Verum raunsæ og segjum satt Gylfi Arnbjörnsson skrifar 25. mars 2011 15:23 Forsvarsmenn opinberra starfsmanna hafa nú uppi alvarlegar ásakanir á forystu ASÍ um að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé farið fram á skerðingu á áunnum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þessar ásakanir eru með öllu tilhæfulausar. Í umræðu um samræmingu lífeyrisréttinda hafa opinberir starfsmenn lagt megináherslu á tvennt; að staðinn verði vörður um áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna – þ.e. að ekki komi til skerðingar þeirra – og að slík jöfnun verði gerð upp á við – þ.e. að réttindi á almennum vinnumarkaði verði hækkuð til jafns við opinbera vinnumarkaðinn. Jafnframt hefur verið samstaða um að lífeyriskerfið eigi að vera sjálfbært, þannig að hver kynslóð standi undir sínum réttindum en þau hvíli ekki á bakábyrgð launagreiðanda. Af hálfu ASÍ hefur verið fallist á þessar meginkröfur en einnig vakin athygli á því að þetta muni leggja gríðarlegar byrðar á ríki og sveitarfélög í náinni framtíð sem fyrirfram er vitað að muni leiða til niðurskurðar á þjónustu og uppsagna opinberra starfsmanna. Forysta ASÍ hefur a.m.k. talið mikilvægt að upplýsa félagsmenn sína og landsmenn alla um afleiðingar þessarar stefnu því byrðin af henni er svo mikil að skerðingar í velferðar- og heilbrigðiskerfinu á þessu ári yrðu hjómið eitt í samanburði. Ljóst hefur verið frá upphafi þessarar vinnu að núverandi lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ekki sjálfbært og safnast hefur upp um 500 milljarða króna halli sem ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir. ASÍ hefur í mörg ár vakið athygli á því að þessi alvarlega staða ógni verulega stöðu og framtíð mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir það hefur þessi vandi haldið áfram að vaxa og er nú að verða óviðráðanlegur. Þennan þátt málsins hafa opinberir starfsmenn ekki viljað ræða á þessu sameiginlega borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa ASÍ og líta á það sem árás af hálfu almenns launafólks, sem greiða á reikninginn, þegar slíkt er gert. Til þess að skapa sátt í málinu hefur ASÍ haft forgöngu um að styðja opinbera starfsmenn í því að við upptöku á nýju samræmdu lífeyriskerfi verði staðið við áunninn réttindi opinbera starfsmanna. Þar með hefur forystan í reynd gengið lengra en hún gat gagnvart sínum eigin félagsmönnum, en gert kröfu til þess að stjórnvöld komi til móts við þá með framlögum. Þetta var m.a. gert í viðræðunum við SA eins og fram kemur í því minnisblaði sem samtök opinberra starfsmanna tóku að sér að dreifa. Á móti hefur hins vegar verið sett fram sú krafa að lífeyriskerfið verði eftirleiðis sjálfbært þannig að reikningurinn fyrir þessum réttindum, sem nú þegar er nærri 20-föld Icesave-skuldin, stækki ekki frekar. Ef það er hins vegar sýn opinberra starfsmanna, að öll þau réttindi sem þeir gætu áunnið sér í framtíðinni teljist vera þegar áunnin réttindi og að halda eigi áfram óbreyttri skuldasöfnun í sjóðum opinberra starfsmann, er ljóst að reikningurinn mun vaxa þjóðinni yfir höfuð. Forsvarmenn opinberra starfsmanna verða að axla ábyrgð á þessari afstöðu sinni og svara því gagnvart félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum hvernig greiða eigi þennan reikning. Hvernig á að vera hægt að verja mennta-, velferðar – og heilbrigðiskerfið og þar með störf opinberra starfsmanna samhliða því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Icesave Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn opinberra starfsmanna hafa nú uppi alvarlegar ásakanir á forystu ASÍ um að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé farið fram á skerðingu á áunnum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þessar ásakanir eru með öllu tilhæfulausar. Í umræðu um samræmingu lífeyrisréttinda hafa opinberir starfsmenn lagt megináherslu á tvennt; að staðinn verði vörður um áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna – þ.e. að ekki komi til skerðingar þeirra – og að slík jöfnun verði gerð upp á við – þ.e. að réttindi á almennum vinnumarkaði verði hækkuð til jafns við opinbera vinnumarkaðinn. Jafnframt hefur verið samstaða um að lífeyriskerfið eigi að vera sjálfbært, þannig að hver kynslóð standi undir sínum réttindum en þau hvíli ekki á bakábyrgð launagreiðanda. Af hálfu ASÍ hefur verið fallist á þessar meginkröfur en einnig vakin athygli á því að þetta muni leggja gríðarlegar byrðar á ríki og sveitarfélög í náinni framtíð sem fyrirfram er vitað að muni leiða til niðurskurðar á þjónustu og uppsagna opinberra starfsmanna. Forysta ASÍ hefur a.m.k. talið mikilvægt að upplýsa félagsmenn sína og landsmenn alla um afleiðingar þessarar stefnu því byrðin af henni er svo mikil að skerðingar í velferðar- og heilbrigðiskerfinu á þessu ári yrðu hjómið eitt í samanburði. Ljóst hefur verið frá upphafi þessarar vinnu að núverandi lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ekki sjálfbært og safnast hefur upp um 500 milljarða króna halli sem ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir. ASÍ hefur í mörg ár vakið athygli á því að þessi alvarlega staða ógni verulega stöðu og framtíð mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir það hefur þessi vandi haldið áfram að vaxa og er nú að verða óviðráðanlegur. Þennan þátt málsins hafa opinberir starfsmenn ekki viljað ræða á þessu sameiginlega borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa ASÍ og líta á það sem árás af hálfu almenns launafólks, sem greiða á reikninginn, þegar slíkt er gert. Til þess að skapa sátt í málinu hefur ASÍ haft forgöngu um að styðja opinbera starfsmenn í því að við upptöku á nýju samræmdu lífeyriskerfi verði staðið við áunninn réttindi opinbera starfsmanna. Þar með hefur forystan í reynd gengið lengra en hún gat gagnvart sínum eigin félagsmönnum, en gert kröfu til þess að stjórnvöld komi til móts við þá með framlögum. Þetta var m.a. gert í viðræðunum við SA eins og fram kemur í því minnisblaði sem samtök opinberra starfsmanna tóku að sér að dreifa. Á móti hefur hins vegar verið sett fram sú krafa að lífeyriskerfið verði eftirleiðis sjálfbært þannig að reikningurinn fyrir þessum réttindum, sem nú þegar er nærri 20-föld Icesave-skuldin, stækki ekki frekar. Ef það er hins vegar sýn opinberra starfsmanna, að öll þau réttindi sem þeir gætu áunnið sér í framtíðinni teljist vera þegar áunnin réttindi og að halda eigi áfram óbreyttri skuldasöfnun í sjóðum opinberra starfsmann, er ljóst að reikningurinn mun vaxa þjóðinni yfir höfuð. Forsvarmenn opinberra starfsmanna verða að axla ábyrgð á þessari afstöðu sinni og svara því gagnvart félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum hvernig greiða eigi þennan reikning. Hvernig á að vera hægt að verja mennta-, velferðar – og heilbrigðiskerfið og þar með störf opinberra starfsmanna samhliða því.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar