Af hverju bankaleynd Björn Ingi Hrafnsson skrifar 26. nóvember 2008 00:01 Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Sumpart virðist stemningin sú að skjóta fyrst og spyrja svo, svo vitnað sé til orða menntamálaráðherra á borgarafundi í Háskólabíói fyrr í vikunni. Segja má að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi með óvæntum hætti hreyft fyrst við málinu í ræðu sinni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í fyrri viku, þegar hann tiltók ýmis atriði sem hann taldi tengjast hruni bankanna og kvaðst þeirrar skoðunar að bankaleynd ætti „ekki lengur við hvað þessi atriði varðar". Undir þetta hefur sjálfur dómsmálaráðherrann tekið og vísað til mikilvægi þess að allt komi nú upp á borðið, sem í sjálfu sér er auðvitað sjálfsögð og eðlileg krafa við þessar aðstæður. Hún getur þó varla falist í því að lög og reglur verði afnumdar eða að tilteknir einstaklingar eða fyrirtæki megi búast við því að lesa trúnaðarupplýsingar um fjármál sín í fjölmiðlum. Hér hljóta einhverjar almennar og gegnsæjar reglur að þurfa að gilda. Að sjálfsögðu eiga þar til bærir eftirlitsaðilar, eins og sérstakur saksóknari í efnahagsbrotum eða Fjármálaeftirlit að hafa aðgang að öllum upplýsingum sem þeir þurfa í sínum störfum. Það er enginn að tala um að ákvæði bankaleyndar eigi við þar, enda vinna slíkir aðilar í samræmi við lög og reglur, þurfa heimildir til rannsókna og leitar og fella ekki dóma, fyrr en sekt hefur raunverulega verið sönnuð. Í ítarlegri fréttaskýringu í Markaðnum í dag fjallar Ingimar Karl Helgason, blaðamaður, um bankaleynd og fer yfir margvíslegar fyrirspurnir sem blaðið hefur sent til bankanna, bæði þeirra gömlu og nýju, skilanefnda, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans og stjórnvalda í tilefni af hruni íslenska fjármálakerfisins. Niðurstaða blaðsins er í stuttu máli sú að víðast hvar er komið að lokuðum dyrum þegar óskað er eftir upplýsingum; stundum er hreinlega ekki haft fyrir því að svara fyrirspurnum en annars er borið við bankaleynd eða að um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Þetta á ekki síst við um Seðlabankann, sem svarar nær aldrei fyrirspurnum. Þess vegna kom mjög á óvart að formaður bankastjórnar Seðlabankans skyldi furða sig á því að almenningur fengi engar gagnlegar upplýsingar. Af hverju byrjar hann ekki sjálfur á því að liðsinna fjölmiðlum við að rækja eftirlitshlutverk sitt? Fjölmiðlar leitast vitaskuld við að upplýsa um allar hliðar mála. Þeir óska skýringa, spyrja spurninga og fá ótal ábendingar til sín um mál í hverri einustu viku. Margar þeirra eru nafnlausar, sumar hverjar algjörlega úr lausu lofti gripnar. En það er frumskylda að kanna sannleiksgildi þeirra, svo almenningur fái sem gleggsta mynd af stöðu mála og geti sjálfur dregið sínar eigin ályktanir. Fyrir alla aðila er hins vegar óþolandi að óvissa ríki um þær reglur og þau lög sem um þessi mál gilda. Ætlar dómsmálaráðherra að beita sér fyrir afnámi bankaleyndar með því að flytja um það lagafrumvarp? Hvað mun það þýða fyrir viðskiptabankana? Mun fólk vilja hafa þar sín viðskipti áfram? Verða til bankar hér á landi, þar sem er bankaleynd og svo aðrir í ríkiseigu, þar sem allt lekur út? Þetta eru spurningar, sem jafnframt væri æskilegt að fá sem fyrst svör við, nú þegar ákveðið hefur verið að allt verði upp á borðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Sumpart virðist stemningin sú að skjóta fyrst og spyrja svo, svo vitnað sé til orða menntamálaráðherra á borgarafundi í Háskólabíói fyrr í vikunni. Segja má að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi með óvæntum hætti hreyft fyrst við málinu í ræðu sinni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í fyrri viku, þegar hann tiltók ýmis atriði sem hann taldi tengjast hruni bankanna og kvaðst þeirrar skoðunar að bankaleynd ætti „ekki lengur við hvað þessi atriði varðar". Undir þetta hefur sjálfur dómsmálaráðherrann tekið og vísað til mikilvægi þess að allt komi nú upp á borðið, sem í sjálfu sér er auðvitað sjálfsögð og eðlileg krafa við þessar aðstæður. Hún getur þó varla falist í því að lög og reglur verði afnumdar eða að tilteknir einstaklingar eða fyrirtæki megi búast við því að lesa trúnaðarupplýsingar um fjármál sín í fjölmiðlum. Hér hljóta einhverjar almennar og gegnsæjar reglur að þurfa að gilda. Að sjálfsögðu eiga þar til bærir eftirlitsaðilar, eins og sérstakur saksóknari í efnahagsbrotum eða Fjármálaeftirlit að hafa aðgang að öllum upplýsingum sem þeir þurfa í sínum störfum. Það er enginn að tala um að ákvæði bankaleyndar eigi við þar, enda vinna slíkir aðilar í samræmi við lög og reglur, þurfa heimildir til rannsókna og leitar og fella ekki dóma, fyrr en sekt hefur raunverulega verið sönnuð. Í ítarlegri fréttaskýringu í Markaðnum í dag fjallar Ingimar Karl Helgason, blaðamaður, um bankaleynd og fer yfir margvíslegar fyrirspurnir sem blaðið hefur sent til bankanna, bæði þeirra gömlu og nýju, skilanefnda, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans og stjórnvalda í tilefni af hruni íslenska fjármálakerfisins. Niðurstaða blaðsins er í stuttu máli sú að víðast hvar er komið að lokuðum dyrum þegar óskað er eftir upplýsingum; stundum er hreinlega ekki haft fyrir því að svara fyrirspurnum en annars er borið við bankaleynd eða að um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Þetta á ekki síst við um Seðlabankann, sem svarar nær aldrei fyrirspurnum. Þess vegna kom mjög á óvart að formaður bankastjórnar Seðlabankans skyldi furða sig á því að almenningur fengi engar gagnlegar upplýsingar. Af hverju byrjar hann ekki sjálfur á því að liðsinna fjölmiðlum við að rækja eftirlitshlutverk sitt? Fjölmiðlar leitast vitaskuld við að upplýsa um allar hliðar mála. Þeir óska skýringa, spyrja spurninga og fá ótal ábendingar til sín um mál í hverri einustu viku. Margar þeirra eru nafnlausar, sumar hverjar algjörlega úr lausu lofti gripnar. En það er frumskylda að kanna sannleiksgildi þeirra, svo almenningur fái sem gleggsta mynd af stöðu mála og geti sjálfur dregið sínar eigin ályktanir. Fyrir alla aðila er hins vegar óþolandi að óvissa ríki um þær reglur og þau lög sem um þessi mál gilda. Ætlar dómsmálaráðherra að beita sér fyrir afnámi bankaleyndar með því að flytja um það lagafrumvarp? Hvað mun það þýða fyrir viðskiptabankana? Mun fólk vilja hafa þar sín viðskipti áfram? Verða til bankar hér á landi, þar sem er bankaleynd og svo aðrir í ríkiseigu, þar sem allt lekur út? Þetta eru spurningar, sem jafnframt væri æskilegt að fá sem fyrst svör við, nú þegar ákveðið hefur verið að allt verði upp á borðum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar