Misjöfnun 12. mars 2010 06:00 Þegar nýr erfingi dönsku krúnunnar var að í þann mund að koma í heiminn, fyrir nokkrum árum síðan, mátti heyra umræðu þar í landi hvort ekki væri rétt að framvegis yrði miðað við elsta barn kóngsins en ekki elsta son, þegar ákveðið skyldi hver ætti að erfa þjóðhöfðingjaembættið. Það væri, jú, misrétti að hin ófædda og fræðilega dóttir krónprinsins myndi ekki geta orðið drottning ef hann eignaðist son síðar á lífsleiðinni. Ranglætið í örlögum þessarar hugsanlegu stúlku, sem síðan reyndist raunar vera drengur var öllum auðséð. Barátta fyrir jöfnu aðgengi kvenkynsins að arfgengum puntembættum er vissulega dæmi um ákveðna jafnréttisbaráttu, en raunar er mun réttara að tala þar einfaldlega um baráttu fyrir jafnrétti kynjanna sjálfra. Enda snýst hún að kynin sem slík séu jöfn, fremur en að allir einstaklingar séu jafnir, óháð kyni eða öðru. Það er auðvitað sjálfsagt markmið að orðin „karl" og „kona" komi helst aldrei fyrir í lagasafninu. En að sjálfsögðu ætti það einnig að vera markmið að orðið „kyn" detti þaðan út líka. Öll þau tilfelli þegar þess er krafist að gæta skuli að þessu eða hinu kynjahlutfalli á framboðslistum, vinnustöðum, stofnunum, námsbrautum eða í stjórnum fyrirtækja geta nefnilega líka leitt til mismununar. Í hvert skipti sem einhver fær vinnu eða hærra sæti á framboðslista en hann eða hún ella hefði fengið, vegna kyns, þá eru menn auðvitað að mismuna einstaklingum, þó svo að jafnaðar milli „kynjanna" sé gætt. Það er ekki þar með sagt að sértækar aðgerðir í þágu jafnaðar séu gagnslausar. Það má meira en vel vera að sum fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök, sjái hag sinn í því að laga kynjahlutföll með slíkum aðgerðum. Það er ekki nema eðlilegt að leikskólar reyni að laða að unga karlmenn, að verk- og tæknigreinar reyni að auka hlut kvenna og að stjórnmálaflokkar freisti þess að hafa sem jöfnust kynjahlutföll á framboðslistum. Allt þetta er umræddum aðilum sjálfum til góða. Karlkyns leikskólakennarar skapa börnum fyrirmyndir og geta náð betur til sumra nemenda, blandaðir framboðslistar höfða líklega til fleiri kjósenda og það að fáar ungar konur skrái sig í sumar háskólagreinar er sterk vísbending til kennara í viðkomandi grein um að einmitt meðal kvenna liggi sóknarfærin. En það er farsælast að umræddar stofnanir, fyrirtæki eða samtök hafi sjálf sem mest frumkvæði að slíkum aðgerðum. Hagsmunirnir geta nefnilega oft togast á. Fleiri konur í verkfræði þýða færri konur í kennslustörfum og ekki er hægt að hafa þær væntingar til þeirra sem mennta nýja kennara að þeir sjái glaðir á eftir þeim fjölmörgu duglegu konum sem nú skrá sig í kennaranám ár hvert. Öllum má þó vera ljóst að mismunun í þágu jafnaðar sé samt mismunun. Í tveggja ára gömlum jafnréttislögum er raunar tekið fram að svokallaðar sértækar aðgerðir teljist ekki brjóta í bága við lögin. Án slíks ákvæðis er borðliggjandi að umræddar aðgerðir teldust ólöglegar. En þótt til efs sé hvort yfirhöfuð ætti að leyfa slíka sértæka mismunun, þá er það engu að síður ljóst að meginregla jafnréttislaganna er, eða allavega ætti að vera, sú að kyn einstaklinga eigi ekki að skipta þá eða aðra máli. Séu á þessu gerðar undantekningar ættu umrædd úrræði að vera eins afmörkuð, tímabundin og óíþyngjandi og mögulegt er. Því miður virðist þessi túlkun jafnréttislaganna þó ekki vera ríkjandi meðal þingmanna. Nýverið ákvað Alþingi til dæmis að í fimm manna stjórnum íslenskra fyrirtækja ættu að vera tvær konur og tveir karlmenn. Fyrirtækin sjálf og eigendur þeirra fá svo náðarsamlega að ráða hvort kynið skuli skipa seinasta sætið. Hér er um að ræða eins almenna aðgerð og hugsast getur, ákvæðið er ótímabundið og snýr að öllum fyrirtækjum landsins nema þeim allra, allra minnstu. Þótt allir hafi sína drauma, og um gildi jafnréttis þurfi ekki að deila, ætti þingið að gæta hófs þegar kemur að því að skipa mönnum og konum fyrir varðandi það hver megi og megi ekki sitja í stjórnum félaga og fyrirtækja. En slíkrar hófsemi gætir ekki á Alþingi nú um stundir. Það er miður. En þótt til efs sé hvort yfirhöfuð ætti að leyfa slíka sértæka mismunun, þá er það engu að síður ljóst að meginregla jafnréttislaganna er, eða allavega ætti að vera, sú að kyn einstaklinga eigi ekki að skipta þá eða aðra máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar nýr erfingi dönsku krúnunnar var að í þann mund að koma í heiminn, fyrir nokkrum árum síðan, mátti heyra umræðu þar í landi hvort ekki væri rétt að framvegis yrði miðað við elsta barn kóngsins en ekki elsta son, þegar ákveðið skyldi hver ætti að erfa þjóðhöfðingjaembættið. Það væri, jú, misrétti að hin ófædda og fræðilega dóttir krónprinsins myndi ekki geta orðið drottning ef hann eignaðist son síðar á lífsleiðinni. Ranglætið í örlögum þessarar hugsanlegu stúlku, sem síðan reyndist raunar vera drengur var öllum auðséð. Barátta fyrir jöfnu aðgengi kvenkynsins að arfgengum puntembættum er vissulega dæmi um ákveðna jafnréttisbaráttu, en raunar er mun réttara að tala þar einfaldlega um baráttu fyrir jafnrétti kynjanna sjálfra. Enda snýst hún að kynin sem slík séu jöfn, fremur en að allir einstaklingar séu jafnir, óháð kyni eða öðru. Það er auðvitað sjálfsagt markmið að orðin „karl" og „kona" komi helst aldrei fyrir í lagasafninu. En að sjálfsögðu ætti það einnig að vera markmið að orðið „kyn" detti þaðan út líka. Öll þau tilfelli þegar þess er krafist að gæta skuli að þessu eða hinu kynjahlutfalli á framboðslistum, vinnustöðum, stofnunum, námsbrautum eða í stjórnum fyrirtækja geta nefnilega líka leitt til mismununar. Í hvert skipti sem einhver fær vinnu eða hærra sæti á framboðslista en hann eða hún ella hefði fengið, vegna kyns, þá eru menn auðvitað að mismuna einstaklingum, þó svo að jafnaðar milli „kynjanna" sé gætt. Það er ekki þar með sagt að sértækar aðgerðir í þágu jafnaðar séu gagnslausar. Það má meira en vel vera að sum fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök, sjái hag sinn í því að laga kynjahlutföll með slíkum aðgerðum. Það er ekki nema eðlilegt að leikskólar reyni að laða að unga karlmenn, að verk- og tæknigreinar reyni að auka hlut kvenna og að stjórnmálaflokkar freisti þess að hafa sem jöfnust kynjahlutföll á framboðslistum. Allt þetta er umræddum aðilum sjálfum til góða. Karlkyns leikskólakennarar skapa börnum fyrirmyndir og geta náð betur til sumra nemenda, blandaðir framboðslistar höfða líklega til fleiri kjósenda og það að fáar ungar konur skrái sig í sumar háskólagreinar er sterk vísbending til kennara í viðkomandi grein um að einmitt meðal kvenna liggi sóknarfærin. En það er farsælast að umræddar stofnanir, fyrirtæki eða samtök hafi sjálf sem mest frumkvæði að slíkum aðgerðum. Hagsmunirnir geta nefnilega oft togast á. Fleiri konur í verkfræði þýða færri konur í kennslustörfum og ekki er hægt að hafa þær væntingar til þeirra sem mennta nýja kennara að þeir sjái glaðir á eftir þeim fjölmörgu duglegu konum sem nú skrá sig í kennaranám ár hvert. Öllum má þó vera ljóst að mismunun í þágu jafnaðar sé samt mismunun. Í tveggja ára gömlum jafnréttislögum er raunar tekið fram að svokallaðar sértækar aðgerðir teljist ekki brjóta í bága við lögin. Án slíks ákvæðis er borðliggjandi að umræddar aðgerðir teldust ólöglegar. En þótt til efs sé hvort yfirhöfuð ætti að leyfa slíka sértæka mismunun, þá er það engu að síður ljóst að meginregla jafnréttislaganna er, eða allavega ætti að vera, sú að kyn einstaklinga eigi ekki að skipta þá eða aðra máli. Séu á þessu gerðar undantekningar ættu umrædd úrræði að vera eins afmörkuð, tímabundin og óíþyngjandi og mögulegt er. Því miður virðist þessi túlkun jafnréttislaganna þó ekki vera ríkjandi meðal þingmanna. Nýverið ákvað Alþingi til dæmis að í fimm manna stjórnum íslenskra fyrirtækja ættu að vera tvær konur og tveir karlmenn. Fyrirtækin sjálf og eigendur þeirra fá svo náðarsamlega að ráða hvort kynið skuli skipa seinasta sætið. Hér er um að ræða eins almenna aðgerð og hugsast getur, ákvæðið er ótímabundið og snýr að öllum fyrirtækjum landsins nema þeim allra, allra minnstu. Þótt allir hafi sína drauma, og um gildi jafnréttis þurfi ekki að deila, ætti þingið að gæta hófs þegar kemur að því að skipa mönnum og konum fyrir varðandi það hver megi og megi ekki sitja í stjórnum félaga og fyrirtækja. En slíkrar hófsemi gætir ekki á Alþingi nú um stundir. Það er miður. En þótt til efs sé hvort yfirhöfuð ætti að leyfa slíka sértæka mismunun, þá er það engu að síður ljóst að meginregla jafnréttislaganna er, eða allavega ætti að vera, sú að kyn einstaklinga eigi ekki að skipta þá eða aðra máli.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun