
Ekki félagshyggjustjórn enn
Margir félagshyggjumenn urðu glaðir, þegar Samfylkingin og Vinstri græn fengu hreinan meirihluta þingsæta í kosningunum í apríl sl. Þetta var í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að flokkar jafnaðarmanna fengu hreinan meirihluta. Mönnum var að vísu ljóst, að aðstæður í þjóðfélaginu voru mjög erfiðar eftir hrun bankanna og kreppu í efnahags- og atvinnulífi. Nýja stjórnin lofaði því samt að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi. Hún hét því að verja íslenska velferðarkerfið. Stærsta kosningaloforðið var þó það, að fyrna kvótakerfið á 20 árum og koma á réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann.
Almannatryggingar skornar niðurÞað er ekki nóg, að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn. Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnumál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni. Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja, þ. e. kjör þeirra, sem minnst mega sín. Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar. Enda þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli. Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar. Það komu í leitirnar 24 milljarðar, sem ekki hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn. Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna „velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega.
Ekki má mismuna atvinnulausumFélagsmálaráðherra hefur einnig lagt fram tillögur um að skera niður að hluta til atvinnuleysisbætur til ungmenna undir 24 ára aldri. Er það gert á þeim grundvelli að þessi ungmenni leiti ekki nægilega eftir atvinnu eða námi. Enda þótt gagnrýna megi það að umrædd ungmenni leiti ekki nægilega mikið eftir vinnu eða námi er það gagnrýnisvert að skera niður atvinnuleysisbætur til þeirra og spurning hvort það er ekki brot á jafnræðisreglu. Ekki má í þessu efni mismuna eftir aldri. Alla vega er það óeðlilegt að „félagshyggju"-stjórn skeri niður atvinnuleysisbætur þeirra sem yngstir eru.
Aukinn jöfnuður í skattamálumRáðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í anda félagshyggju. Skattar eru hækkaðir mest á þeim hæst launuðu en minna á þeim sem minni hafa tekjurnar og raunar lækka skattar hjá þeim lægst launuðu. Þetta er í anda félagshyggju og jafnaðar og ég er ánægður með það. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar höfðu gengið þveröfuga braut í skattamálum, lækkað skatta á hálaunamönnum en hækkað þá á láglaunafólki.Síðan hækkar núverandi ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt og er það vel en jafnframt er ákveðið að ákveðin upphæð sparifjár sé undanþegin skatti. Það er vel og mætti ganga lengra á þeirri braut.
Fyrning kvótans úrslitamál stjórnarinnarEkkert bólar enn á framkvæmd stærsta umbótamáls núverandi ríkisstjórnar, þ. e. fyrningar kvótans. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, dregur lappirnar í því máli. Fólkið í Samfylkingunni sættir sig ekki við það, að þetta mál verði svikið. Það krefst þess að staðið verði við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Það er nógu lengi búið að braska með kvótana. Tími er kominn til þess að þjóðin taki kvótana í eigin hendur og úthluti þeim á ný réttlátlega gegn auðlindagjaldi. Nýir aðilar verða að fá tækifæri til þess að komast inn í greinina. Það fer mikið eftir framkvæmd þessa máls hvort ríkisstjórnin telst jafnaðar-og félagshyggjustjórn. En jafnframt verður hún að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega og veita þeim réttlátar kjarabætur, sambærilegar þeim sem verkafólk fær.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun

Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor
Þorri Geir Rúnarsson skrifar

Er seinnivélin komin?
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands
Ármann Höskuldsson skrifar

Rödd Íslands athlægi um allan heim
Ástþór Magnússon skrifar

Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar

Lokað á lausnir í leikskólamálum
Einar Þorsteinsson skrifar

Ég styð Magnús Karl
Jón Gnarr skrifar

Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi
Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar

Samningamaðurinn Trump & narssisisminn
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar?
Elvar Eyvindsson skrifar

Hættum að segja „Flýttu þér“
Einar Sverrisson skrifar

Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla
Stefán Pálsson skrifar

Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra
Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir?
Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar

Er ég nægilega gott foreldri?
Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar

Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu
Þorsteinn Kristinsson skrifar

Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Um náttúrulögmál og aftengingu
Sölvi Tryggvason skrifar

Styðjum barnafjölskyldur
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Ósanngjörn skipting kílómetragjalds
Njáll Gunnlaugsson skrifar

Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar!
Magnús Karl Magnússon skrifar

Pólska sjónarhornið
Halldór Auðar Svansson skrifar

Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur!
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR
Björg Gilsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni
Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar

Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra?
Snorri Másson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands
Áróra Rós Ingadóttir skrifar