Vöndum til verka 13. mars 2009 06:00 Ýmsar af þeim breytingum sem nú eru ræddar á grundvallarskipan samfélagsins eru góðra gjalda verðar. Það er ennfremur eðlilegt að við núverandi aðstæður séu margir hugsi yfir því hvort leita megi ástæðna fyrir stöðunni í grunngerð íslensks samfélags. En það er mikilvægt að vandað sé vel til umræðna og að innantómir frasar séu ekki látnir duga. Það er hæpin skýring á núverandi efnahagskreppu að þar hafi grundvallarreglur samfélagsins haft mikil áhrif. Þó er ekki þar með sagt að ekki sé ástæða til að endurskoða stjórnarskrána og kosningalögin. Hins vegar fer illa saman þegar pólitískri heift, vonbrigði með stöðu efnahagsmála og óvissu í stjórnmálum er blandað út í slíkar umræður. Þess vegna er það raunverulegt áhyggjuefni að minnihlutastjórn VG og Samfylkingar leggi sérstaka áherslu á slíkar breytingar á þeim örskamma tíma sem hún er við völd. Raunar hefur þessi asi vakið áhyggjur alþjóðlegra stofnana sem telja slík vinnubrögð sérstaklega varhugaverð enda er beinlínis mælt gegn því í alþjóðlegum sáttmálum að breyta kosningareglunum svo skömmu fyrir kosningar. Má þar nefna Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sem sér nú sérstaka ástæðu til þess að fylgjast grannt með framkvæmd kosninga á Íslandi. Það er nefnilega þannig að þegar slíkar stofnanir, sem vinna að því að tryggja að framgangur lýðræðisins sé eðlilegur, fá fregnir af því að stjórnvöld hafi uppi áform um breytingar á leikreglum lýðræðis skömmu fyrir kosningar, þá vekur það efasemdir um að réttilega sé staðið að málum og allra sjónarmiða sé gætt. Ísland hefur fram að þessu ekki verið í þeim flokki sem alþjóðlegir kosningasérfræðingar hafa sérstakar áhyggjur af. Hvað sem segja má um íslenskt samfélag þá er þetta nýmæli. Þess vegna hljótum við að staldra við og vara við þeim flýti sem minnihlutastjórnin hyggst beita við að koma þessum breytingum í gegn. Breytingar á reglum lýðræðisins þurfa að fá yfirvegaða umræðu og nauðsynlegt er að allur þorri manna hafi ráðrúm til þess að móta sér skoðun á slíkum breytingum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ýmsar af þeim breytingum sem nú eru ræddar á grundvallarskipan samfélagsins eru góðra gjalda verðar. Það er ennfremur eðlilegt að við núverandi aðstæður séu margir hugsi yfir því hvort leita megi ástæðna fyrir stöðunni í grunngerð íslensks samfélags. En það er mikilvægt að vandað sé vel til umræðna og að innantómir frasar séu ekki látnir duga. Það er hæpin skýring á núverandi efnahagskreppu að þar hafi grundvallarreglur samfélagsins haft mikil áhrif. Þó er ekki þar með sagt að ekki sé ástæða til að endurskoða stjórnarskrána og kosningalögin. Hins vegar fer illa saman þegar pólitískri heift, vonbrigði með stöðu efnahagsmála og óvissu í stjórnmálum er blandað út í slíkar umræður. Þess vegna er það raunverulegt áhyggjuefni að minnihlutastjórn VG og Samfylkingar leggi sérstaka áherslu á slíkar breytingar á þeim örskamma tíma sem hún er við völd. Raunar hefur þessi asi vakið áhyggjur alþjóðlegra stofnana sem telja slík vinnubrögð sérstaklega varhugaverð enda er beinlínis mælt gegn því í alþjóðlegum sáttmálum að breyta kosningareglunum svo skömmu fyrir kosningar. Má þar nefna Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sem sér nú sérstaka ástæðu til þess að fylgjast grannt með framkvæmd kosninga á Íslandi. Það er nefnilega þannig að þegar slíkar stofnanir, sem vinna að því að tryggja að framgangur lýðræðisins sé eðlilegur, fá fregnir af því að stjórnvöld hafi uppi áform um breytingar á leikreglum lýðræðis skömmu fyrir kosningar, þá vekur það efasemdir um að réttilega sé staðið að málum og allra sjónarmiða sé gætt. Ísland hefur fram að þessu ekki verið í þeim flokki sem alþjóðlegir kosningasérfræðingar hafa sérstakar áhyggjur af. Hvað sem segja má um íslenskt samfélag þá er þetta nýmæli. Þess vegna hljótum við að staldra við og vara við þeim flýti sem minnihlutastjórnin hyggst beita við að koma þessum breytingum í gegn. Breytingar á reglum lýðræðisins þurfa að fá yfirvegaða umræðu og nauðsynlegt er að allur þorri manna hafi ráðrúm til þess að móta sér skoðun á slíkum breytingum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar