Hörður Magnússon mun taka á móti góðum gestum í myndveri Stöðvar 2 Sports og fara yfir íþróttaárið sem er að líða í opinni dagskrá í dag.
Þátturinn verður sýndur þrívegis í dag, gamlársdag. Klukkan 12.00, 16.00 og loks 21.00. Gestir verða þeir Rúnar Jónsson rallíkappi og formúlusérfræðingur, Svali Björgvinsson körfuboltaáhugamaður með meiru, Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Hafrún Kristjánsdóttir handboltaspekingur.
Kennir ýmissa grasa á árinu sem er að líða og þátturinn ómissandi fyrir allar íþróttaáhugamenn.
Árið gert upp á Stöð 2 Sport

Tengdar fréttir

Íþróttaárið 2011 í máli og myndum
Fréttablaðið hefur tekið saman nokkrar skemmtilegar myndir frá spennandi og líflegu íþróttaári en þetta eru bæði myndir frá afrekum hér heima og erlendis.