Fótbolti

Fabregas óttast það að hann sé fótbrotinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal.
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal. Mynd/AP
Enn einn ný kafli í meiðslasögu Cesc Fabregas á þessu tímabili bættist við á lokamínútu jafnteflisleiks Arsenal á móti Barcelona í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar i gær. Fabregas jafnaði leikinn í lokin en meiddist við það og hugsanlega er tímabilið búið hjá honum.

„Ég óttast það versta og að ég hafi brotið eitthvað. Ég held ég eigi eftir að fá slæmar fréttir," sagði Cesc Fabregas sem haltraði útaf eftir að hafa fiskað vítaspyrnu og skorað úr henni jöfnunarmarkið.

„Þetta er fibulan. Ég meiddi mig þegar Carlos Puyol braut á mér í vítinu," sagði Fabregas. „Við verðum að sjá til hvað kemur út úr myndatökunni á morgun og ég vona það að ég geti klæðst Arsenal-treyjunni aftur á þessu tímabili," sagði Fabregas.

Fyrirliðinn var ekki sá eini sem Arsenal missti í í meiðsli í leiknum því William Gallas og Andrey Arshavin yfirgáfu báðir leikinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×