Veikleiki karlmanna Sigurður Páll Pálsson skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Í dag blasir sú staðreynd við að karlmenn eru líklegri en konur til að fremja sjálfsvíg og ofbeldisverk, verða fíklar eða valda slysum. Þeir sækja sér sjaldnar hjálp eða fá aðstoð. Hinsvegar greinast fleiri konur þunglyndar en karlmenn, og sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal kvenna en karla. Konur fá oftar aðstoð og leita sér fremur hjálpar. Sjálfsvígtíðni ungra karla á Íslandi er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Á síðustu 28 árum hafa að meðaltali átta karlmenn á aldrinum 16-29 ára framið sjálfsvíg á ári hverju hérlendis. Stundum fjórir á ári en stundum 20. Þróun byrjaði á Íslandi upp úr seinna stríði en heldur áfram. Samfélagið mótast og samfélagið er síbreytilegt. Gott dæmi um það er menntakerfið þar sem konur eru komnar í meirihluta í flestum deildum háskólanna. Tilgáturnar eru margar, að svarið liggi í uppeldinu, að karlmenn séu of miklir töffarar til að viðurkenna þegar þeir eiga í vanda eða kunna hreinlega ekki að leita sér aðstoðar. Að við hin í umhverfinu viljum ekki sjá þetta og missum þannig af vandamálum þeirra sem standa okkur næst. Sumir leita svara í því að karlmenn eru meiri trúleysingjar en konur. Aðrir benda á vondar fyrirmyndir, t.d. eru flestir sem fremja sjálfsvíg í Biblíunni karlmenn. Staðalímyndir á borð við hershöfðingjann (,,ég berst einn þar til yfir lýkur") eða sjálfselskuna (,,heimurinn er minn og ef ég fæ hann ekki þá fer ég"). Einungis fáir geta orðið Bruce Willis, afburða íþróttamenn, leikararar eða hjartaskurðlæknar! En hvernig getur þetta orðið svona mismunandi ef við þykjumst vera að ala bæði kynin upp á sama hátt, staðfesting á sama mynstrinu áfram? Gen og hormón útskýra varla vandann. Lífið snýst ekki um það að vera bestur. Við þurfum að sætta okkur við að lífið er erfitt en við eigum að þakka fyrir það, vera auðmjúk. Að vera fullkominn er það að vera í sátt við sjálfan sig, og það að elska þýðir að virða meðbræður okkar. Eru staðalímyndirnar að gera okkur karlmönnum meiri grikk en konum? Að ráðast á sjálfan sig eða annan einstakling virðist veikleiki karla í vanlíðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag blasir sú staðreynd við að karlmenn eru líklegri en konur til að fremja sjálfsvíg og ofbeldisverk, verða fíklar eða valda slysum. Þeir sækja sér sjaldnar hjálp eða fá aðstoð. Hinsvegar greinast fleiri konur þunglyndar en karlmenn, og sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal kvenna en karla. Konur fá oftar aðstoð og leita sér fremur hjálpar. Sjálfsvígtíðni ungra karla á Íslandi er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Á síðustu 28 árum hafa að meðaltali átta karlmenn á aldrinum 16-29 ára framið sjálfsvíg á ári hverju hérlendis. Stundum fjórir á ári en stundum 20. Þróun byrjaði á Íslandi upp úr seinna stríði en heldur áfram. Samfélagið mótast og samfélagið er síbreytilegt. Gott dæmi um það er menntakerfið þar sem konur eru komnar í meirihluta í flestum deildum háskólanna. Tilgáturnar eru margar, að svarið liggi í uppeldinu, að karlmenn séu of miklir töffarar til að viðurkenna þegar þeir eiga í vanda eða kunna hreinlega ekki að leita sér aðstoðar. Að við hin í umhverfinu viljum ekki sjá þetta og missum þannig af vandamálum þeirra sem standa okkur næst. Sumir leita svara í því að karlmenn eru meiri trúleysingjar en konur. Aðrir benda á vondar fyrirmyndir, t.d. eru flestir sem fremja sjálfsvíg í Biblíunni karlmenn. Staðalímyndir á borð við hershöfðingjann (,,ég berst einn þar til yfir lýkur") eða sjálfselskuna (,,heimurinn er minn og ef ég fæ hann ekki þá fer ég"). Einungis fáir geta orðið Bruce Willis, afburða íþróttamenn, leikararar eða hjartaskurðlæknar! En hvernig getur þetta orðið svona mismunandi ef við þykjumst vera að ala bæði kynin upp á sama hátt, staðfesting á sama mynstrinu áfram? Gen og hormón útskýra varla vandann. Lífið snýst ekki um það að vera bestur. Við þurfum að sætta okkur við að lífið er erfitt en við eigum að þakka fyrir það, vera auðmjúk. Að vera fullkominn er það að vera í sátt við sjálfan sig, og það að elska þýðir að virða meðbræður okkar. Eru staðalímyndirnar að gera okkur karlmönnum meiri grikk en konum? Að ráðast á sjálfan sig eða annan einstakling virðist veikleiki karla í vanlíðan.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun