Fótbolti

Frank Rijkaard hrósar eftirmanni sínum hjá Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var tekið vel á móti Frank Rijkaard í Tyrklandi.
Það var tekið vel á móti Frank Rijkaard í Tyrklandi. Mynd/AFP
Frank Rijkaard, þjálfari tyrkneska liðsins Galatasaray var að sjálfsögðu spurður út í eftirmann sinn hjá Barcelona þegar hann hitti spænska blaðamenn fyrir leik Galatasaray á móti Atletico Madrid í dag.

Frank Rijkaard hrósaði Pep Guardiola enda varla annað hægt en hann sagði líka að Xavi hefði bætt sig mikið undir stjórn Guardiola. Guardiola tók við Barcelona-liðinu af Rijkaard eftir 2007-08 tímabilið og undir hans stjórn vann Barcelona sex titla á árinu 2009.

„Hann er sá besti og hefur sýnt það og sannað. Hann er að vinna frábært starf sem sannast bara á frammistöðu Barcelona-liðsins inn á vellinum. Í ljós úrslitanna hefur Pepp staðið sig betur en ég og hann á skilið hrós fyrir það," sagði Frank Rijkaard sem þjálfaði Barcelona frá 2003 til 2008.

Barcelona vann fimm titla á fimm tímabilum undir stjórn Frank Rijkaard. Liðið vann Meistaradeildina 2006, spænska meistaratitilinn 2005 og 2006 auk þess að vinna Meistarakeppnina á Spáni 2005 og 2006.

Barcelona-liðið vann 112 leikir af 190 undir stjórn Frank Rijkaard og var með 58,9 prósent sigurhlutfall. Liðið hefur unnið 44 af 60 leikjum undir stjórn Pep Guardiola og er með 73,3 prósent sigurhlutfall í þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×