástæða til að fella dóm um þau ummæli. Ég skal játa að mér hefði þótt fróðlegt að fylgjast með Impregilo hvítþvo sig af áburði um glæpsamlegt athæfi í Suður-Ameríku, Afríku og víðar. Í málaferlum um ærumeiðingar gagnvart Impregilo væri Gaukur ekki einn á báti. Þar væri undirritaður líka, höfundar rannsóknarskýrslu breska þingsins, fréttamenn, þingmenn í Brasilíu og Paragvæ að ógleymdum Carlos Menem, fyrrverandi forseta Argentínu, sem sagði að Impregilo hefði reist minnisvarða um spillingu með sviksemi og prettum við framkvæmdir í Suður-Ameríku. Ekki ætla ég að fara í saumana á hvað bjó að baki ásökunum Gauks Úlfarssonar varðandi meinta fordóma Ómars R. Valdimarssonar. Þar komst dómur að niðurstöðu sem ég ætla ekki að vefengja þótt ýmsar yfirlýsingar Ómars, þar sem erlendir menn koma við sögu, þyki mér umdeilanlegar jafnvel þótt ekki sé um kynþáttafordóma að ræða. Það er hins vegar sitthvað annað sem orkar tvímælis í þessu máli. Í niðurstöðu dómara segir m.a.: „þótt stefndi hafi tekið þátt í stjórnmálaumræðu á vefsíðu sinni … verður ekki fallist á að stefnandi sé opinber persóna í þeim skilningi að hann verði að þola meiri og sterkari gagnrýni en gengur og gerist." En ber prívatpersónan Ómar ekki einhverja ábyrgð gagnvart þeim sem hann fjallar um? Af málskjölum að dæma virðist vefsíða Ómars hafa verið nokkuð glæfraleg á köflum, óspart dylgjað um pólitíska andstæðinga og stundum gróflega snúið út úr orðum þeirra. Því fer fjarri að Ó.R.V. sé saklaus af pólitískum leðjuslag. Þrátt fyrir þetta samhengi hlutanna lætur dómarinn sér ekki nægja að dæma áburðinn um rasisma ómerkan heldur á Gaukur Úlfarsson að punga út með 300 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund krónur fyrir málskostnaði Ómars. Með dráttarvöxtum kemur kostnaðurinn til með að teygja sig í átt að milljóninni. En lítum nú á annað mál. Maður er dæmdur fyrir að hafa barið konu til óbóta með „ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og andlit og þá sparkað í líkama hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut opið sár og mar á augnlok og augnsvæði hægra megin, marga yfirborðsáverka á höfði, mar yfir hryggjartindi, mar á aftanverðum hægri upphandlegg, yfirborðsáverka á öxl og mar á vinstra læri." Og hver skyldi niðurstaða dómara hafa verið í þessu máli? Í dómsorði segir: „Ákærði …sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum. Ákærði greiði … 90.000 krónur í málsvarnarlaun, þar með talinn virðisaukaskattur." Hvað er íslenska dómskerfið að segja? Ef einstaklingur er borinn röngum sökum opinberlega er ekki látið sitja við það eitt að dæma viðkomandi ummæli ómerk heldur er beitt þungum viðurlögum. Ef einstaklingur hins vegar misþyrmir annarri manneskju þannig að hún stórskaddast eru engar miskabætur dæmdar. Þetta þýðir að menn skuli gæta orða sinna á hinum pólitíska vígvelli, annars skuli þeir hafa verra af. Ef þú hins vegar ert kona og þér er misþyrmt þannig að þú bíður verulegan skaða er til einskis að leita til dómstóla um miskabætur. Í hugum kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi er reyndar svo komið að dómstólaleiðin er slík þrautaganga að aðeins lítill hluti þeirra kærir ofbeldið. 15% kvenna sem sóttu Kvennaathvarfið árið 2007 kærðu ofbeldið. Af þeim konum sem sóttu Stígamót árið 2007 kærðu 13%. Það er hægt að meiða fólk með margvíslegum hætti. Það er hægt að meiða fólk með orðum. Það er líka hægt að meiða fólk með hnefanum. Íslenskir dómstólar hafa verið að prísleggja meiðslin. En það er líka hægt að meiða fólk með dómum. Svo mikið er hægt að misbjóða fólki með ranglátum dómum að réttarvitundin og þar með sjálft réttarkerfið bíði skaða af.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar