Vinstri græn og Evrópusambandið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. ágúst 2010 06:00 Þegar Davíð Oddsson talar um fræðimenn og stjórnmálaskýrendur sem sérhæft hafa sig í regluverki Evrópusambandsins kallar hann þá alltaf „sérfræðinga Samfylkingarinnar". Þar með gefur hann sínu fólki skilaboð um að taka aldrei mark á orði sem þessir fræðimenn kunna að hafa til málanna að leggja. Aldrei. Gildir þá einu hvað það er eða hversu mikið vit þeir hafa á málaflokknum: Aldrei. Þeir eru á vegum „andstæðingsins". Samfylkingarinnar. Gott ef ekki hreinlega Baugs. Gamalkunnur dilkadrátturVið þetta búum við. Eilífan drátt gamalla fjallkónga inn í gamla dilka. Óskandi væri samt að okkur tækist að ræða þetta mál án þess að þátttakendur þurfi að vísa í sífellu fram flokksskírteinum. Óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni: þjóðarhag, lífskjör, stað Íslands í heiminum, krónuna, umhverfismál, stöðugleika, atvinnumál, eðli fullveldisins, vöruútflutning, tollamál, verð á matvöru… Nokkrir sjálfstæðir Sjálfstæðismenn með Benedikt Jóhannesson í fararbroddi hafa að vísu þverskallast við að hlýða hinum gamla fjallkóngi og lýst yfir stuðningi við að minnsta kosti aðildarviðræður, eins og raunar meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins aðhylltist til skamms tíma. Þögnin um þetta mál hefur hins vegar verið meiri í öðrum flokkum. Samfylkingarmenn þora naumast að opna munninn um málið af ótta við að það takist að gera þetta að sérmáli þess flokks, og úr ranni Vinstri Grænna heyrist lítið annað en Lebensraum-raus Ögmundar Jónassonar. VG er í erfiðri stöðu. Ekki hefur verið mikið um það fjallað en fram að allra síðustu könnunum hefur meirihluti kjósenda flokksins stutt aðildarviðræður og jafnvel aðild - án þess þó að sá hluti kjósenda flokksins hafi átt sér málsvara í flokknum opinberlega. Nú - þegar þjóðin virðist kenna ESB um efnahagshrunið - er eindreginn stuðningur kjósenda VG við aðild að ESB að vísu kominn niður í 20 prósent og önnur 15 prósent hálfvolg. Það er engu að síður allhátt hlutfall kjósenda. Þetta er vinstri sinnað fólk sem trúir ekki á tröllasögur Ögmundar um heimsvaldasinnað eðli ESB… Flokkurinn telur sig væntanlega eiga samleið með þessu fólki um leið og hann vill ekki styggja þann (núverandi) meirihluta kjósenda flokksins sem andvígir eru ESB. Söguleg arfleifð flokksins flækir málin. VG hefur vissulega tekið við þjóðfrelsiskyndlunum frá Alþýðubandalaginu sáluga og Sósíalistaflokknum þar á undan; og gott ef ekki Landvörn og Skúla Thoroddsen þar þar á undan. Í íslenskri vinstri stefnu hefur löngum verið óleyst togstreita milli ítrustu kröfu um bókstafssjálfstæði sem vill enda í ógöngum Bjarts í Sumarhúsum (sem drap kúna frekar en að gefa eftir) og svo aftur pragmatisma af þeirri sort sem endar í ógöngum lúðviskunnar með skuttogara í hverjum firði. Við skulum ekki hafa háttOg samt… Kringum þrjátíu prósent kjósenda VG vilja inngöngu - og voru enn fleiri áður en Icesave-málið kom upp. Innan flokksins eru öfl sem telja að hag lands og þjóðar verði best borgið innan Evrópusambandsins og telja að það samræmist prýðilega vinstri stefnu af því tagi sem leggur áherslu á alþjóðahyggju og bætt kjör launafólks. Ekki þarf að hafa mörg orð um umhverfismálin: þar er Evrópusambandið töluvert lengra komið en Íslendingar. En ekki verður sagt að stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar innan VG hafi hátt. Stundum virðist manni eins og það fólk innan VG sem styður aðildina ætli að láta sér það lynda að þetta sé mál Samfylkingarinnar. Á sínum tíma, þegar stjórnin var mynduð, reyndi VG að fá Samfylkinguna til að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður og vissulega hefði Samfó betur hlustað á þær tillögur, því að þá hefði viðræðunefndin í Brussel eindregnara umboð en nú virðist. En úr því sem komið er þurfa stuðningsmenn aðildar úr VG að stíga fram og taka til máls óttalaust. Takist að gera Evrópusambandsaðild að sérmáli Samfylkingarinnar þá er útséð um afdrif málsins. Stundum er eins og það gleymist að á valdaárum gamla fjallkóngsins, Davíðs Oddssonar var einmitt gerð tilraun með þá ábyrgðarlausu hálfaðild að ESB sem hann og ýmsir fleiri telja að enn muni gefast Íslendingum vel. Sú tilraun endaði með allsherjarhruni og um hana má fræðast í rannsóknarskýrslu alþingis. Brýnast af öllu er að hlusta ekki á gömlu fjallkóngana heldur hugsa allt upp á nýtt og gera alla hluti öðruvísi en á þann hátt sem leiddi yfir okkur hrunið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Davíð Oddsson talar um fræðimenn og stjórnmálaskýrendur sem sérhæft hafa sig í regluverki Evrópusambandsins kallar hann þá alltaf „sérfræðinga Samfylkingarinnar". Þar með gefur hann sínu fólki skilaboð um að taka aldrei mark á orði sem þessir fræðimenn kunna að hafa til málanna að leggja. Aldrei. Gildir þá einu hvað það er eða hversu mikið vit þeir hafa á málaflokknum: Aldrei. Þeir eru á vegum „andstæðingsins". Samfylkingarinnar. Gott ef ekki hreinlega Baugs. Gamalkunnur dilkadrátturVið þetta búum við. Eilífan drátt gamalla fjallkónga inn í gamla dilka. Óskandi væri samt að okkur tækist að ræða þetta mál án þess að þátttakendur þurfi að vísa í sífellu fram flokksskírteinum. Óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni: þjóðarhag, lífskjör, stað Íslands í heiminum, krónuna, umhverfismál, stöðugleika, atvinnumál, eðli fullveldisins, vöruútflutning, tollamál, verð á matvöru… Nokkrir sjálfstæðir Sjálfstæðismenn með Benedikt Jóhannesson í fararbroddi hafa að vísu þverskallast við að hlýða hinum gamla fjallkóngi og lýst yfir stuðningi við að minnsta kosti aðildarviðræður, eins og raunar meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins aðhylltist til skamms tíma. Þögnin um þetta mál hefur hins vegar verið meiri í öðrum flokkum. Samfylkingarmenn þora naumast að opna munninn um málið af ótta við að það takist að gera þetta að sérmáli þess flokks, og úr ranni Vinstri Grænna heyrist lítið annað en Lebensraum-raus Ögmundar Jónassonar. VG er í erfiðri stöðu. Ekki hefur verið mikið um það fjallað en fram að allra síðustu könnunum hefur meirihluti kjósenda flokksins stutt aðildarviðræður og jafnvel aðild - án þess þó að sá hluti kjósenda flokksins hafi átt sér málsvara í flokknum opinberlega. Nú - þegar þjóðin virðist kenna ESB um efnahagshrunið - er eindreginn stuðningur kjósenda VG við aðild að ESB að vísu kominn niður í 20 prósent og önnur 15 prósent hálfvolg. Það er engu að síður allhátt hlutfall kjósenda. Þetta er vinstri sinnað fólk sem trúir ekki á tröllasögur Ögmundar um heimsvaldasinnað eðli ESB… Flokkurinn telur sig væntanlega eiga samleið með þessu fólki um leið og hann vill ekki styggja þann (núverandi) meirihluta kjósenda flokksins sem andvígir eru ESB. Söguleg arfleifð flokksins flækir málin. VG hefur vissulega tekið við þjóðfrelsiskyndlunum frá Alþýðubandalaginu sáluga og Sósíalistaflokknum þar á undan; og gott ef ekki Landvörn og Skúla Thoroddsen þar þar á undan. Í íslenskri vinstri stefnu hefur löngum verið óleyst togstreita milli ítrustu kröfu um bókstafssjálfstæði sem vill enda í ógöngum Bjarts í Sumarhúsum (sem drap kúna frekar en að gefa eftir) og svo aftur pragmatisma af þeirri sort sem endar í ógöngum lúðviskunnar með skuttogara í hverjum firði. Við skulum ekki hafa háttOg samt… Kringum þrjátíu prósent kjósenda VG vilja inngöngu - og voru enn fleiri áður en Icesave-málið kom upp. Innan flokksins eru öfl sem telja að hag lands og þjóðar verði best borgið innan Evrópusambandsins og telja að það samræmist prýðilega vinstri stefnu af því tagi sem leggur áherslu á alþjóðahyggju og bætt kjör launafólks. Ekki þarf að hafa mörg orð um umhverfismálin: þar er Evrópusambandið töluvert lengra komið en Íslendingar. En ekki verður sagt að stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar innan VG hafi hátt. Stundum virðist manni eins og það fólk innan VG sem styður aðildina ætli að láta sér það lynda að þetta sé mál Samfylkingarinnar. Á sínum tíma, þegar stjórnin var mynduð, reyndi VG að fá Samfylkinguna til að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður og vissulega hefði Samfó betur hlustað á þær tillögur, því að þá hefði viðræðunefndin í Brussel eindregnara umboð en nú virðist. En úr því sem komið er þurfa stuðningsmenn aðildar úr VG að stíga fram og taka til máls óttalaust. Takist að gera Evrópusambandsaðild að sérmáli Samfylkingarinnar þá er útséð um afdrif málsins. Stundum er eins og það gleymist að á valdaárum gamla fjallkóngsins, Davíðs Oddssonar var einmitt gerð tilraun með þá ábyrgðarlausu hálfaðild að ESB sem hann og ýmsir fleiri telja að enn muni gefast Íslendingum vel. Sú tilraun endaði með allsherjarhruni og um hana má fræðast í rannsóknarskýrslu alþingis. Brýnast af öllu er að hlusta ekki á gömlu fjallkóngana heldur hugsa allt upp á nýtt og gera alla hluti öðruvísi en á þann hátt sem leiddi yfir okkur hrunið.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun