Þarf að beita lögþvingun? Ögmundur Jónasson skrifar 6. september 2008 00:01 Talsvert er um liðið síðan farið var að ræða um að lög og reglur yrðu settar um upplýsingaskyldu þingmanna og ráðherra. Kröfur þessa efnis hafa ágerst eftir því sem fólk hefur orðið þess áskynja að hugtakið einkavinavæðing var ekki fundið upp að ástæðulausu. Hagsmuna- og eignatengsl á milli fyrirtækja og einstaklinga sem hagnast á einkavæðingu annars vegar, og síðan stjórnmálamanna sem með slíkt véla hins vegar, eru mjög raunveruleg. Þetta þekkjum við frá einkavæðingu ríkisbankanna sérstaklega og hið sama dúkkar upp nú þegar heilbrigðiskerfið er komið inn á færiband einkavæðingar. Um þetta þurfa fjölmiðlar að vera meðvitaðir og upplýsa almenning. Frumskyldan hvílir hins vegar hjá viðkomandi þingmönnum og ráðherrum. Að sjálfsögðu ber þeim að upplýsa um öll þau eigna- og hagsmunatengsl sem máli geta skipt. Einfaldasta leiðin er að sett verði lög hvað þetta varðar og hefur þingflokkur VG verið þess mjög fylgjandi að svo verði gert. Hið sama hefur heyrst frá þingflokki Samfylkingarinnar. Einn grundvallarmunur er þó á þessum tveimur þingflokkum. Þingmenn VG ákváðu að bíða ekki eftir því að þeir yrðu lögþvingaðir til þessarar upplýsingagjafar. Að eigin frumkvæði birtu þeir á heimasíðu flokksins allar upplýsingar um tekjur sínar, eignir og hagsmunatengsl. Hafa þessar upplýsingar legið fyrir opinberlega um nokkurt árabil. Hvað Samfylkinguna áhrærir þá hefur hún mikið talað um þörf á lögum sem þvingi þingmenn til sagna. En lengra nær það ekki. Getur verið að beita þurfi Samfylkinguna lögþvingun til að gera það sem hún galar um á torgum að hún vilji gera? Hvers vegna ekki að finna samræmi í orðum og athöfnum? Auðvitað eiga allir sem eru slíkri upplýsingagjöf samþykkir að stíga skrefið fyrir sjálfa sig þegar í stað og undanbragðalaust og þá láta hina sitja uppi með skömmina takist ekki að ná samstöðu á Alþingi um lögbundnar reglur um hagsmunatengsl þingmanna. Ef hins vegar dæma skal af opinberum yfirlýsingum um þetta efni þá er fyrir þessu meirihluti á Alþingi. Nema menn kannski tali af kokhreysti vegna þess að þeir viti að þeir þurfi ekki að standa við orð sín? Svona einsog með eftirlaunalögin. Höfundur er formaður þingflokks VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Talsvert er um liðið síðan farið var að ræða um að lög og reglur yrðu settar um upplýsingaskyldu þingmanna og ráðherra. Kröfur þessa efnis hafa ágerst eftir því sem fólk hefur orðið þess áskynja að hugtakið einkavinavæðing var ekki fundið upp að ástæðulausu. Hagsmuna- og eignatengsl á milli fyrirtækja og einstaklinga sem hagnast á einkavæðingu annars vegar, og síðan stjórnmálamanna sem með slíkt véla hins vegar, eru mjög raunveruleg. Þetta þekkjum við frá einkavæðingu ríkisbankanna sérstaklega og hið sama dúkkar upp nú þegar heilbrigðiskerfið er komið inn á færiband einkavæðingar. Um þetta þurfa fjölmiðlar að vera meðvitaðir og upplýsa almenning. Frumskyldan hvílir hins vegar hjá viðkomandi þingmönnum og ráðherrum. Að sjálfsögðu ber þeim að upplýsa um öll þau eigna- og hagsmunatengsl sem máli geta skipt. Einfaldasta leiðin er að sett verði lög hvað þetta varðar og hefur þingflokkur VG verið þess mjög fylgjandi að svo verði gert. Hið sama hefur heyrst frá þingflokki Samfylkingarinnar. Einn grundvallarmunur er þó á þessum tveimur þingflokkum. Þingmenn VG ákváðu að bíða ekki eftir því að þeir yrðu lögþvingaðir til þessarar upplýsingagjafar. Að eigin frumkvæði birtu þeir á heimasíðu flokksins allar upplýsingar um tekjur sínar, eignir og hagsmunatengsl. Hafa þessar upplýsingar legið fyrir opinberlega um nokkurt árabil. Hvað Samfylkinguna áhrærir þá hefur hún mikið talað um þörf á lögum sem þvingi þingmenn til sagna. En lengra nær það ekki. Getur verið að beita þurfi Samfylkinguna lögþvingun til að gera það sem hún galar um á torgum að hún vilji gera? Hvers vegna ekki að finna samræmi í orðum og athöfnum? Auðvitað eiga allir sem eru slíkri upplýsingagjöf samþykkir að stíga skrefið fyrir sjálfa sig þegar í stað og undanbragðalaust og þá láta hina sitja uppi með skömmina takist ekki að ná samstöðu á Alþingi um lögbundnar reglur um hagsmunatengsl þingmanna. Ef hins vegar dæma skal af opinberum yfirlýsingum um þetta efni þá er fyrir þessu meirihluti á Alþingi. Nema menn kannski tali af kokhreysti vegna þess að þeir viti að þeir þurfi ekki að standa við orð sín? Svona einsog með eftirlaunalögin. Höfundur er formaður þingflokks VG.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar