EES til óþurftar Ögmundur Jónasson skrifar 2. júlí 2008 00:01 Um síðustu helgi voru forsíður tveggja íslenskra blaða, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins undirlagðar kröfum um að Íslendingar gengju tafarlaust í Evrópusambandið. Í öðru blaðinu var vitnað í viðskiptamógúl og hinu talskonu banka. Kvöldið áður hafði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, haft uppi svipaðan málflutning í ljósvakamiðlum og talsmaður fjármálastofnana sagði að íslenska ríkið væri hugsanlega skaðabótaskylt vegna þess að dómsaðili í Brüssel hefði komist að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóður samræmdist ekki markaðsskilmálum á hinu Evrópska efnahagssvæði. Meintur glæpur íslenska ríkisins er sá að setja á stofn sérstakan Íbúðalánasjóð fyrir alla landsmenn. Sjóðurinn er sjálfbær í þeim skilningi að hann nýtur ekki ríkisstyrkja. En vegna þess að bakhjarl hans er íslenska ríkið fær hann ódýrara lánsfé en ella. Af því njóta allir landsmenn góðs. Og sú staðreynd að hann byggir á íbúðaveðum á landinu öllu - bæði á svæðum þar sem veð eru „trygg" og einnig þar sem þau eru það síður - og vegna þess að allir tekjuhópar eiga þar aðild - þá verður niðurstaðan hagstæð fyrir heildina. Þetta hefur bönkunum alltaf þótt ófært. Þeir vilja komast yfir „tryggu" veðin og láta þá skattborgarann um „félagslegu" úrræðin. Þegar bankarnir fengu ekki sínu framgengt kærðu þeir til Brüssel og viti menn þar var skilningur á því að ríkið á Íslandi skekkti samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja! Hvað ætlum við að ganga langt í því að láta aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði brjóta niður hér allt sem heitir samfélag? Skyldi vera samhengi á milli markaðshyggjunnar sem er ríkjandi innan Evrópusambandsins og áfergju hérlendra fjármálaafla að komast alla leið inn í Evrópusambandið? Í mínum huga verða kröfur fjármálamanna að varnaðarorðum. Og hótanir frá Brüssel eiga að verða okkur hvatning um að endurskoða tengsl okkar við Evrópusambandið. Það er löngu komið á daginn að EES samningurinn er íslensku samfélagi að mörgu leyti mjög skaðlegur. Nýjustu hótanir minna á það. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi voru forsíður tveggja íslenskra blaða, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins undirlagðar kröfum um að Íslendingar gengju tafarlaust í Evrópusambandið. Í öðru blaðinu var vitnað í viðskiptamógúl og hinu talskonu banka. Kvöldið áður hafði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, haft uppi svipaðan málflutning í ljósvakamiðlum og talsmaður fjármálastofnana sagði að íslenska ríkið væri hugsanlega skaðabótaskylt vegna þess að dómsaðili í Brüssel hefði komist að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóður samræmdist ekki markaðsskilmálum á hinu Evrópska efnahagssvæði. Meintur glæpur íslenska ríkisins er sá að setja á stofn sérstakan Íbúðalánasjóð fyrir alla landsmenn. Sjóðurinn er sjálfbær í þeim skilningi að hann nýtur ekki ríkisstyrkja. En vegna þess að bakhjarl hans er íslenska ríkið fær hann ódýrara lánsfé en ella. Af því njóta allir landsmenn góðs. Og sú staðreynd að hann byggir á íbúðaveðum á landinu öllu - bæði á svæðum þar sem veð eru „trygg" og einnig þar sem þau eru það síður - og vegna þess að allir tekjuhópar eiga þar aðild - þá verður niðurstaðan hagstæð fyrir heildina. Þetta hefur bönkunum alltaf þótt ófært. Þeir vilja komast yfir „tryggu" veðin og láta þá skattborgarann um „félagslegu" úrræðin. Þegar bankarnir fengu ekki sínu framgengt kærðu þeir til Brüssel og viti menn þar var skilningur á því að ríkið á Íslandi skekkti samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja! Hvað ætlum við að ganga langt í því að láta aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði brjóta niður hér allt sem heitir samfélag? Skyldi vera samhengi á milli markaðshyggjunnar sem er ríkjandi innan Evrópusambandsins og áfergju hérlendra fjármálaafla að komast alla leið inn í Evrópusambandið? Í mínum huga verða kröfur fjármálamanna að varnaðarorðum. Og hótanir frá Brüssel eiga að verða okkur hvatning um að endurskoða tengsl okkar við Evrópusambandið. Það er löngu komið á daginn að EES samningurinn er íslensku samfélagi að mörgu leyti mjög skaðlegur. Nýjustu hótanir minna á það. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar