Ég bið ykkur afsökunar Björgólfur Thor Björgólfsson skrifar 14. apríl 2010 06:00 Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó kom auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar. Ég fagna útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði. Ég kaus að tjá mig ekki mikið um gang mála á meðan vinna nefndarinnar stóð yfir en nú þegar henni er lokið tel ég rétt gera grein fyrir mínum málum. Fyrst af öllu vil ég hér og nú gangast við augljósum mistökum mínum og biðjast afsökunar á þeim. Vissulega get ég gert athugasemdir við margt af því sem í skýrslunni stendur og að mér snýr og mun ég gera það á öðrum vettvangi. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar er hins vegar alveg skýr. Eigna- og skuldabólan, sem reis líklega hærra á Íslandi en á nokkru öðru byggðu bóli, og hrun fjármálakerfis og gjaldmiðils landsins í kjölfarið, afhjúpa með afgerandi hætti veikleika íslensks efnahagslífs. Gallarnir eru svo augljósir og djúpstæðir að dapurlegt er að heyra menn halda því fram að allt sem að þeim sneri hafi verið í allra besta lagi. Ekkert hafi mátt gera betur. Slíkar yfirlýsingar í rústunum miðjum bera vott um sama ábyrgðarleysið og leiddi til hrunsins. Ég get sjálfur haldið því fram að ég hafi á hverjum tíma tekið ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar og ég tel víst að ég hafi engin lög brotið. Í þröngum skilningi hef ég því allt mitt á þurru. En þegar ég lít í kringum mig og sé afleiðingar hrunsins þá get ég ekki varist sjálfsásökunum. Ég hefði átt að hafa skarpari dómgreind og ég hefði átt að hafa einbeittari vilja til að axla ríkari ábyrgð á hvert stefndi í íslensku viðskiptalífi. Eins og lesa má í skýrslunni breyttist rekstrarumhverfi bankanna um og uppúr 2006. Fram að þeim tíma var nánast ótakmarkaður aðgangur að ódýru lánsfé í heiminum. Þess sáust merki á Íslandi. Fyrirtæki, sveitarfélög, opinber fyrirtæki og heimili söfnuðu upp skuldum. Þetta innflæði fjármagns gaf því skakka mynd af velsæld í samfélaginu. Á þessum tíma urðu til og efldust eignarhaldsfélög, sem þöndust út í krafti ótakmarkaðs lánsfjár, söfnuðu miklum eignum og gríðarlegum skuldum. Þegar fór að leka úr íslensku bankabólunni kom í ljós að íslenska efnahagskerfið var komið að fótum fram. Bankarnir þoldu ekki fall ofurskuldsettra fyrirtækja. Minnstu áföll hefðu feykt kerfinu öllu um koll. Þetta kerfi hékk þó uppi í rúmt ár áður en það hrundi í október 2008 vegna lausafjárþurrðar. Allir lögðust á eitt að reyna að halda kerfinu gangandi í von um að ytri aðstæður breyttust til batnaðar, einhverjar lausnir fyndust eða ástandið á lánsfjármörkuðum skánaði skyndilega. Auðvitað var ástandið verra en svo að nokkur einn aðili réði við það. En því miður auðnaðist engum þeirra sem stóðu og horfðu á að draga fram augljósa sameiginlega hagsmuni og vinna að því að ná samstöðu allra í baráttunni gegn þessum vanda. Hann varð því sífellt stærri og óviðráðanlegri. Við í viðskiptalífinu biðum eftir lausnum og forystu frá stjórnvöldum. Án efa hafa stjórnmálamennirnir beðið eftir að við kæmum með lausnir. Þegar á reyndi hugnaðist stjórnmálamönnunum ekki leiðirnar sem við vildum fara og við skildum ekki hvert stjórnvöld vildu stefna. Slíkt ástand þarf ekki að koma á óvart þegar órói og óvissa er ríkjandi. En við slíkar aðstæður verður fólk að stíga fram, hætta að líta eingöngu til eigin hagsmuna og vinna saman. Okkur auðnaðist það ekki. Enginn steig fram og tók af skarið. Allir biðu eftir hinum. Ég sé nú að það sem ég þó reyndi að gera var ekki alltaf hið rétta eða var of lítið og kom of seint. Ég vildi brjóta upp veikleika bankanna með því að ráða útlenda og reynslumikla bankamenn til Straums. Hugmyndin var að þeir myndu lækna Straum af „íslensku veikinni" og taka í kjölfar sameiningar við stjórn Landsbankans. Með þessu vildi ég freista þess að draga bankana út úr þröngum og fámennum hring íslenskra viðskipta. En tíminn hefur leitt í ljós að aðgerðir mínar voru of veikar og komu of seint. En ég ætla ekki að bera blak af ákvörðunum mínum eða aðgerðaleysi. Hver Íslendingur ber ábyrgð á eigin fjármálum og situr uppi með þær ákvarðanir sem hann tók. Ég er þar engin undantekning. Ég er nú að vinna að uppgjöri skulda minna og mun gera betri grein fyrir því síðar. Ljóst er að þótt miklar eignir mínar renni til lánardrottna mun ég jafnframt starfa í þeirra þágu um ókomin ár, þar til ég hef að fullu gert upp við þá. Ég er staðráðinn í að ljúka því verki með sóma. Þótt hver og einn beri ábyrgð á sínum fjármálum voru flestir í þeirri aðstöðu að hafa lítt um þróun mála að segja, en verða að búa við afleiðingarnar. Við vorum miklu færri sem gátum haft bein áhrif á stefnu stærstu fyrirtækja eða stofnana samfélagsins. Ég var einn þeirra sem var í hvað bestri aðstöðu til að hafa áhrif á gang mála. Sú staða sem nú er uppi segir allt um hvernig mér tókst til. Ég bið Íslendinga afsökunar á að hafa ekki staðið mig betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannsóknarskýrsla Alþingis Skoðun Vinsælast 2010 Tengdar fréttir „Ég biðst afsökunar“ "Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó koma auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar.“ 14. apríl 2010 06:15 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó kom auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar. Ég fagna útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði. Ég kaus að tjá mig ekki mikið um gang mála á meðan vinna nefndarinnar stóð yfir en nú þegar henni er lokið tel ég rétt gera grein fyrir mínum málum. Fyrst af öllu vil ég hér og nú gangast við augljósum mistökum mínum og biðjast afsökunar á þeim. Vissulega get ég gert athugasemdir við margt af því sem í skýrslunni stendur og að mér snýr og mun ég gera það á öðrum vettvangi. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar er hins vegar alveg skýr. Eigna- og skuldabólan, sem reis líklega hærra á Íslandi en á nokkru öðru byggðu bóli, og hrun fjármálakerfis og gjaldmiðils landsins í kjölfarið, afhjúpa með afgerandi hætti veikleika íslensks efnahagslífs. Gallarnir eru svo augljósir og djúpstæðir að dapurlegt er að heyra menn halda því fram að allt sem að þeim sneri hafi verið í allra besta lagi. Ekkert hafi mátt gera betur. Slíkar yfirlýsingar í rústunum miðjum bera vott um sama ábyrgðarleysið og leiddi til hrunsins. Ég get sjálfur haldið því fram að ég hafi á hverjum tíma tekið ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar og ég tel víst að ég hafi engin lög brotið. Í þröngum skilningi hef ég því allt mitt á þurru. En þegar ég lít í kringum mig og sé afleiðingar hrunsins þá get ég ekki varist sjálfsásökunum. Ég hefði átt að hafa skarpari dómgreind og ég hefði átt að hafa einbeittari vilja til að axla ríkari ábyrgð á hvert stefndi í íslensku viðskiptalífi. Eins og lesa má í skýrslunni breyttist rekstrarumhverfi bankanna um og uppúr 2006. Fram að þeim tíma var nánast ótakmarkaður aðgangur að ódýru lánsfé í heiminum. Þess sáust merki á Íslandi. Fyrirtæki, sveitarfélög, opinber fyrirtæki og heimili söfnuðu upp skuldum. Þetta innflæði fjármagns gaf því skakka mynd af velsæld í samfélaginu. Á þessum tíma urðu til og efldust eignarhaldsfélög, sem þöndust út í krafti ótakmarkaðs lánsfjár, söfnuðu miklum eignum og gríðarlegum skuldum. Þegar fór að leka úr íslensku bankabólunni kom í ljós að íslenska efnahagskerfið var komið að fótum fram. Bankarnir þoldu ekki fall ofurskuldsettra fyrirtækja. Minnstu áföll hefðu feykt kerfinu öllu um koll. Þetta kerfi hékk þó uppi í rúmt ár áður en það hrundi í október 2008 vegna lausafjárþurrðar. Allir lögðust á eitt að reyna að halda kerfinu gangandi í von um að ytri aðstæður breyttust til batnaðar, einhverjar lausnir fyndust eða ástandið á lánsfjármörkuðum skánaði skyndilega. Auðvitað var ástandið verra en svo að nokkur einn aðili réði við það. En því miður auðnaðist engum þeirra sem stóðu og horfðu á að draga fram augljósa sameiginlega hagsmuni og vinna að því að ná samstöðu allra í baráttunni gegn þessum vanda. Hann varð því sífellt stærri og óviðráðanlegri. Við í viðskiptalífinu biðum eftir lausnum og forystu frá stjórnvöldum. Án efa hafa stjórnmálamennirnir beðið eftir að við kæmum með lausnir. Þegar á reyndi hugnaðist stjórnmálamönnunum ekki leiðirnar sem við vildum fara og við skildum ekki hvert stjórnvöld vildu stefna. Slíkt ástand þarf ekki að koma á óvart þegar órói og óvissa er ríkjandi. En við slíkar aðstæður verður fólk að stíga fram, hætta að líta eingöngu til eigin hagsmuna og vinna saman. Okkur auðnaðist það ekki. Enginn steig fram og tók af skarið. Allir biðu eftir hinum. Ég sé nú að það sem ég þó reyndi að gera var ekki alltaf hið rétta eða var of lítið og kom of seint. Ég vildi brjóta upp veikleika bankanna með því að ráða útlenda og reynslumikla bankamenn til Straums. Hugmyndin var að þeir myndu lækna Straum af „íslensku veikinni" og taka í kjölfar sameiningar við stjórn Landsbankans. Með þessu vildi ég freista þess að draga bankana út úr þröngum og fámennum hring íslenskra viðskipta. En tíminn hefur leitt í ljós að aðgerðir mínar voru of veikar og komu of seint. En ég ætla ekki að bera blak af ákvörðunum mínum eða aðgerðaleysi. Hver Íslendingur ber ábyrgð á eigin fjármálum og situr uppi með þær ákvarðanir sem hann tók. Ég er þar engin undantekning. Ég er nú að vinna að uppgjöri skulda minna og mun gera betri grein fyrir því síðar. Ljóst er að þótt miklar eignir mínar renni til lánardrottna mun ég jafnframt starfa í þeirra þágu um ókomin ár, þar til ég hef að fullu gert upp við þá. Ég er staðráðinn í að ljúka því verki með sóma. Þótt hver og einn beri ábyrgð á sínum fjármálum voru flestir í þeirri aðstöðu að hafa lítt um þróun mála að segja, en verða að búa við afleiðingarnar. Við vorum miklu færri sem gátum haft bein áhrif á stefnu stærstu fyrirtækja eða stofnana samfélagsins. Ég var einn þeirra sem var í hvað bestri aðstöðu til að hafa áhrif á gang mála. Sú staða sem nú er uppi segir allt um hvernig mér tókst til. Ég bið Íslendinga afsökunar á að hafa ekki staðið mig betur.
„Ég biðst afsökunar“ "Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó koma auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar.“ 14. apríl 2010 06:15
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar