„Rökin“ gegn Droplaugarstöðum Ögmundur Jónasson skrifar 5. júlí 2008 00:01 Góðir lesendur. Hafið þið heyrt skýringar Guðlaugs Þórs, heilbrigðisráðherra og einkavæðingarhópsins sem hann starfar fyrir, á því hvers vegna þurfi að bjóða út rekstur dvalarheimilis fyrir aldraða að Droplaugarstöðum? Tvennt hefur verið nefnt. Í fyrsta lagi er okkur sagt að Droplaugarstaðir hafi verið reknir með halla. Þann halla verði að rétta af og að þar sé einkavæðing allra meina bót. Í öðru lagi er bent á kosti samlegðarinnar. Með því að reka Droplaugarstaði í samkrulli við stærri aðila, eins og hlutafélagið Sóltún, megi ná kostnaði niður. En bíðum við. Þegar Sóltún var sett á laggirnar bauðst sjálfseignarstofnunin Hrafnista til þess að taka verkið að sér með sömu rökum. Kvaðst geta nýtt samlegðaráhrif stærðarinnar, meðal annars í rekstri mötuneytis og þvotta. Nei, á það mátti fjármálaráðuneytið, sem þá stýrði einkavæðingunni ekki heyra minnst. Sóltún átti að verða sjálfstæð rekstrareining, var sagt, og fráleitt að skekkja markaðsstöðuna með einhverju samlegðarfyrirkomulagi! Þá passaði að tala á þennan veg. Nú passar að segja hið gagnstæða. Og svo er það hallinn! Hvers vegna halda menn að það sé halli á rekstri Droplaugarstaða? Vegna þess að þar sé sólundað fé; laun starfsfólksins séu of há? Vegna þess að Droplaugarstaðir sé illa rekin stofnun? Ekkert af þessu stenst skoðun. Ástæðan fyrri „hallanum" er sú að stofnunin fær ekki nægilegt fé til að reksturinn gangi upp. Launakostnaður stofnana á borð við Droplaugarstaði er á bilinu 70 - 80% af rekstrarkostnaði. Þetta er hlutfallið enda þótt laun starfsfólksins séu lág. Alltof lág. Ætlast einkavæðingarfólkið í heilbrigðisráðuneytinu til þess að þessi laun verði lækkuð? Er ætlunin að fækka starfsfólkinu? Auka enn álagið á þá sem eftir eru? Eða eru þetta bara óábyrgir gasprarar sem leita allra ráða til að réttlæta einkavinavæðingu heilbrigðiskerfisins? Einkavæðingu í þágu sín og sinna. Ég hallast að því.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Góðir lesendur. Hafið þið heyrt skýringar Guðlaugs Þórs, heilbrigðisráðherra og einkavæðingarhópsins sem hann starfar fyrir, á því hvers vegna þurfi að bjóða út rekstur dvalarheimilis fyrir aldraða að Droplaugarstöðum? Tvennt hefur verið nefnt. Í fyrsta lagi er okkur sagt að Droplaugarstaðir hafi verið reknir með halla. Þann halla verði að rétta af og að þar sé einkavæðing allra meina bót. Í öðru lagi er bent á kosti samlegðarinnar. Með því að reka Droplaugarstaði í samkrulli við stærri aðila, eins og hlutafélagið Sóltún, megi ná kostnaði niður. En bíðum við. Þegar Sóltún var sett á laggirnar bauðst sjálfseignarstofnunin Hrafnista til þess að taka verkið að sér með sömu rökum. Kvaðst geta nýtt samlegðaráhrif stærðarinnar, meðal annars í rekstri mötuneytis og þvotta. Nei, á það mátti fjármálaráðuneytið, sem þá stýrði einkavæðingunni ekki heyra minnst. Sóltún átti að verða sjálfstæð rekstrareining, var sagt, og fráleitt að skekkja markaðsstöðuna með einhverju samlegðarfyrirkomulagi! Þá passaði að tala á þennan veg. Nú passar að segja hið gagnstæða. Og svo er það hallinn! Hvers vegna halda menn að það sé halli á rekstri Droplaugarstaða? Vegna þess að þar sé sólundað fé; laun starfsfólksins séu of há? Vegna þess að Droplaugarstaðir sé illa rekin stofnun? Ekkert af þessu stenst skoðun. Ástæðan fyrri „hallanum" er sú að stofnunin fær ekki nægilegt fé til að reksturinn gangi upp. Launakostnaður stofnana á borð við Droplaugarstaði er á bilinu 70 - 80% af rekstrarkostnaði. Þetta er hlutfallið enda þótt laun starfsfólksins séu lág. Alltof lág. Ætlast einkavæðingarfólkið í heilbrigðisráðuneytinu til þess að þessi laun verði lækkuð? Er ætlunin að fækka starfsfólkinu? Auka enn álagið á þá sem eftir eru? Eða eru þetta bara óábyrgir gasprarar sem leita allra ráða til að réttlæta einkavinavæðingu heilbrigðiskerfisins? Einkavæðingu í þágu sín og sinna. Ég hallast að því.Höfundur er alþingismaður.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun