Dómgreindarskortur Ögmundur Jónasson skrifar 28. júlí 2009 06:00 Leiðari Fréttablaðsins í gær var undir fyrirsögninni Vinskapur og peningar. Leiðarahöfundur var sér meðvitaður um að Íslendingar þyrftu á hvoru tveggja að halda, vinskap og peningum. Ein á báti værum við, að mati blaðsins, einskis megnug: „Ögmundur vill að Ísland vinni sig út úr vandræðunum af eigin rammleik. Það er því miður ekki raunhæft. Við þurfum hjálp…" Þetta skrifar Jón Kaldal ritstjóri, sem auk þess telur mig eiga sitthvað sameiginlegt með einstaklingi sem fór hamförum í fjölskylduerjum á Barðaströnd á helginni sem leið. En um stóru línurnar stendur upp úr, að mati þessa dagblaðs, að Íslendingar komist ekki út úr vanda sínum sjálfir, heldur verði að treysta á aðra. Þessu er ég algerlega ósammála. Ef við Íslendingar komumst ekki út úr vandræðum okkar á eigin forsendum þá eigum við ekki framtíð sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég er hins vegar um það sannfærður að sem þjóð eigum við fram undan bjarta framtíð. En þá er líka grundvallaratriði að við látum ekki telja úr okkur kjarkinn. Vitaskuld þurfum við að huga að stöðu okkar í hinum stóra heimi og skipa okkur þar í sveit sem best þjónar hagsmunum Íslands alveg eins og aðrar þjóðir gera. Sjálfur hef ég t.d. efasemdir um að aðild að Evrópusambandinu sé best til þessa fallin. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins er á öðru máli. Hann staðnæmist við heimasíðu mína með miklum meiningum. Á þessa sömu heimasíðu barst mér nýlega bréf þar sem sú hugmynd er reifuð að Íslendingar líti sér nær; horfi til samstarfs við Grænlendinga, Færeyinga, Skota og Norðmenn í stað þess að láta nauðhyggjuna teyma okkur suður til Brussel í Belgíu. Bréfritari segir að í framtíðinni horfi menn til víðerna, auðvæva undir sjávarbotni - olíunnar. Hvers vegna skyldu Íslendingar eiga að afsala sér ákvörðunarvaldi yfir stefnumótun um nýtingu Norðurslóðanna til 27. hæðar í byggingu ESB í Brussel? Að lokum þetta um leiðaraskrif Jóns Kaldal ritstjóra: Það fátæklega stílbragð að nýta sér ógæfu einstaklings vestur á fjörðum og tengja við umfjöllun á heimasíðu minni læt ég liggja milli hluta. Í því pólitíska glímubragði er fólginn djúpur dómgreindarskortur. Ég vona að sú stund renni upp að Fréttablaðið vaxi úr grasi og læri að greina á milli hismis og kjarna. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Ögmundur Jónasson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðari Fréttablaðsins í gær var undir fyrirsögninni Vinskapur og peningar. Leiðarahöfundur var sér meðvitaður um að Íslendingar þyrftu á hvoru tveggja að halda, vinskap og peningum. Ein á báti værum við, að mati blaðsins, einskis megnug: „Ögmundur vill að Ísland vinni sig út úr vandræðunum af eigin rammleik. Það er því miður ekki raunhæft. Við þurfum hjálp…" Þetta skrifar Jón Kaldal ritstjóri, sem auk þess telur mig eiga sitthvað sameiginlegt með einstaklingi sem fór hamförum í fjölskylduerjum á Barðaströnd á helginni sem leið. En um stóru línurnar stendur upp úr, að mati þessa dagblaðs, að Íslendingar komist ekki út úr vanda sínum sjálfir, heldur verði að treysta á aðra. Þessu er ég algerlega ósammála. Ef við Íslendingar komumst ekki út úr vandræðum okkar á eigin forsendum þá eigum við ekki framtíð sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég er hins vegar um það sannfærður að sem þjóð eigum við fram undan bjarta framtíð. En þá er líka grundvallaratriði að við látum ekki telja úr okkur kjarkinn. Vitaskuld þurfum við að huga að stöðu okkar í hinum stóra heimi og skipa okkur þar í sveit sem best þjónar hagsmunum Íslands alveg eins og aðrar þjóðir gera. Sjálfur hef ég t.d. efasemdir um að aðild að Evrópusambandinu sé best til þessa fallin. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins er á öðru máli. Hann staðnæmist við heimasíðu mína með miklum meiningum. Á þessa sömu heimasíðu barst mér nýlega bréf þar sem sú hugmynd er reifuð að Íslendingar líti sér nær; horfi til samstarfs við Grænlendinga, Færeyinga, Skota og Norðmenn í stað þess að láta nauðhyggjuna teyma okkur suður til Brussel í Belgíu. Bréfritari segir að í framtíðinni horfi menn til víðerna, auðvæva undir sjávarbotni - olíunnar. Hvers vegna skyldu Íslendingar eiga að afsala sér ákvörðunarvaldi yfir stefnumótun um nýtingu Norðurslóðanna til 27. hæðar í byggingu ESB í Brussel? Að lokum þetta um leiðaraskrif Jóns Kaldal ritstjóra: Það fátæklega stílbragð að nýta sér ógæfu einstaklings vestur á fjörðum og tengja við umfjöllun á heimasíðu minni læt ég liggja milli hluta. Í því pólitíska glímubragði er fólginn djúpur dómgreindarskortur. Ég vona að sú stund renni upp að Fréttablaðið vaxi úr grasi og læri að greina á milli hismis og kjarna. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar