Óupplýst börn í mestri áhættu Kolbrún Baldursdóttir skrifar 31. mars 2011 06:00 Í tengslum við frétt af manni sem var að reyna að lokka börn upp í bíl hefur spunnist mikil umræða um hvernig foreldrar geti best uppfrætt börn sín um hættur af þessum toga. Þessari umræðu ber að fagna eins og allri umræðu um hvernig við getum frætt og verndað börnin okkar. Þó þarf að gæta þess að skapa ekki óþarfa kvíða og hræðslu í huga barnsins. Sum börn eru viðkvæmari en önnur. Skynji þau hræðslu hjá foreldrum fyllast þau ótta sem auðveldlega getur undið upp á sig og leitt til alvarlegrar vanlíðunar. Kynferðisafbrotamenn leynast víða. Þeir aka ekki einungis um á bílum og reyna að lokka til sín börn með því að lofa þeim sælgæti eða leikföngum heldur sækja einnig á aðra staði þar sem mörg börn koma saman. Þau börn sem ekki hafa fengið viðeigandi fræðslu eru í mestri áhættu með að verða fórnarlömb kynferðisbrotamanna. Börn þurfa leiðbeiningu um þessa hegðun eins og aðra. Fræðsla um líkamann, einkastaðina getur byrjað um 5 ára aldur og á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu foreldra sem endurtekin er með reglulegu millibili. Yfirveguð umræða, matreidd samkvæmt aldri og persónuleika barnsins ætti einmitt að fara fram þegar engin sérstök ógn steðjar að. Skerpa á síðan á henni við sérstakar aðstæður eins og þær sem nýlega hefur verið greint frá. Þá er tilvalið að segja: svo manstu elskan mín það sem við höfum áður rætt um, aldrei upp í bíl hjá ókunnugum! Innihald þeirrar umræðunnar (fræðslu) sem á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu er sem dæmi: Kynna ákveðin hugtök fyrir barninu sem hægt er að nota sem grunn í umræðunni, t.d. hvað er átt við með hugtakinu einkastaðir. Allir einkastaðaleikir eru bannaðir. Enginn á að snerta einkastaði barnsins: Hvaða snerting er í lagi, viðeigandi og hvernig snerting er ekki í lagi, óviðeigandi, skaðleg og ólögleg? Ítreka við barnið, ef einhver vill gera eitthvað við þig sem þú vilt ekki og veist að ekki má þá bara flýta sér strax burt og segja frá. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að lesa og meta umhverfið, átta sig á hvaða aðstæður gætu verið ógnandi og hættulegar og hvenær á að forða sér í burtu. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að greina muninn á réttu og viðeigandi atferli og röngu og ósiðlegu atferli. Það skynjar og greinir hvers lags hegðun telst vera innan eðlilegra marka, þekkir birtingarmyndir óviðeigandi atferlis og veit hvað það á að gera lendi það í ógnandi aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við frétt af manni sem var að reyna að lokka börn upp í bíl hefur spunnist mikil umræða um hvernig foreldrar geti best uppfrætt börn sín um hættur af þessum toga. Þessari umræðu ber að fagna eins og allri umræðu um hvernig við getum frætt og verndað börnin okkar. Þó þarf að gæta þess að skapa ekki óþarfa kvíða og hræðslu í huga barnsins. Sum börn eru viðkvæmari en önnur. Skynji þau hræðslu hjá foreldrum fyllast þau ótta sem auðveldlega getur undið upp á sig og leitt til alvarlegrar vanlíðunar. Kynferðisafbrotamenn leynast víða. Þeir aka ekki einungis um á bílum og reyna að lokka til sín börn með því að lofa þeim sælgæti eða leikföngum heldur sækja einnig á aðra staði þar sem mörg börn koma saman. Þau börn sem ekki hafa fengið viðeigandi fræðslu eru í mestri áhættu með að verða fórnarlömb kynferðisbrotamanna. Börn þurfa leiðbeiningu um þessa hegðun eins og aðra. Fræðsla um líkamann, einkastaðina getur byrjað um 5 ára aldur og á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu foreldra sem endurtekin er með reglulegu millibili. Yfirveguð umræða, matreidd samkvæmt aldri og persónuleika barnsins ætti einmitt að fara fram þegar engin sérstök ógn steðjar að. Skerpa á síðan á henni við sérstakar aðstæður eins og þær sem nýlega hefur verið greint frá. Þá er tilvalið að segja: svo manstu elskan mín það sem við höfum áður rætt um, aldrei upp í bíl hjá ókunnugum! Innihald þeirrar umræðunnar (fræðslu) sem á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu er sem dæmi: Kynna ákveðin hugtök fyrir barninu sem hægt er að nota sem grunn í umræðunni, t.d. hvað er átt við með hugtakinu einkastaðir. Allir einkastaðaleikir eru bannaðir. Enginn á að snerta einkastaði barnsins: Hvaða snerting er í lagi, viðeigandi og hvernig snerting er ekki í lagi, óviðeigandi, skaðleg og ólögleg? Ítreka við barnið, ef einhver vill gera eitthvað við þig sem þú vilt ekki og veist að ekki má þá bara flýta sér strax burt og segja frá. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að lesa og meta umhverfið, átta sig á hvaða aðstæður gætu verið ógnandi og hættulegar og hvenær á að forða sér í burtu. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að greina muninn á réttu og viðeigandi atferli og röngu og ósiðlegu atferli. Það skynjar og greinir hvers lags hegðun telst vera innan eðlilegra marka, þekkir birtingarmyndir óviðeigandi atferlis og veit hvað það á að gera lendi það í ógnandi aðstæðum.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun